Framsóknarvírus

Það er nokkuð skuggalegt að sjá nýjan formann Framsóknarflokksins hafa tileinkað sér forna (ó)siði áður en hann tekur sæti á Alþingi. Flestir vissu að innihaldið var óbreytt þó svo að umbúðirnar væru endurnýjaðar en mér hefði ekki dottið í hug að vírusinn væri svo skaðlegur að hann breytti ungum hugsjónarmönnum í forpokuð gamalmenni á 3-4 mánuðum.

Bindisskyldu lokiðSíðast þegar fréttist báru einungis 13 prósent þjóðarinnar virðingu fyrir Alþingi og þeim sem þar sitja. Ég held að Tryggvi Þór og flokksbræður hans hefðu betur mátt einbeita sér að annars konar bindisskyldu!


mbl.is Þingmenn læra góða siði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þarf marga þingmenn til að ...??

Sjóður 9Ég sé að það þykir fréttnæmt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér saman um nýjan þingflokksformann. Skyldi það vera það eina sem 16 þingmenn hans á fullum launum hafa komið í verk síðan 25. apríl?

Þinghópur Borgarahreyfingarinar var tilneyddur að velja sér þingflokksformann en taldi það ekki fréttaefni. Lesið hér um álit okkar fólks á óþörfum yfirstéttar- og hirðsiðum á nýjum vinnustað.

Borgarahreyfingin með sína 4 þingmenn virðist allavega frá mínum bæjardyrum séð fara mun öflugri af stað en Sjálfstæðisflokkurinn með sína 16:

www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/04/furda_sig_a_ummaelum_radherra

www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/05/05/adgerdir_rikisstjornar_ganga_of_skammt

www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/06/kvarta_til_esa_vegna_orkuverds 

www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/06/setja_thrju_skilyrdi_fyrir_esb_vidraedum 

Til hvaða örþrifaráða skyldi Sjálfstæðisflokkurinn annars grípa til að tefja ESB umræðuna og lýðræðisumbætur?

 


mbl.is Illugi þingflokksformaður sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferskir vindar

Samfylking og VG gengu samstíga til kosninga. Látið var líta út fyrir að lítill sem enginn ágreiningur væri um helstu stefnumál þó svo að allir með fullri meðvitund hafi vitað að himinn og haf bæri á milli í ESB málinu.

Nú hafa steingerðir leiðtogar þessara flokka setið á leynifundum í rúma viku og lítið sem ekkert látið eftir sér hafa um framgang stjórnarmyndunarviðræða. Þó gaf heilög Jóhanna sér augnablik til að senda þjóðinni kaldar kveðjur og hóta því að aðgerðum gegn óréttlætinu (greiðsluverkfalli) yrði mætt af fullri hörku og að fólk sem þannig krefðist almennra mannréttinda yrði sett út í kuldann.

Ég ætla rétt að vona að Jóhanna fari ekki sömu leið og Ingibjörg Sólrún að telja þá sem gagnrýna stefnu stjórnvalda ekki hluta af þjóðinni. Hún virðist allavega lítinn lærdóm hafa dregið af Búsáhaldabyltingunni þar sem m.a. var krafist lýðræðisumbóta, gagnsæi og heiðarlegrar stjórnsýslu auk uppgjörs við spillta fortíð. Sem betur fer mun Borgarahreyfingin sjá til þess að Jóhanna og Steingrímur haldi jarðsambandi við þjóðina sem kaus þau enn eina ferðina á þing. Samtals hafa þau tvö setið 57 ár á Alþingi!


mbl.is Aðgerðir ríkisstjórnar ganga of skammt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfellisdómur

Það er auðvitað áfellisdómur yfir kosningalögunum og flokkakerfinu á Íslandi að ÖSE hafi séð ástæðu til að hafa eftirlit með kosningunum hér. Flokkarnir á Alþingi settu sjálfir leikreglurnar og tóku eigin hagsmuni fram fyrir lýðræðislega almenningshagsmuni. Nefnum nokkur dæmi:

  • 5% þröskuldurinn gerir nýjum framboðum illmögulegt að ná mönnum inn á þing, einfaldlega vegna þess að hann er notaður sem áróðurstæki gegn þeim. Skoðanakannanir eru sjaldan nýjum framboðum mjög hjálplegar og stöðugt hamrað á að nýliðar eigi litla möguleika.
  • Starfandi flokkar á þingi mylja undir sig hundruði milljóna af almannafé, m.a. til að heyja kosningabaráttu sína á meðan að ný framboð fá ekki krónu til að kynna sín mál. Hvers vegna í ósköpunum fá stærri flokkar meiri ríkisstyrki en hinir minni?
  • Utankjörfundaratkvæðagreiðslur hefjast mörgum vikum áður en frestur til að skila framboðum er útrunninn. Þeir sem kjósa utankjörfundar snemma eru því augljóslega að kjósa gömlu flokkana.
  • Farið er inn á elliheimili með atkvæðaseðla og einnig deildir þar sem heilabilað fólk býr. Þetta fólk er látið kjósa og vitaskuld kýs það eins og það var vant.
  • Yfirkjörstjórnir eru skipaðar af Alþingi og þar sitja í mörgum tilfellum pólitískir varðhundar. Þeirra hlutverk er m.a. að gera nýjum framboðum erfitt fyrir eins og sannaðist fyrir nokkrum dögum þegar sumar kjörstjórnir settu fót fyrir nýju framboðin.
  • Kjördæmaskipan gerir nýjum framboðum einnig mjög erfitt fyrir. Til að eiga raunhæfa möguleika á árangri þarf að bjóða fram í öllum kjördæmum en landsbyggðarfólk er í eðli sínu tortryggið og erfitt að ná til þess þar sem fjarlægðir eru miklar.
  • Sitjandi stjórnmálamenn eru á fullum launum frá ríkinu í sinni kosningabaráttu, stundum með bíla frá ríkinu, á meðan að nýliðar þurfa að taka sér frí úr vinnu og útvega sér fé eftir öðrum leiðum.
  • Ríkisútvarpið mismunar nú framboðum með því að hafa engar kynningar á þeim líkt og tíðkast hefur í fyrri kosningum. Þetta veldur því að þeir sem fjármagnið hafa kynna sig með auglýsingum en hinir ekki. Í flestum ríkjum sem við berum okkur saman við eru auglýsingar frá stjórnmálaflokkum bannaðar síðustu vikurnar fyrir kosningar.

Þá er ótalið hreint og klárt svindl sem sögur fara af; kjörkassar sem tínast, minnihlutahópum boðin greiðsla fyrir atkvæðin, hótanir og fl. Sjaldnast er hægt að sanna neitt af þessu en orðrómurinn vekur vissulega upp grunsemdir.

 

Kjósum breytingar X-O.


mbl.is ÖSE í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BULL

"Aldrei stóð til að þingframboð fengju gjaldfrjálsa kynningu í Sjónvarpinu."

Þetta hljómar einkennilega í mínum eyrum því að 27. mars sl. talaði ég sjálfur við fulltrúa RÚV í síma og fékk þær upplýsingar að 10 mín. gjaldfrjáls kynning stæði öllum flokkum til boða. Það var að vísu tekið fram að frumkvæði ætti að koma frá þeim sjálfum og að sett væru skilyrði um að meirihluti framboða vildu taka þátt.

Í framhaldi af þessu hafði ég samband við fulltrúa allra hinna flokkanna og fékk jákvæðar undirtektir frá D, L, F og P. Framsókn var hlutlaus en Samfylking og VG fremur neikvæð. Ég spurði hvernig stæði á því að vinstri flokkarnir ætluðu að afþakka ókeypis kynningu í Sjónvarpinu en lítið var um svör.

Það stenst því illa sem Ingólfur Bjarni fullyrðir og er vissulega yfirklór yfir það að Ríkisútvarpið stendur sig illa í að uppfylla skyldur sínar samkvæmt útvarpslögum en 9. gr. hljómar svona:

9. gr. Lýðræðislegar grundvallarreglur.
Útvarpsstöðvar skulu í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Þeim ber að virða tjáningarfrelsi og stuðla að því að fram komi í dagskrá rök fyrir mismunandi skoðunum í umdeildum málum. Þó skal útvarpsstöð, sem fengið hefur útvarpsleyfi í þeim yfirlýsta tilgangi að beita sér fyrir tilteknum málstað, vera óskylt að flytja dagskrárefni sem gengur í berhögg við stefnu stöðvarinnar.

Í þá gömlu góðu daga...Reyndar finnst mér Sjónvarpið eiga verulega bágt í þessari kosningabaráttu því að Borgarafundir í beinni útsendingu eru algjörlega misheppnaðir. Ekki er nóg með að leikmynd og umgjörð sé endurnýtt frá árinu 2007, heldur eru spurningar það einnig. Þess virðist vandlega gætt að ræða ekki mál eins og persónukjör, misjafnt atkvæðavægi, kjördæmaskipan, stjórnarskrárbreytingar, lýðræðisumbætur, þjóðaratkvæðagreiðslur, gagnsæi í stjórnsýslu, faglegar ráðningar og fleiri grundvallarmál sem Borgarahreyfingin er með á stefnuskrá sinni. Í stað þess hljóma sömu gömlu frasarnir: Hvað ætlið þið að skapa mörg störf? Ætlið þið að hækka skatta? Hvernig á að spara í heilbrigðiskerfinu? Frambjóðendurnir yfirbjóða hvern annan og lofa upp í báðar ermar eins og ekkert sé sjálfsagðara.

 

X-O fyrir þá sem trúa ekki bullinu.


mbl.is Gjaldfrjáls kynning hjá RÚV stóð ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk refskák?

8,1 % hjá Reykjavík norður í dag og ennþá 10 dagar til kosninga. Sumar skoðanakannanir sýna enn meira fylgi en þessi þó sýnu mest! Skákmenn eru augljóslega réttsýnir.

Annars finnst mér þessi kosningabarátta bera fullmikinn keim af hraðskák. Það eru brögð og leikfléttur og sífellt styttist tíminn að leikslokum. Skyldi leynast eitrað peð í liði andstæðingsins?

Pólitísk refskák?

 

 

X-O


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáið og heyrið í fólkinu á bak við XO

Það er afrek út af fyrir sig að klára alla framboðslista Borgarahreyfingarinnar. 126 frambjóðendur víðs vegar um landið hafa lagt nafn sitt við stefnumál hreyfingarinnar og raunar enn fleiri því að færri komust að en gáfu kost á sér. Sjáið og heyrið í nokkrum þeirra hér fyrir neðan. Þar má sjá Herbert, Lilju, Þór, Birgittu, Gunnar, Baldvin, Jóhann og Margréti.

 

 

Hér eru svo nöfn efstu fimm í hverju kjördæmi:

Reykjavík Norður
1. Þráinn Bertelsson, rithöfundur.
2. Katrín S. Baldursdóttir, listakona.
3. Jóhann Kristjánsson, rekstrarhagfræðingur.
4. Anna B. Saari, kennari.
5. Sigurður Hr. Sigurðsson, hljóðmaður.

Reykjavík Suður
1. Birgitta Jónsdóttir, skáld.
2. Baldvin Jónsson, námsmaður.
3. Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur.
4. Hannes I. Guðmundsson, lögfræðingur.
5. Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur.

Suðvestur (Kraginn)
1. Þór Saari, hagfræðingur.
2. Valgeir Skagfjörð, leikari.
3. Ingifríður R. Skúladóttir, vörustjóri.
4. Ragnheiður Fossdal, líffræðingur.
5. Sigríður Hermannsdóttir, líffræðingur.

Norðvestur (NV)
1. Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
2. Lilja Skaftadóttir, framkvæmdastjóri.
3. Guðmundur A. Skúlason, rekstrarfræðingur.
4. Ingibjörg S. Hagalín, húsmóðir.
5. Þeyr Guðmundsson, verkamaður.

Norðaustur (NA)
1. Herbert Sveinbjörnsson, kvikmyndagerðarmaður.
2. Björk Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri.
3. Hjálmar Hjálmarsson, leikari.
4. Ragnhildur A. Hjartardóttir, námsmaður.
5. Rakel Sigurgeirsdóttir, kennari.

Suður
1. Margrét Tryggvadóttir, ritstjóri/rithöfundur.
2. Jón Kr. Arnarson, verkefnastjóri.
3. Hildur Harðardóttir, leiðsögumaður.
4. Ragnar Þór Ingólfsson, verslunarmaður.
5. Þórhildur Rúnarsdóttir, sérfræðingur.

 

Borgarahreyfingin XO fyrir lýðræði gegn flokksræði!


mbl.is Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bruðl og vanhæfi

Það fær hárin til að rísa á höfðinu á fólki að sjá hvernig rekstri stjórnmálaflokkanna hefur verið háttað. Þrátt fyrir hundruði milljóna framlög úr ríkissjóði tekst engum þeirra að halda rekstrinum nálægt núllinu. Á árinu 2007 voru allir flokkarnir með tölu reknir með tugmilljóna tapi og í tilfelli Samfylkingarinnar um 85 milljónir!

Hvernig á fólk að geta treyst þessum flokkum til að stjórna þjóðarbúinu þegar þau geta ekki einu sinni komist klakklaust frá eigin rekstri á hápunkti gróðærisins?

Borgarahreyfingin fær ekki krónu með gati frá opinberum aðilum og þarf að horfa í hverja einustu krónu sem eytt er í kosningabaráttunni. Það er vissulega bæði ólýðræðislegt og ósanngjarnt en samt sem áður hollt veganesti fyrir hugsjónafólk sem vill sjá breytingar í stjórnkerfinu. Það getur allavega enginn kennt Borgarahreyfingunni um að hafa þegið fé fyrir sérstakar fyrirgreiðslur eða mútur eins og það kallast í flestum öðrum löndum.

 

X-O gegn flokksræði


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

85 milljón króna tap á einu ári!

Mig langar rétt að minnast á það hróplega misrétti sem ríkir í stjórnmálum á Íslandi. Hér má sjá einhverjar rekstrartölur úr bókhaldi Samfylkingarinnar fyrir árið 2007, þó ekki sundurliðuð framlög frá einstaklingum eða sveitarfélögum. Þetta er eftir að reglur tóku gildi um 300 þúsund kr. hámarksupphæð styrkja frá einum og sama aðila eða fyrirtæki.

Í úrdrættinum kemur fram að framlög frá einstaklingum voru um 15 milljónir og svipuð upphæð kom frá sveitarfélögum. Lögaðilar styrktu Samfylkinguna um 23,5 milljónir og ríkið um heilar 129 milljónir!! Samt sem áður skilaði þessi "ábyrgi" stjórnmálaflokkur tæplega 85 milljón króna tapi á árinu!!!

Borgarahreyfingin er nú í kosningabaráttu þar sem hún leggur höfuðáherslu á gagnsæi, minna flokksræði, bætta stjórnsýslu, almennar lýðræðisumbætur, stjórnlagaþing með þátttöku almennra borgara, gagngera rannsókn á efnahagshruninu sem sakamál og markvissar aðgerðir til bjargar heimilum í landinu. Til að kynna sig og sín mál fær hreyfingin 0 kr. frá ríki og sveitarfélögum og styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum sem varla ná mikið yfir 1 milljón samanlagt. Auk þess þarf Borgarahreyfingin að keppa við þröskulda sem fjórflokkurinn hefur laumað inn í stjórnarskrá lýðveldisins til þess að tryggja betur stöðu sína.

Ég hvet alla kjósendur til að kynna sér baráttumál Borgarahreyfingarinnar X-O og reyna að hrista upp í gamla flokkakerfinu. Það er því miður víða pottur brotinn í stjórnkerfinu okkar.


mbl.is Samfylking opnar bókhaldið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Göngum hreint til verks!?

Þetta stóð stórum stöfum á mbl.is þegar ég settist við tölvuna rétt í þessu. GÖNGUM HREINT TIL VERKS!!! Slagorðið fyrir kosningarnar 2007 entist þó allavega í 1 ár. Hvaða eyðimerkurganga skyldi það vera sem boðuð er í auglýsingum Sjálfstæðisflokksins núna?
 
 
X-O

mbl.is Upplýsir ekki hverjir leituðu styrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband