7.10.2007 | 22:54
Þekkir einhver þessa menn?
Er ekki nóg komið af svo góðu? Á að láta þessa GT-durga komast upp með í nafni athafnafrelsis að sverta nafn okkar Íslendinga? Erum við sátt við að hér séu vinnandi menn niðurlægðir og prettaðir þrátt fyrir allt sitt innlegg?
Ef einhver kannast við þessa GT-lufsur þá eru þeir hér með hvattir til að veita þeim tiltal. Þá á ég ekki við að beita þá ofbeldi og hótunum eins og þeir virðast sjálfir stunda, heldur fremur að benda þeim á að þetta er alls ekki líðandi í okkar smáa samfélagi. Ennfremur hvet ég alla til að sniðganga viðskipti við þá um ókomna framtíð því að það er bæði löglegt og siðlegt.
GT-verktakar eru:
Gísli Sveinbjörnsson - Vesturvangi 5, 220 Hfj. - S. 565-5327 / 565-5329 / 896-3840
Trausti Finnbogason - Laugateigi 31, 105 R. - S. 588-4454 / 896-1653
GT-verktakar - Rauðhellu 1, 221 Hfj. - S. 580-1600 - gtverktakar@gtverktakar.is
![]() |
Fleiri starfsmenn GT verktaka leita eftir aðstoð hjá AFLi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2007 | 14:45
Óhlutdræg matsskýrsla?
Hvenær skyldu Íslendingar fara að ranka við sér og gera þær sjálfsögðu kröfur að þeir sem vinna matsskýrslur um umhverfisáhrif eiga ekki að hafa stórfelld hagsmunatengsl við fyrirhugaðar framkvæmdir?
HRV, verkfræðistofan sem vann umrædda skýrslu sem úrskurður Skipulagsstofnunar byggist á, hefur gegnt mikilvægu hlutverki við hönnun allra þriggja álveranna sem nú eru á Íslandi. Auk þess hafa þeir og önnur nátengd fyrirtæki komið mikið við sögu í uppbyggingu Kárahnjúkavirkjunar og eru nú viðriðnir jarðvarmavirkjanir sem ætlað er m.a. að útvega orku fyrir fyrirhugað álver í Helguvík. Ekki er ólíklegt að þeir muni fá stór verkefni í Helguvík.
Eyjólfur Árni Rafnsson, einn eiganda og framkvæmdastjóri HRV hefur verið í áhrifastöðum innan Framsóknarflokksins en það er auðvitað óskylt mál...
![]() |
Skipulagsstofnun telur að álver í Helguvík muni ekki valda verulegum spjöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2007 | 11:44
FARIÐ HEFUR FÉ BETRA
Ég velti því fyrir mér hvort að þetta sé skynsamur leikur hjá Sjöllunum. Guðjón Arnar hefur velkst milli skers og báru hjá hinum "frjálslyndu" félögum sínum og hefur sannast sagna ekki sýnt þann manndóm sem formaður stjórnmálaflokks þarf að hafa. Ólíklegt er að hann tæki mikið fylgi með sér, enda eru kjósendur Frjálslynda flokksins hverfull hópur. Spurning hvaða gulrót þeir eru að veifa.
Það kæmi mér á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn er í alvöru að bera víurnar í Jón Magnússon. Það hlýtur að vera talsvert stór hluti fylgismanna sem vill ekki láta bendla sig við kynþáttahatur. Það er líka ærið verkefni fyrir formanninn að halda saman þeim fjölmörgu örmum sem toga flokkinn í ýmsar áttir. Ekki er á það bætandi.
Eiginlega held ég að þetta sé dæmigert Moggabull.
![]() |
Frjálslyndir í ólgusjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2007 | 21:16
Lítillátur meistari
![]() |
Kaurismäki tók við verðlaunum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2007 | 10:47
Ekki seinna vænna
Gott er að heyra að Húsafriðunarnefnd sé loksins farin að taka við sér varðandi verndun Laugavegarins. Það verður seint talin rós í hnappagat R-listans sáluga að hafa lagt blessun sína yfir deiliskipulag þar sem heimilt var að rífa 25 gömul hús og rústa götumyndinni með háum steinkössum. Nú er boltinn sem sagt hjá menntamálaráðherra og bíður hennar trúlega erfið ákvörðun.
Ég geri það að tillögu minni að þessi hús verði friðuð og að lagt verði ríflegt fé í að færa þau til fyrra horfs. Það hlýtur að vera metnaðarmál okkar að halda í þá byggingasérstöðu sem einkennir gamla bæinn og geta með stolti sýnt hvernig Reykjavík byggðist upp. Allt tal um gamla og ónýta kumbalda byggist á afneitun og þröngsýni því að síðan Bernhöftstorfunni var bjargað frá niðurrifi 1973 hafa gömul timburhús risið til vegs og virðingar og eru nú orðin mjög eftirsótt. Það mætti svo meta ýmsa möguleika á viðbyggingum að aftanverðu og jafnvel nýjum og stærri húsgrunnum til að koma til móts við þarfir kaupmanna. Að endingu ætti svo skilyrðislaust að gera Laugaveginn að göngugötu líkt og Strikið í Kaupmannahöfn og gera götuna aðlaðandi fyrir ferðamenn jafnt sem íbúa.
![]() |
Tíu hús verði friðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2007 | 10:57
Ódýrasta lausnin?
Ég fylgdist aðeins með flutningi þessum í gærkvöldi og leist alls ekki á blikuna þar sem ég sá húsið vaggandi til og frá á flutningabílnum neðst á Klapparstíg. Engin leið er fyrir leikmann eins og mig að áætla hvað þessi flutningur muni kosta þegar allir reikningar hafa verið greiddir en það verður talið í milljónum og hugsanlega tveggja stafa tölu. Nokkur hús á leiðinni bera þess líka merki að mikið hefur gengið á, rifin klæðning, beyglaðar rennur, brotin rúða og skrámur hér og þar.
Hér á árum áður var það stundum gert að timburhús væru tekin niður og flutt jafnvel langar leiðir til uppsetningar á nýjum stað, enda augljóslega ekki sá möguleiki inni í myndinni að flytja þau í heilu lagi. Ég velti því fyrir mér hvort að það hefði ekki komið betur út í þetta sinn að taka þetta hús niður í pörtum og flytja það þannig á nýja staðinn. Fyrirsjáanlega þarf hvort eð er að leggja í það töluverða vinnu við endurbætur þar sem að eina hliðina vantar og alltaf þörf á ýmsum betrumbótum.
![]() |
Munaði bara tveim sentimetrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2007 | 15:10
Tökum áskoruninni!
Á ráðstefnunni um orkugjafa framtíðar skoraði Per Carstedt fulltrúi sænskra etanólframleiða á okkur Íslendinga að hætta algjörlega að nota olíu og bensín á samgöngutæki okkar. Ólafur forseti tók undir með honum og taldi það raunhæft á 15 til 25 árum sé viljinn fyrir hendi.
Enginn vafi leikur á því að hér um gríðarlega mikilvæga stefnumótun að ræða sem mun hafa mikil áhrif á líf okkar og afkomenda á þessu landi. Tæknin er til staðar og orkan er til staðar. Spurningin er bara um vilja stjórnvalda og okkar sjálfra til að losa okkur við þessa innfluttu og mengandi orkugjafa. Því miður eru valdamiklir aðilar sem sjá hag í því að viðhalda óbreyttu ástandi og því eru ýmis ljón í veginum.
![]() |
Vistvænar samgöngur ögrandi áskorun segir forseti Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2007 | 09:55
Rússnesk rúlletta?
Maður veltir því fyrir sér hvort að þessir borgarstarfsmenn séu með öllu mjalla. Hér er verið að spila rússneska rúllettu með vatnsból höfuðborgarbúa, hreina vatnið okkar! Hvað nú ef það kemst olíumengun í það, hvað segja borgarstarfsmenn þá? Fyrirgefiði, en við lofum að gera þetta aldrei aftur?
Því miður er þetta vatn á myllu frjálshyggjudrengjanna sem fullyrða að betur sé hugsað um hluti í einkaeigu heldur en í sameign þjóðarinnar. Um það má endalaust deila en á meðan má ekki taka neina sénsa með Gvendarbrunnana. Keyrið þetta olíumengaða rusl í einum grænum á einhvern stað þar sem það mengar hvorki vatnsból né dýralíf.
![]() |
Áhyggjur af vatnsbólunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2007 | 22:59
Sprækur á 7tux aldri
er skiljanlega ekki jafn sterk og fyrir tæpum 40 árum síðan en á
flautuna hefur hann aldrei leikið betur. Ég vildi óska að ég yrði svona
sprækur þegar ég verð kominn yfir sextugt.
![]() |
Jethro Tull skemmti sér og öðrum í Háskólabíói |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2007 | 10:57
Ófögur sjón
Það er ánægjulegt að fleiri skipulagsyfirvöld á Reykjanesi samþykki ekki lagningu háspennulína þvers og kurs yfir fólkvanginn. Það gleymist oft að reikna með því sem almenningur tapar á því þegar plantað er niður háspennumöstrum, stundum þar sem náttúrufegurðin er hvað mest. Ég hef enga tölu á hversu oft ég hef farið og gengið um Reykjanesið þvert og endilangt en ég reyni alltaf að forðast þá staði þar sem rafmagnslínur og möstur eru hluti af landslaginu. Svo má ekki gleyma að kyrrðin spillist líka.
Þegar þau hjá Landsneti setjast niður og reikna hvað sparast við háspennulagnir í lofti miðað við háspennulagnir í sjó eða grafnar niður, hvaða verðmiði er þá settur á rétt hins venjulega manns til útivistar? Er ekki búið að eyðileggja nóg?
![]() |
Landsnet: Skoða þarf forsendur Grindavíkurbæjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)