8.12.2008 | 16:18
Ballið er rétt að byrja
Ég var rétt áðan að fylgjast með ótrúlega fjölmennu lögregluliði fjarlægja hóp mótmælenda úr alþingishúsinu. Líklega var um 30 manna hópur lögreglumanna á staðnum - sumir óeinkennisklæddir. Það er svipað og í allri Reykjavík um helgar.
Mótmælendur höfðu hvatt alþingismenn til að eyða ekki tíma sínum til ónýtis og ríkisstjórnina til að fara frá völdum. "Drullið ykkur út! Þetta hús tilheyrir okkur!" hrópuðu mótmælendur. "Lýðræði, ekkert kjaftæði!" kölluðu svo nokkrir þeirra sem horfðu á aðfarirnar.
Það er ekki laust við að ég kvíði því að ný og sértæk lög taki gildi nú um áramótin þar sem m.a. verður heimilt að handtaka fólk án þess að nokkur skýring sé gefin. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að á meðan að stórtækir fjárglæframenn og landráðamenn ganga lausir skuli mótmælendur vera handteknir fyrir það eitt að gera hróp að máttlausum alþingismönnum.
![]() |
Mikill viðbúnaður við þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.12.2008 | 10:16
Dýrt verður það
Sjálfstæðisflokkurinn verður þjóðinni dýrkeyptur áður en yfir lýkur. Hagstjórn a la Hannes Hólmsteinn, óhæfir embættismenn og ráðherrar sem sofa á verðinum - þingmenn sem kyngja hverju sem er. Eiginhagsmunagæsla, valdapot, spilling og siðleysi.
Árni Mathiesen hefur sjálfsagt haldið að hinn breski starfsbróðir hafi bara hringt til að heyra hvernig gengi og sýna vandamálum Íslendinga áhuga. Það er eins og hann hafi ekki hugleitt það að orð hans gætu orðið svo afdrifarík og dýr. Svo segir maðurinn ekki einu sinni af sér!
Nú er svo unnið með hraði að sameiningu BYR, SPRON og SPKEF. Ríkið ætlar að leggja 20 miljarða af almannafé í þann gjörning en Árni fjármálaráðherra er einn af eigendum BYR, sjá hér. Lesið endilega það sem Gunnar Axel skrifar um þessar svikamyllur.
![]() |
Vissi ekki um tilboð Breta vegna Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)