Hvað gera Íslendingar?

Á meðan að Íslendingar hringsnúast  hver um annan þveran í umræðum um þjóðaratkvæðagreiðslur, framtíð ríkisstjórnarinnar og hlutverk forsetans munu fulltrúar breskra og hollenskra stjórnvalda leita til ESB. Það sem ég óttast mest er að við gleymum okkur enn eina ferðina í þrasi hér á heimavelli á meðan að það sem mestu máli skiptir fer forgörðum.

Lagt á vogarskálirVið verðum að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að við erum ekki að hlaupast frá öllum skyldum og skuldbindingum. Íslenskur almenningur tekur hins vegar ekki í mál að bera mestan skaða af misheppnuðu mikilmennskubrjálæði örfárra fjárglæframanna og reglugerð sem ESB færði okkur án þess að við gerðum okkur grein fyrir verstu mögulegu afleiðingum hennar. Það verður að tala okkar máli á æðstu stöðum innan ESB strax í dag eða á morgun til að koma í veg fyrir að við verðum gerð að blóraböggli. Þetta er ekki bara spurning um peninga og tryggingar, heldur líka réttlæti og mannréttindi.


mbl.is Bretar leita til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það hefur aldrei verið sterkasta hlið íslenska ríkisins að bera hönd fyrir höfuð sér þegar kemur að umjöllun erlendis.

Hvort um er að ræða hræðslu við að koma opinberlega fram vegna skorts á enskukunnáttu. Alveg merkilegt mál!

Ellert Júlíusson, 5.1.2010 kl. 13:17

2 identicon

Sammála ofanrituðum. Nú er málið að standa á rétti okkar til þrautar.

Og senda til viðræðna einhverja með vit, reynslu og umfram alt ekki með ESB leppa fyrir báðum augum. Heldur Íslenska fánann.

Síðan eigum við að vera viðbúin að segja okkur úr Nató og EES, og snúa á önnur mið eins og til austurs eða vesturs ef þurfa þykir. Og ef að okkar nágrannar styðja okkur ekki.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:32

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heyr, heyr!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.1.2010 kl. 04:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband