Er toppnum náð hjá Geir?

Geir í góðum félagsskap

Það er yfirleitt gaman að sjá þegar Íslendingar gera sig gilda á alþjóðlegum afrekalistum. Þó held ég að við hefðum betur sleppt því að vera í þessum félagsskap.

Lýðveldisbyltingin


mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dabbi kóngur vs. Robert Wade

Ég geri það að tillögu minni að þegar Dabba kóngi hefur verið vísað út úr Svörtuloftum verði Robert Wade boðið að taka hans stöðu. Auk þess:

Gylfa Magnússon eða Vilhjálm Bjarnason í Fjármálaeftirlitið.


mbl.is Mótmælt við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði í stað flokksræðis

Það eru mörg þörf mál sem grasrótin á bak við lydveldisbyltingin.is er að útfæra fyrir opnum tjöldum og með þátttöku allra sem gefa sig í það. Meðal þeirra efna sem þar eru rædd eru: Ný kosningalög, þjóðaratkvæðagreiðslur, siðbót, heiðarleg stjórnsýsla, faglegar ráðningar, gagnsæi í opinberum rekstri, fjárstyrkir og opið bókhald stjórnmálaflokkanna auk beins lýðræðis.

Ef þið viljið bæta stjórnkerfið og minnka spillingu innan þess, skrifið bæði undir áskorun hjá nyttlydveldi.is og skráið ykkur inn á Wiki-síðuna á lydveldisbyltingin.is til að koma ykkar hugmyndum á framfæri.
 
Lýðveldisbyltingin

mbl.is Nýtt þingframboð í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir er samur við sig

Í viðtalinu við Geir heyrði ég hann vísvitandi gera lítið úr mótmælendum. Hann sagði eitthvað á þá leið að hann skildi ekki hvaða kröfum þetta fólk vildi ná fram með ofbeldi gegn lögreglunni. Þannig kýs hann að líta fram hjá því að langflestir mótmælendur eru friðsamlegir og eru alfarið á móti öllu ofbeldi. Einnig lýsti hann furðu yfir framgöngu Hallgríms Helgasonar. Af hverju mega rithöfundar ekki mótmæla spyr ég?

Það er leitt að Geir skuli enn ekki heyra kröfurnar sem hafa dunið á honum alveg síðan í haust.

  • Við viljum nýja stjórnendur í seðlabankann.
  • Við viljum nýja stjórnendur í Fjármálaeftirlitið.
  • Við viljum að ákveðnir ráðherrar segi af sér eða ríkisstjórnina burt.
  • Við viljum kosningar í vor. 
Einnig hafa þær kröfur orðið háværari að taka þurfi stjórnkerfið algjörlega í gegn, stjórnarskrána, kosningalög og bæta gegnsæi í stjórnsýslunni. Ekkert af þessu er Geir og ríkisstjórn hans sátt við þó svo að kosningar verði líklega í vor. Fyrir nokkrum dögum lýsti Geir reyndar því yfir að það væri glapræði.

mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustum á grasrótina

Gott framtak hjá þessu fólki. Það sem ég óttast helst er að gömlu flokkarnir muni gera út fólk og styrkja í framboð til þessa stjórnlagaþings til að geta áfram þvargað og staðið í vegi fyrir nauðsynlegum endurbótum. Það verður að hlusta á grasrótina sem nú er í óða önn að semja nýjar leikreglur fyrir stjórnkerfið, sjá t.d. hér.
 
Lýðveldisbyltingin

mbl.is Hvítborðar boða Nýtt lýðveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanþingsstjórn!

Neyðarstjórn!Utanþingsstjórn strax! Flokkarnir fara nú í kosningagírinn og geta þ.a.l. ekki einbeitt sér að stjórn landsins. Þess vegna þarf forsetinn að skipa neyðarstjórn þar sem sitji virtir fræðimenn og embættismenn og sjái um að stýra þjóðarskútunni fram yfir þessar langþráðu kosningar. Alþingi myndi eftir sem áður hafa síðasta orðið.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur 3 - góður dagur.

3. degi mótmæla er lokið með mjög ánægjulegum sáttum á milli lögreglu og mótmælenda. Flestum var mjög brugðið eftir atburði næturinnar sem snerust upp í tóm ólæti, ofbeldi og algjöra vitleysu og það er ljóst að hvorki lögreglan né alvöru mótmælendur vilja að slíkt endurtaki sig.

Fámennt en góðmenntÍ dag stóð ég í nokkuð fámennum en góðum hópi um hádegisbilið og sló í pönnuna milli þess sem kaffi og kakó rann ljúlega niður. Það var gott að vera þarna, mikill hávaði í hljómsveitinni en engin togstreita. Eitthvað var samt öðruvísi, mótmælendur voru grímulausir en lögreglan með grímur. Ég heyrði ekki fyrr en síðar um daginn af hverju það stafaði og vona að slíkar ofsóknir endurtaki sig ekki.

Nú ríður á að láta helgardjammið ekki skemma fyrir þessum ótrúlegu mótmælum.


mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úðað á kvikmyndatökumann

Er enn verið að úða eitursulli yfir kvikmyndatökumenn? Ekki fæ ég betur séð á meðfylgjandi mynd en að þetta sé tökumaður frá RÚV. Sjálfur var ég vitni að því í gær þegar tökumaður frá mbl.is fékk piparúða beint í andlitið frá taugaveikluðum laganna verði. Brúsanum var beint framan í hann af 50-60 cm færi. Þetta er fólkið sem flytur almenningi fréttir. Hvernig er hægt að sætta sig við svona lagað?
 
Úðað á kvikmyndatökumann

mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græni karlinn?

Nú hefur komið í ljós að auglýsingaherferð Framsóknarflokksins frá árinu 2007 var 2 árum of snemma á ferðinni. Ég vona allavega að Sigmundur virki sem bremsa á hina karlana og herfurnar sem valdið hafa ómetanlegum og óendurkræfum spjöllum á flestum sviðum lands og þjóðar. Í kristalkúlunni minni sé ég 3 möguleika:

  1. Flokkurinn lifi ekki af næstu kosningar.
  2. Sigmundur verði skipað að segja af sér og þægari formaður tekinn inn.
  3. Sigmundur fái Framsóknarvírusinn og verði sýktur um aldur og ævi.
Sigmundur, þú leggur ekki í krossferð með tómum þjófum og mafíósum!
 
Ekkert stopp!

mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segja JÁ en meina NEI?

Framsóknarflokkurinn breytist lítið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Nú eru þeir sem sagt búnir að ákveða stefnu inn í ESB sem flestir hljóta að átta sig á að aldrei muni ganga upp. Það er vitaskuld útilokað að ganga til samninga með öll þessi skilyrði og fyrirfram ljóst að enginn samningur muni nást á þeim forsendum.

SÍS eða ESB?ESB sinnar hljóta að vilja kjósa flokk sem treystandi er til að gera góðan aðildarsamning út frá raunhæfum samningsmarkmiðum. ESB andstæðingar munu hins vegar væntanlega snúa sér annað heldur en að greiða atkvæði með flokki sem að nafninu til er hliðhollur ESB aðild.


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband