14.11.2008 | 08:39
Danska þjóðarsálin
Ég var í skóla í Kaupmannahöfn í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Danir reyndust mér yfirleitt vel og voru mjög jákvæðir í garð Íslendinga.
Á þessum árum gekk kreppa yfir Færeyjar og margir Færeyingar fluttust til Danmerkur. Ég man hvað ég var hissa þegar ég fór að heyra Danina tala illa um Færeyingana. Það var talað um þá sem afætur sem flyttust til Danmerkur og færu þar á atvinnuleysisbætur þegar að þeir væru búnir að setja allt í kalda kol heima fyrir. Samt voru Færeyjar hluti af danska konungsríkinu!
Ég held að Íslendingar ættu ekki að búast við góðu af Dönum núna. Sérstaklega ekki eftir allt kaupæðið sem hljóp á íslensku útrásarvíkingana í Kaupmannahöfn.
![]() |
Danir vildu ekki bjarga Íslendingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.11.2008 | 01:00
Til upprifjunar


Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2008 | 13:00
Þau sem heima sitja
"Hafa fulltrúar okkar staðið sig sem skyldi?"
"Treystum við þeim til að sitja áfram við völd?"
Þau sem ekki eru sátt við hlutskipti þjóðarinnar í dag mega til með að taka þátt í mótmælafundunum á Austurvelli. Þetta er ekki í boði einhvers stjórnmálaflokks, Kaupþings Banka eða annarra (eigin)hagsmunaaðila. Mætið, látið rödd ykkar heyrast og tilfinningar sjást. Þau ykkar fullfrísk sem heima sitja eiga tæpast betra skilið!
![]() |
Boða friðsamleg mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 09:26
Skortur á lagalegu innsæi?
Ég er svo heppinn að borða morgunmat á hverjum degi með konu sem er doktor í Evrópurétti. Þess vegna fæ ég stundum útskýringar sem maður hefur á tilfinningunni að íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki eða vilji í það minnsta ekki láta til fjölmiðla.
"Það er svekkjandi að ekki skyldi koma út úr þessu það sem til stóð" á Árni Mathiesen að hafa sagt. "Við hefðum viljað fá lagalegan grundvöll undir þetta, en vinnubrögðin voru þannig að það var ekki hægt."
Honum finnst það ekki ásættanlegt að gerðardómurinn eigi að skoða aðgerðir íslenskra stjórnvalda í fjármálakreppunni og gefa álit á neyðarlögunum. Varla er hægt að horfa fram hjá því þegar metnar eru forsendur þess að Ísland fylgi ekki skuldbindingum EES samningsins. Ef taka á tillit til sérstakra neyðaraðstæðna á Íslandi þá stenst það vitanlega ekki skoðun að neyðarlögin séu ekki hluti af þeim.
Að niðurstaða gerðardómsins væri ekki bindandi virðist líka koma Árna á óvart. Álit ECJ (Evrópudómstólsins) nr.1/91 segir að ECJ hafi síðasta orðið í túlkun laga fyrir ESB löndin. Þar af leiðandi hlýtur téður gerðardómur að skila úrskurði sem ekki telst bindandi fyrir ECJ. Annað væri óhugsandi og Ísland fær m.ö.o. enga sérmeðferð.
Það hvarlar að manni að hér sé enn ein smjörklípan á ferð. Nú á að kenna ESB um hvernig málum er komið á Íslandi.
![]() |
Deilur vegna Íslands í gerðardóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 15:59
Ríkisstjórnin er ábyrg!
Ég lýsi ábyrgð á ríkisstjórnina. Það er alveg klárt mál að þeir fulltrúar fólksins í landinu sem brugðust skyldum sínum þurfa að svara fyrir misheppnaðar aðgerðir sínar eða aðgerðaleysi. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að sömu aðilar þykjast nú vera að finna lausnir út úr eigin klúðri.
5-6 vikur eru liðnar síðan allt fjármálakerfið hrundi og ríkisstjórnin byrjaði á feluleiknum sem ekki sér enn fyrir endann á. Að sjálfsögðu hefði þá strax átt að koma á fót krísustjórn þar sem opið væri fyrir allar góðar hugmyndir þeirra ágætu sérfræðinga sem við eigum. Heildaráætlun um björgunaraðgerðir hefði átt að liggja fyrir í lok október og enginn að velkjast í nokkrum vafa um að skynsamlega væri staðið að öllum aðgerðum.
Fólk verður að fara að vakna og láta heyra í sér. Það er ekki nóg að hanga heima og fjargviðrast yfir ástandinu. Þið sem heima sitjið eigið ef til vill ekki betra skilið!
![]() |
Staðan er grafalvarleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 11:02
Síðasti Framsóknarmaðurinn
Ég veit svei mér þá ekki hvað Framsóknarflokkurinn ætti til bragðs að taka í baráttu sinni við óumflýjanleg örlög sín. Guðni er eins og síðasti geirfuglinn og væri sennilega best geymdur uppstoppaður í viðhafnarbúningi. Aðrir helstu forkólfar flokksins tengjast spillingarmálum, einkavinavæðingu, klíkuskap, bitlingum, baktjaldamakki og fyrirgreiðslupólitík svo eitthvað sé nefnt.
Nokkur helstu "afrek" flokksins í ríkisstjórn síðustu ára sem hækja íhaldsins snúast um misheppnaða einkavæðingu bankanna, afnám hátekjuskatts og lækkun virðisaukaskatts á þennslutímum, 90% húsnæðislán, stuðning við innrásina í Írak, útsölu á náttúruauðlindum (lowest energy prices), gjaldfellingu umhverfismats, stríð við öryrkja og fatlaða, o.s.frv.

![]() |
Guðni einn á báti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2008 | 11:26
Lengi getur vont versnað
Svo á Valgerður líka eftir að svara innihaldi bréfsins sem henni og fleirum innan flokksins var sent. Mörgum finnst nefnilega að hún skauti ansi létt framhjá ábyrgð sinni á einkavæðingarferli bankanna. Á borgarafundi í Iðnó sl. laugardag fullyrti hún að eðlilega hefði verið staðið að einkavæðingunni og að ekkert óhreint mjöl hefði verið í pokahorninu. Fyrir vikið baulaði fullur salurinn á hana, enda er gullfiskaminni Íslendinga ekki alveg svo slæmt.
Líklega verður töluvert mikil eftirspurn eftir varaþingmönnum úr flokksliðinu á næstunni líkt og í borgarstjórnarflokknum þar sem flestir efstu menn hafa horfið á braut. En lengi getur vont versnað!
![]() |
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 10:08
Stjarna eitt augnablik
Með hverjum deginum sem líður magnast reiðin í þjóðfélaginu. Ég finn hvernig hún kraumar inni í mér. Fréttir berast sífellt af því hvernig ekki er staðið rétt að málum í stærsta áfalli þjóðarinnar á síðari tímum. Þingmönnum er flestum haldið utan við ákvarðanaferlið og hafa sumir hverjir fundið sér önnur áhugamál. Á meðan að flest hæfileikaríkasta fólk okkar Íslendinga er á fullu að ræða hugmyndir og koma með lausnir situr forsætisráðherrann og þykist hafa stjórn á hlutunum. "Það er ekki tímabært" segir hann og fréttamenn kinka kolli.
Finnar segja að nákvæmar áætlanir vanti, fulltrúi í stjórn IMF segir formlegt erindi ekki hafi borist og forsætisráðuneytið lætur ekki svo lítið að ansa fyrirspurnum frá Wall Street Journal. Á sama tíma hefur þjóðin ekki fengið upplýsingar um það hvaða skilyrði fylgja láninu sem ekki fæst afgreitt. Hvernig eigum við yfirleitt að trúa því að skilyrðin séu ásættanleg?
Veruleikinn er skýr. Bankarnir hrundu eins og spilaborg og fólk tapað eigum sínum. Gengi krónunnar hrundi sömuleiðis og verðbólgan geysist upp á við. Atvinnuleysi er orðið raunverulegt hjá stórum hópi fólks og greiðsluerfiðleikar fylgja í kjölfarið.
Martröðin er hins vegar að sitja uppi með óhæfa stjórnmálamenn sem halda heljartaki um stýrið og neita að gefa eftir stjórnina þrátt fyrir að kallað sé til þeirra víðs vegar úr þjóðfélaginu.
Það má ekki persónugera vandann. Við sitjum öll í sama bátnum.
Aðildarviðræður við ESB eru ekki á dagskrá.
Ekki stendur til að taka upp nýjan gjaldmiðil að svo stöddu.
Kosningar eru ekki áformaðar að svo stöddu.
Geir ætti að fara að horfast í augu við veruleikann og ríkisstjórnin að hætta að vera meðvirk. Það má ekki leggja Ísland í rúst. Fólkið sem kaus þessa flokka er vonsvikið og reitt. Alþingi Íslendinga er eins og leikhús fáránleikans þar sem Bjarni Harðarson stal senunni og var stjarna eitt lítið augnablik.
Spurning um hlutverk for(n)mannsins í þessu dramatíska atriði. Hann notar ekki tölvupóst, er það?
![]() |
Bjarni segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2008 | 10:01
EKKI blogg
Ég finn hvernig reiðin kraumar inni í mér. Á hverjum degi berast fréttir af því hvernig ekki er staðið rétt að málum í stærsta áfalli þjóðarinnar á síðari tímum. Á meðan að flest hæfileikaríkasta fólk okkar Íslendinga er á fullu að ræða hugmyndir og koma með lausnir situr forsætisráðherrann og þykist hafa stjórn á hlutunum. "Það er ekki tímabært" segir hann og fréttamenn kinka kolli.
Finnar segja að nákvæmar áætlanir vanti, fulltrúi í stjórn IMF segir formlegt erindi ekki hafi borist og forsætisráðuneytið lætur ekki svo lítið að ansa fyrirspurnum frá Wall Street Journal. Á sama tíma hefur þjóðin ekki fengið upplýsingar um það hvaða skilyrði fylgja láningu sem ekki fæst afgreitt. Hvernig eigum við yfirleitt að trúa því að skilyrðin séu ásættanleg?
Veruleikinn er skýr. Bankarnir hrundu eins og spilaborg og fólk tapað eigum sínum. Gengi krónunnar hrundi sömuleiðis og verðbólgan geysist upp á við. Atvinnuleysi er orðið raunverulegt hjá stórum hópi fólks og greiðsluerfiðleikar fylgja í kjölfarið.
Martröðin er hins vegar að sitja uppi með óhæfa stjórnmálamenn sem halda heljartaki um stýrið og neita að gefa eftir stjórnina þrátt fyrir að kallað sé til þeirra víðs vegar úr þjóðfélaginu.
Það má ekki persónugera vandann. Við sitjum öll í sama bátnum.
Aðildarviðræður við ESB eru ekki á dagskrá.
Ekki stendur til að taka upp nýjan gjaldmiðil að svo stöddu.
Kosningar eru ekki áformaðar að svo stöddu.
Geir ætti að fara að horfast í augu við veruleikann og ríkisstjórnin að hætta að vera meðvirk. Það má ekki leggja Ísland í rúst. Fólkið sem kaus þessa flokka er vonsvikið og reitt. Alþingi Íslendinga er eins og leikhús fáránleikans þar sem Bjarni Harðarson stal senunni og var stjarna eitt lítið augnablik.
![]() |
Finnar vilja meiri upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2008 | 15:53
Bankaeigendaríkisstjórn
Maður var eiginlega búinn að gleyma dýralækni ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa nægu að sinna en fæstir vita hvað hann hefur haft fyrir stafni. Allavega miðar ekkert í átt að lausn deilunnar við Breta og Hollendinga og lítið fréttist af áformum stjórnvalda til lausnar gjaldeyrisvanda þjóðarinnar.
Verðum við ekki að vona að þetta verði víti til varnaðar. Fjármálaráðherra sem er menntaður sem dýralæknir og hefur auk þess hagsmunaleg tengsl inn í bankakerfið. Fyrir ekki löngu síðan var hann stór stofnfjáreigandi í SPH og núna er hann á meðal stofnfjáreigenda Byr, sjá hér
Burt með spillingarliðið - þjóðin þarf að kjósa!
![]() |
Ráðherrarnir koma af fjöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)