30.5.2010 | 18:01
Forystumenn í afneitun
Þeir sem tala um Besta flokkinn sem grínframboð hafa einkennilegan húmor. Hinir sönnu grínistar eru forystumenn fjórflokkanna sem ýmist telja sinn flokk hafa unnið varnarsigur eða geta vel við unað.
Stóru fréttirnar í Reykjavík eru þær að einungis 37.234 íbúar af 85.808 á kjörskrá greiddu einhverjum hinna rótgrónu fjórflokka atkvæði sitt. Samtals eru þetta 43,4% kjósenda sem þýðir að 56,6% sáu ekki ástæðu til að afhenda þessum "reynsluboltum" atkvæði sín enn eina ferðina.
Þeir sem sjá ekki að þetta er bylting í stjórnmálum, þeim er örugglega ekki treystandi fyrir stjórn okkar mála.
Sigur Besta flokksins vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki rökrétt framsetning hjá þér að taka alla á kjörskrá í þennan útreikning þinn, því þeir sem ekki mættu á kjörstað sáu heldur ekki ástæðu til að greiða Bestaflokknum arkvæði.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2010 kl. 18:25
Vissulega gerðu þeir það ekki Axel. En þeir sem mættu ekki á kjörstað slepptu því að sýna stuðning sinn við fjórflokkinn og flokkakerfið yfirleitt. Ég var einfaldlega að benda á þá staðreynd að fjórflokkarnir í Reykjavík fengu einungis stuðning 43,4% þeirra sem voru á kjörskrá. Það hlýtur að kalla á breytingar.
Sigurður Hrellir, 30.5.2010 kl. 20:35
þegar fjórflokkarnir fengu kosningu út á landi og í stærri sveitarfélögum þar sem annað en þeir voru í framboði halda þeir að þar sé um kosningarsigur að ræða! Það er fásinna og um leið afneitun á staðreyndum þeir virðast ekki ætla að taka til né skilja skilaboðin því segi ég hvernig endar þetta? Já því miður virðist sem byltingin þurfi að verða harkaleg einfaldlega vegna þess að þeir skilja ekki að kosningar í gær voru bylting fólksins!
Sigurður Haraldsson, 31.5.2010 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.