Sýndarveruleiki

Borðaði eggið snúðinn eða öfugt?Á leiðinni heim úr bókabúð í gær mætti ég kunningja mínum á götu. Hann spurði hvað væri títt og ég sýndi honum ofan í pokann með skýrslunni ógurlegu. "Þú ert þó ekki að fara að lesa þetta," sagði hann undrandi, "það vita allir að bankarnir voru ábyrgir!".  Ég maldaði í móinn og sagði að stjórnmálamenn væru augljóslega ekki undanskildir. "En bankamennirnir lugu að þeim!" sagði kunningi minn og virtist óhaggandi í skoðun sinni. Að vísu féllst hann á það að "sínir menn", Geir og Árni Matt. hefðu verið óttalegar gungur.

Hafandi séð stóra fyrirsögn Moggans í dag fer ég að óttast að skýrslan muni ekki vera á náttborðunum í Valhöll.


mbl.is Hönd með gullúri kippti honum út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki benda á mig syngja menn og keppast við að benda á aðra.  Og á meðan þeir komast upp með það er lítil vonum betra líf á Íslandi.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband