Skuldanesbær

Böðvar Jónsson heitir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í sveitastjórninni. Í gær tjáði hann sig um Magma málið í viðtali við Stöð 2 og sagði m.a. orðrétt:

"Ef að ríkið ætlar að grípa inn í þessi viðskipti, fullkomlega eðlilegu viðskipti sem fara fram með, með, samkvæmt íslenskum lögum og leikreglum, að þá mun auðvitað Reykjanesbær kanna rétt sinn gagnvart ríkinu og slíkum inngripum."

Böðvar og Árni í góðum félagsskapReykjanesbær rambar á barmi gjaldþrots og er á meðal 10 sveitarfélaga á gjörgæsludeild eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga. Halli hefur verið af almennri starfsemi sveitarfélagsins hvert einasta ár síðan 2002. Flestar verðmætar eignir hafa verið seldar á þessum árum, s.s. skólar, menningar- og íþróttamannvirki, til þess að fjármagna halla af reglubundnum rekstri bæjarsjóðsins.

Ummæli Böðvars dæma sig sjálf og líklega sér hann heldur ekkert athugavert við þetta. Kjósendur í vor virðast hins vegar ekki hafa haft fyrir að kynna sér átakanlega frammistöðu meirihlutans í sveitarstjórninni og Árna Sigfússonar, bæjarstjóra. Íbúar sveitarfélagsins sitja því eignalitlir uppi með menn eins og Böðvar og Árna, auk skulda upp á 30 milljarða og ábyrgðar upp á 9,5 milljarða sem þeir seint verða borgunarmenn fyrir. Meira en helmingur kjósenda tóku böðlunum fagnandi þegar þeir buðust til að klára verkið.


mbl.is Björk: Magma vinnur með AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband