Stjórnsýslugrín

Nefnd um erlenda fjárfestingu er grátt grín. Helst virðist henni ætlað að taka erfiðar ákvarðanir fyrir ráðamenn með valkvíða. Þar sitja 5 einstaklingar, pólitískt skipað fólk sem á að úrskurða um lagaleg ágreiningsefni sem varða fjárfestingar erlendra aðila í auðlindum og flugrekstri. Enginn nefndarmannanna er lögfræðimenntaður sem segir vissulega sína sögu um nefndir sem þessar.

Fallegt veski eftir UnniÍ tilfelli Magma var nokkuð fyrirsjáanlegt að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins myndu gefa grænt ljós. Fulltrúar VG og Borgara/Hreyfingar komust að öndverðri niðurstöðu. Það varð því hlutskipti fulltrúa Samfylkingarinnar,  Unnar G. Kristjánsdóttur, fatahönnuðar og myndmenntakennara frá Sandgerði, að úrskurða í einu heitasta og mikilvægasta deilumáli síðustu ára. Ekki öfunda ég Unni af því hlutskipti.

Þess vegna er það vissulega mikið áhyggjuefni að ríkisstjórnin skuli enn einu sinni ætla að skjóta ákvörðun á frest og forðast að taka pólitíska ábyrgð. Hún ætti einfaldlega að fara að kröfum þeirra fjörmörgu sem sett hafa nafn sitt undir áskorunina á www.orkuaudlindir.is. Þar er skorað á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku og jafnframt skorað á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Það er einfaldlega nóg komið af vanhæfri stjórnsýslu á Íslandi.

 


mbl.is Telur Magma-niðurstöðu rétta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er  nóg komið af þeim sem skrumskæla alla umræðu til að undirstrika skoðanir sínar. Þú veist það eins vel og ég að með kaupum Magma Energy er það fyrirtæki ekki að kaupa nokkra einustu íslenska auðlind. Þú ert velkominn inn á bloggið mitt<siggigretar.blog.is> þar sem ég skilgreini þetta á heiðarlegan hátt. AUÐLIND er eitt, ORKUNÝTING annað, það er sama hvernig þú og fleiri skrumskælið þetta, þetta  er staðreynd.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.7.2010 kl. 11:24

2 identicon

Samt er kvótinn bókfærður sem eign, veðsettur og jafnvel í eigu erlendra kröfuhafa - þótt svo útgerðirnar hafi bara "nýtingarrétt". Ætli það séu ekki menn eins og þú, Sigurður Grétar, sem eru að skrumskæla umræðuna, með svona orðhengilshætti.

Skorrdal (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 11:58

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Skordal, ekki veit ég hvernig þú færð það út að ég sé að skrumskæla umræðuna, ég fer fram á að þú rökstyðjir það og komir með dæmi um mína skrumskælingu. Þú kannski skilur betur mína meiningu ef þú ferð inn á mitt blogg. Þar muntu sjá að auðlindir hafsins, fiskurinn í sjónum var afhentur örfáum útgerðarmönnum  (sem fer stöðugt fækkandi) þannig að þeir eins og þú segir bókfæra kvótann sem sína eign og veðsetja. Þetta hefur ALDREI verið gert með auðlindir á landi eða í jörðu. Þess vegna segi ég: Af hverju er framsal á auðlindum hafsins ekki gagnrýnt á sama hátt og MEINT framsal auðlinda á landi og í jörðu?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.7.2010 kl. 13:01

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sigurður, við verðum víst seint sammála um nýtingu á auðlindum, loftlagsmál og sjálfsagt ýmislegt fleira. Það er hins vegar skrumskæling eins og Ólafur Skorrdal segir að þrasa um eign og nýtingu á auðlindum sem aðskilda og óskylda hluti meðan að ekki eru strangar reglur um hvernig farið skuli með auðlindirnar og samningar eru í heilan mannsaldur eða jafnvel mun lengur en það.

Það er nákvæmlega ekkert sem tryggir það að nýtingaraðili fari ekki fram með ósjálfbærum hætti og hreinlega gangi að auðlindinni dauðri. Það eru margir málsmetandi fræðimenn sem hafa sagt að nú þegar sé "ágeng" orkunýting á Reykjanesi sem þýðir að hún sé ósjálfbær. Áform eru uppi um að auka nýtinguna enn frekar enda kalla álversframkvæmdir í Helguvík á mun meiri orku en hægt er að framleiða á Reykjanesi, jafnvel með mjög ágengri nýtingu.

Hvernig væri að horfast í augu við staðreyndir málsins? Það er ömurleg spilling sem hefur komið Reykjanesbæ á kaldan klaka. Bæjarfélagið hefur selt eigur sínar en situr uppi með himinháar skuldir. Svo á að bjarga því sem bjargað verður með álveri í erlendri eigu og erlendu eignarhaldi á auðlindum, eða nýtingarrétti í heilan mannsaldur ef þér líður betur með það orðalag. Svo á að bæta um betur með erlendum einkaher sem litlar upplýsingar fást um. Hvers konar rumpulýður er það sem ræður ríkjum á Reykjanesi?

Sigurður Hrellir, 29.7.2010 kl. 13:03

5 identicon

Óþarfi af þér Sigurður að gera lítið úr listgreinum og menntun fólks. Ég hef oft orðið vör við þá aðferð þína að ráðast að persónufólks í stað þess að tækla málefnin. Unnur er full fær um að kynna sér þessi mál og ég vænti að nefndin njóti aðstoðar starfsmanna s.s. lögfræðingns eða lögfræðinga. Þetta er leiðinleg villa í mörgum vinstrimönnum og þá sérstaklega öfga vinstrimönnum.

Landið (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband