11.3.2010 | 12:11
Sjálfsprottið stjórnlagaþing?
Össur Skarphéðinsson fær prik hjá mér fyrir að svara skýrt og skorinort ummælum sænska fjármálaráðherrans. Af því tilefni er honum hér með boðið á mjög áhugaverðan fund sem haldinn verður í kvöld:
Sjálfsprottið stjórnlagaþing
-Nýr samfélagssáttmáli-
Fimmtudaginn 11.mars kl. 20 verður blásið til opins fundar um stjórnlagaþing í Húsinu að Höfðatúni 12 í Reykjavík.
Frummælendur verða:
Aðalheiður Ámundadóttir, meistaranemi í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Frumvarp forsætisráðherra um ráðgefandi stjórnlagaþing: Umfjöllun og gagnrýni.
Geir Guðmundsson, verkfræðingur og verkefnisstjóri. Hugleiðingar áhugamanns um sjálfsprottið stjórnlagaþing allra landsmanna.
Dr. Elvira Mendez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands. Frelsi, jafnrétti og bræðralag. - Geta Íslendingar lært af Evrópusögunni?
Dr. Matej Accetto, prófessor við University of Ljubljana. A new Constitution for a new country. What can we learn from the Slovenian constitutional process?
Eftirtaldir aðilar verða í pallborði auk frummælenda:
Hörður Torfason, tónlistarmaður.
Hjörtur Hjartarson, áhugamaður um stjórnlagaþing.
Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson.
Allir velkomnir !
Húsið, Höfðatúni 12
Gagnrýnir harðlega sænskan ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.