Rykfallin skjöl

Frá SultartangaÚrskurður Skipulagsstofnunar frá því í maí 2001. Það var áður en ráðist var á tvíburaturnana í New York og löngu áður en hin viljuga þjóð Íslendingar studdi innrásina í Írak og fjöldamorð þar á saklausu fólki.

Skyldi Landsvirkjun eiga fleiri svona tromp uppi í erminni? Samninga Fossafélagsins Títan við sunnlenska bændur frá því um 1930? Ekki er vanþörf á því ef metta á Straumsvík, Helguvík og síðast en ekki síst kartöflukísilflöguverksmiðju í Þorlákshöfn.

Sjá nánar um Búðarhálsvirkjun hér.


mbl.is Útboð vegna Búðarhálsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Pálsson

Það er áhugavert að sjá mismunandi viðbrögð við þessari frétt í bloggheimum.  Ómar Ragnarsson skrifaði m.a. eftirfarandi:

"Ekki er vitað um eina einustu manneskju sem hefur lagst gegn Búðarhálsvirkjun. Ég og fleiri hafa fagnað gerð þessarar virkjunar."

Segir sitt um Búðarhálsvirkjun.

Bjarni Pálsson, 10.2.2010 kl. 14:21

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Bjarni,

Ef tilgangurinn með þessari virkjun væri t.d. að minnka innflutning á olíu, knýja samgöngutæki eða útvega orku til hátækniiðnaðar sem ekki mengar mikið þá væri ég líklega ekki með neitt röfl. Hins vegar er þessari orku ætlað að bræða meira ál í Straumsvík og það get ég ekki sætt mig við.

Svo er það hitt að það skuli vera hægt að slá framkvæmdum á frest um ókomin ár og dusta svo af þeim rykið án þess að eðlileg umfjöllun fari fram, m.a. með tilliti til breyttra aðstæðna, staðla, mengunarkvóta og stefnu stjórnvalda.

Sigurður Hrellir, 10.2.2010 kl. 15:00

3 identicon

Sæll Sigurður

Tilgangurinn er að skapa þjóðinni störf og gjaldeyristekjur.  Við þurfum á því að halda og í dag er ekki auðvelt að fá erlenda fjárfestingu inn í landið.

Ekki er búið að semja um sölu á orkunni er helst hefur verið rætt við RioTintoAlcan. RTA er að uppfæra búnað í núverandi álveri miðað við nýjustu tækni og verður álverið væntanlega eitt það tæknivæddasta og umhverfisvænasta í heimi á eftir (er það reyndar einnig í dag).  Framleiðsluaukningin eykst um 40 þús. tonn.  Að sjálfsögðu hefur fólk mismunandi skoðun á því hvort slík starfsemi eigi að vera á Íslandi - í þessu tilviki mæti segja að verið sé að betrumbæta starfsemi sem þegar er í landinu.

Varðandi "rykfallin skjöl" þá eru það réttmætar vangaveltur.  Í lögum um mat á umhverfisáhrifum er gert ráð fyrir að hefja verði framkvæmdir innan 10 ára frá úrskurði, að öðrum kosti þarf að framkvæma matið aftur.

Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 16:38

4 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Fyndið að sama hvaða jákvæðu fréttir berast alltaf skulu menn finna eitthvað neikvætt

Jón Rúnar Ipsen, 10.2.2010 kl. 17:09

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jón, það sem mér finnst fyndið en líka ákaflega dapurlegt er að við flest virðumst ekki ætla að læra neitt af mistökunum sl. ár. Það er bara "buisiness as usual" - höldum áfram á sömu braut og vonumst eftir betri árangri næst.

Ég hef ekkert á móti því að hér sé virkjað ef þörf er á orkunni til arðbærra og umhverfisvænna hluta. Orkuverðið má alls ekki vera neitt leyndarmál og við eigum ekki að þurfa að skammast okkar fyrir að nýta innlenda orku. Það er mín skoðun og fyrir henni mun ég tala svo lengi sem ég endist til að búa hér.

Sigurður Hrellir, 10.2.2010 kl. 20:09

6 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

hvet þig til að reikna inn í dæmið þá skelfilegu staðreynd að á landinu er 9% atvinnuleysi og eru stjórnvöld að greiða 1.8 til 2.8 milljarð á mánuði til atvinnulaus ef þú tekur inn í þessa útreikninga að við þessa framkvæmd fái um það bil 1000-3000 þúsund störf beint og óbeint það sem ég á við að þarna verða senilegst um það bil 250-500 störf við framkvæmdina sjálfa og er það öll þjónustufyrirtækin sem eru að skaffa efni og fleira Til dæmis verkstæði ferðir til og frá vinnustað fyrir starfsfólk verktakana matur og Ýmis þjónusta í nálægðum byggðum .

Jón Rúnar Ipsen, 10.2.2010 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband