Fleira hangir á spýtunni

Í sumum ríkjum er sérstakur dómstóll sem úrskurðar um óvissuatriði í tengslum við stjórnarskrár viðkomandi ríkja. Hér eru þessi mál í töluverðum ólestri þar sem að gjarnan er leitað álits lagaprófessora sem hvorki hafa tíma, aðstöðu né umboð til þess að úrskurða um þess háttar óvissumál. Þar með er ég þó alls ekki að gera lítið úr áliti Eiríks Tómassonar.
 
Þar sem að forsetinn þarf eflaust að passa upp á fleira en Icesave-lagafrumvarpið eitt og sér er þá ekki betra að hann taki sér þann tíma sem til þarf? Annars skrifaði ég ágætis færslu um þetta (að eigin áliti) í gærkvöldi sem má lesa hér.


mbl.is Jaðrar við stjórnarskrárbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Vissi ekki um að til væru slíkir dómstólar, eins og þú nefnir hér.  Áhugavert, geturðu frætt okkur frekar um þetta?

Helgi Kr. Sigmundsson, 4.1.2010 kl. 10:19

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Slíkir dómstólar eru gjarnan kallaðir stjórnlagadómstólar og er að finna í fjölmörgum ríkjum, meira að segja ríkjum sem gjarnan þykja vanþróuð á okkar mælikvarða eins og Mongolía, Georgía og Uzbekistan. Í sumum ríkjum eru þessi mál hinsvegar í höndum hæstaréttar, eins og t.d. í Bandaríkjunum þar sem hæstiréttur er æðstur af fjölmörgum dómsstigum. Á Íslandi höfum við hinsvegar ekki nema tvo dómsstig þar sem dómarar eru pólitískt skipaðir, og engan dómstól sem getur skorið úr um réttmæti þeirrar lagasetningar sem kemur frá Alþingi. Þessvegna getur þingið komist upp með að setja nánast hvaða lög sem því sýnist jafnvel þó að svínað sé á stjórnarskránni.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.1.2010 kl. 12:42

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Takk fyrir að spara mér ómakið Guðmundur og takk fyrir innlitið, báðir tveir.

Ég get reyndar vísað til greinar sem ég skrifaði fyrir mánuði síðan þar sem ég fjalla bæði um stjórnarskrárdómstóla og fyrirmyndarstjórnarskrá fjærlægs smáríkis. 

Sigurður Hrellir, 4.1.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband