Fólk getur flutt hvert sem því sýnist

Er það ekki dæmigert fyrir yfirvöld og stofnanir að þau skuli fyrst bregðast við þegar óbreyttur pöpullinn tekur til sinna ráða?

Þá væri ekki úr vegi að rifja upp að sumir helstu ráðamenn þjóðarinnar hafa gengið fram með vafasömu fordæmi, leynt og ljóst, og skráð lögheimili sín á landsbyggðinni búandi á höfuðborgarsvæðinu, trúlega til að fá enn hærri greiðslur úr ríkissjóði.

Ónefndir “efnamenn” og forsetafrúr hafa einnig skráð lögheimili sín erlendis til að borga lægri skatta þó þau nýti sér þjónustu hér á landi. Eftirlitsaðilar og opinberar stofnanir hafa látið þetta að mestu afskiptalaust. En það er líklega ekki sama hver brýtur lög eða sýnir skort á siðferði, það sýna fjölmörg dæmi.

Auðvitað ætti fólk bara að fylgja fordæmi Sigmundar Davíðs og annarra slíkra “heiðursmanna”; að flytja lögheimilið þangað sem fólki líkar best og geyma spariféð sitt á góðum stað. Ef ráðamenn komast upp með að fara á svig við lög og reglur, er ekki hægt að ætlast til að almennir borgarar fylgi öðrum viðmiðum.


mbl.is Föst búseta grundvöllur lögheimilis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband