Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.10.2021 | 22:13
Kærufrestur er opinn
Nú er lag fyrir kjósendur og stuðningsmenn Miðflokksins í Suðurkjördæmi að kæra framboð Birgis til ógildingar kjörbréfs. Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar stíft þessa dagana og þyrfti að taka slíkar kærur til meðferðar. Birgir viðurkenndi sjálfur í hádegisfréttum RÚV að hafa hugsað sér til hreyfings fyrir kjördag og ef það telst ekki verulegur ágalli á framboði hans og kosningu þá er nú fokið í felst skjól. Hæpið er að stjórnarskrárákvæði um þingmenn eigi við um Birgi þar til kjörbréf hafa verið staðfest.
Úr lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000
118. gr. Nú kærir einhver kjósandi að þingmann er kosningu hlaut skorti einhver kjörgengisskilyrði eða að framboðslisti hafi verið ólöglega framboðinn eða kosinn svo að ógilda beri kosninguna, og skal hann þá innan fjögurra vikna frá því að kosningaúrslit voru auglýst, en þó áður en næsta Alþingi kemur saman, senda dómsmálaráðuneytinu kæru í tveimur samritum. Dómsmálaráðuneytið sendir þegar í stað umboðsmönnum framboðslistans annað samritið en hitt skal lagt fyrir Alþingi þegar í þingbyrjun.
Úr 120. gr.
Ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Fer um alla þingmenn, kosna af listanum, eins og annars um einstakan þingmann ef misfellurnar varða listann í heild.
Eyddi sumarfríinu í kosningabaráttuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2021 kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2020 | 12:29
Ég ákæri...!
Í gærkvöldi fór ég með vini mínum í Bíó Paradís að sjá myndina "Ég ákæri...!" eftir Roman Polanski. Myndin er að mínu mati mjög vel heppnuð og ekki spillti fyrir að hún fjallar um raunverulega atburði; réttlæti, siðferði og fordóma. Mynd eins og þessi væri ekki endilega á dagskrá annarra kvikmyndahúsa í Reykjavík sem öll eru utan miðborgarinnar.
Eftir sýninguna heyrði ég þær slæmu fréttir að starfsfólki kvikmynahússins hefði verið sagt upp og að óvíst væri með framhald starfseminnar. Eigendur hússins sem Bíó Paradís er í vilja losna við bíóið eða hækka leiguna gríðarlega. Þetta eru sömu menn og hafa mokað til sín ómældum fjármunum gegnum fjárfestingarfélagið Gamma meðan sturlaður uppgangur var á fasteignamarkaði. Nú reynir á hvort þeir séu menningarlega sinnaðir eða bara dæmigerðir gróðapungar. Samkvæmt frétt á Vísi eru þetta bræðurnir Gísli og Arnar Haukssynir, faðir þeirra, Haukur Halldórsson og svo einnig Pétur Árni Jónsson, eigandi Viðskiptablaðsins. Hér með er skorað á þá að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Þetta er nefnilega líka spurning um réttlæti fyrir borgarbúa og gott siðferði.
Leigusali vill þrefalda leiguverðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2019 | 10:59
Dusilmenni
Á flestum ef ekki öllum vinnustöðum landsins eru gerðar þær lágmarkskröfur til fólks að það sýni ekki af sér hegðun á borð við þá sem Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason urðu uppvísir að. Hvaða fyrirtæki sem er hefði einfaldlega rekið þá á dyr fyrir óafsakanlega hegðun, niðrandi umtal um vinnufélaga sína og ýmsa þjóðfélagshópa. Í leiðinni afhjúpuðu þeir svo ósmekklegt plott sem gekk út á að fá tvo þingmenn úr Flokki fólksins til liðs við Miðflokkinn. Gunnar Bragi myndi víkja úr sæti þingflokksformanns enda taldi hann sig hafa fengið loforð um sendiherrastöðu, greiði fyrir greiða.
Sú virðing sem viðhöfð er í þingsal, að fólk ávarpi hvort annað með orðunum háttvirtur eða hæstvirtur, er í besta falli hláleg ef þessi óheiðarlegu dusilmenni fá að taka sæti eins og ekkert hafi í skorist, emjandi yfir óréttlæti í sinn garð. Og áður en við vitum eru þeir orðnir ráðherrar eða sendiherrar, delerandi enn á ný á dimmum börum á kostnað íslenskra skattborgara, okkur öllum til skammar.
Gunnar og Bergþór aftur á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2019 | 14:55
Nýja stjórnarskráin er forsenda sáttar og trausts
Enn eina ferðina horfir fólk forviða á ráðamenn þjóðarinnar sýna yfirlæti og hroka. Sömu ráðamenn og hafa í rúm 6 ár hunsað ákall eftir nýrri stjórnarskrá og afgerandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar er skýrt kveðið á um skyldur ráðherra gagnvart þingi og þjóð:
93. gr. Upplýsinga- og sannleiksskylda.
Ráðherra er skylt að veita Alþingi eða þingnefnd allar upplýsingar, skjöl og skýrslur um málefni sem undir hann heyra, nema leynt skuli fara samkvæmt lögum.
Þingmenn eiga rétt á upplýsingum frá ráðherra með því að bera fram fyrirspurn um mál eða óska eftir skýrslu, samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum.
Upplýsingar sem ráðherra veitir Alþingi, nefndum þess og þingmönnum skulu vera réttar, viðeigandi og fullnægjandi.
Þegar þú ert boðaður þá mætir þú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (83)
16.5.2018 | 10:51
Spilað með almenning og almannahag
Í samtölum sveitarstjórnar og Vesturverks [HS-orku] var rætt um hvernig fyrirtækið gæti stutt samfélagið. Hugmyndir að öllum þeim verkefnum sem nefnd hafa verið hafa komið frá heimamönnum. Sum þeirra tengjast beint væntanlegum framkvæmdum, svo sem lagning þrífasa rafmagns og ljósleiðara og endurbætur á hafnarsvæði. Önnur má skilgreina sem samfélagsverkefni.
Vesturverk í meirihlutaeigu Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2018 | 16:56
Auðræðistilburðir
Nú eru ýmsir fjölmiðlar búnir að endursegja mörgum sinnum sömu fréttina af "málamyndalögheimilisflutningi" nokkurra Íslendinga. En hvenær koma fréttirnar af orkufyrirtækinu sem stolið var úr almannaeigu með málamyndagjörningi (skúffufyrirtæki í Svíþjóð) þrátt fyrir bænaskjal til forsætisráðherra með næstum 50 þús. undirskriftum? Sama fyrirtæki greiðir nú þjónustu lögfræðinga til að koma vilja sínum fram með aðstoð oddvita Árneshrepps og óvita. Það er ýmist hrækt eða migið á almannaviljann á Íslandi líkt og berlega kom í ljós eftir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu.
Háskólanemar sem fluttu lögheimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2018 | 21:28
Fólk getur flutt hvert sem því sýnist
Er það ekki dæmigert fyrir yfirvöld og stofnanir að þau skuli fyrst bregðast við þegar óbreyttur pöpullinn tekur til sinna ráða?
Þá væri ekki úr vegi að rifja upp að sumir helstu ráðamenn þjóðarinnar hafa gengið fram með vafasömu fordæmi, leynt og ljóst, og skráð lögheimili sín á landsbyggðinni búandi á höfuðborgarsvæðinu, trúlega til að fá enn hærri greiðslur úr ríkissjóði.
Ónefndir efnamenn og forsetafrúr hafa einnig skráð lögheimili sín erlendis til að borga lægri skatta þó þau nýti sér þjónustu hér á landi. Eftirlitsaðilar og opinberar stofnanir hafa látið þetta að mestu afskiptalaust. En það er líklega ekki sama hver brýtur lög eða sýnir skort á siðferði, það sýna fjölmörg dæmi.
Auðvitað ætti fólk bara að fylgja fordæmi Sigmundar Davíðs og annarra slíkra heiðursmanna; að flytja lögheimilið þangað sem fólki líkar best og geyma spariféð sitt á góðum stað. Ef ráðamenn komast upp með að fara á svig við lög og reglur, er ekki hægt að ætlast til að almennir borgarar fylgi öðrum viðmiðum.
Föst búseta grundvöllur lögheimilis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2018 | 22:29
Tengillinn á söfnunina
https://www.karolinafund.com/project/view/1976
Svona var ástandið á húsunum fyrir nokkrum árum síðan.
Nú þarf ykkar hjálp við að reka endahnútinn á uppbygginguna.
Listasafn á hjara veraldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2018 | 12:48
Sóðalegur yfirgangur
Nú vilja eigendur gamla friðaða hússins við Veghúsastíg láta áminna þann starfsmann borgarinnar sem sagði þá láta húsið drabbast niður. Húsið hefur verið í niðurníðslu árum saman. Myndin hér að neðan er frá því í mars 2011 og greinilegt að ekkert hefur verið gert sl. 7 ár. Eigendur hússins eiga eflaust fé til endurbóta en vilja heldur byggja stórt á lóðinni, þrátt fyrir friðun. Þess vegna létu þeir það drabbast niður nágrönnum og vegfarendum til ama, dapurlegt en satt. Þetta er sóðaskapur og eigendum hússins engan veginn til sóma. Verst að borgaryfirvöld grípi ekki inn og setji dagsektir eða láti gera húsið upp á kostnað eigenda.
Telja ástæðu til að áminna starfsmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2017 | 17:51
Pólitísk samtrygging
Ný ríkisstjórn virðist vera í burðarliðnum þrátt fyrir hópúrsagnir og háværar mótbárur fjölmargra kjósenda VG. Af því tilefni væri ekki úr vegi að vitna í ágætt viðtal við Eirík Tómasson frá árinu 2009 sem Lára Hanna Einarsdóttir gróf upp eins og henni einni er lagið. Þar sagði Eiríkur m.a.:
"Íslenskir stjórnmálamenn þeir hafa verið hrifnir af ráðherraræðinu vegna þess að keppikefli íslenskra stjórnmálaflokka, þetta er mjög áberandi síðustu áratugina, hefur verið að komast í stjórn og fá ráðherra. Og þegar þeir eru búnir að koma ár sinni þannig fyrir borð vilja þeir að sem minnstar hömlur séu á ráðherraræðinu."
Og Eiríkur vissi greinilega hvað klukkan sló:
"Þó að ýmsir stjórnmálamenn íslenskir vilji breytingar, ég virði það, þá er það þannig að pólitíska samtryggingin hún er á móti breytingunum. Nú óttast ég að menn muni sjá til þess að það verði ekkert úr þessu stjórnlagaþingi vegna þess að stjórnlagaþingið er auðvitað ógn við pólitíkina eins og hún hefur verið."
Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)