9.5.2011 | 10:08
Hugmyndir um Þingvelli
Þar sem að fólk virðist oft á tíðum frekar vilja hjóla í manninn en ræða hugmyndir og málefni, langar mig að heyra hvað ykkur finnst um framtíð Þingvalla.
Þráinn Bertelsson sagði í símaviðtali á Morgunútvarpi Rásar 2 rétt áðan að hann vildi að frá og með 100 ára lýðveldisafmælinu yrðu einungis leyfðar byggingar innan þjóðgarðsins í eigu ríkisins eða hins opinbera. Innan marka þjóðgarðsins eru töluvert margir sumarbústaðir, líklega ekki færri en 100, flestir í einkaeigu. Ekki nefndi Þráinn hvað hann teldi réttast að gera við öll þessi hús, hvort þau ætti að rífa eða hvort ríkið tæki þau eignarnámi. Sum þeirra hafa menningarsögulegt gildi, t.d. sumarhús það sem Ólafur Thors lét reisa, en sum önnur geta vart flokkast öðruvísi en sem glæsivillur "óráðssíumanna". Nú ef ríkið tæki þau eignarnámi, yrði þá ekki einmitt til það sem Þráinn virðist óttast mest, einhvers konar sumarbústaðaleiga fyrir forréttindastéttina í landinu?
Það sem mér finnst mest aðkallandi að bæta á Þingvöllum er átakanlegur skortur á þjónustu við ferðamenn. Maður skyldi ætla að í helsta þjóðarstolti landsmanna sé að finna amk. einn frambærilegan veitingastað þar sem hægt væri að borða þingvallableikju og fá sér kaffi með útsýni við hæfi. Það eina sem ferðamönnum býðst í dag er pylsu- og samlokusala í dæmigerðum sjoppustíl. Vart er hægt að ímynda sér meira fráhrindandi greiðasölu en þessa.
Hvers vegna er ekki fyrir löngu búið að ákveða hvað kemur í stað Valhallar sem brann sumarið 2009? Ef einhver dugur væri í Þingvallanefnd, stjórnvöldum og þjóðgarðsverði væri nú þegar búið að koma þar upp glæsilegum stað sem félli vel að umhverfinu og hægt væri að kaupa sér veitingar við hæfi. En líklega er pólitískur ágreiningur um þetta eins og allt annað.
![]() |
Óstarfhæf nefnd án afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2011 | 15:15
Þau tíðkast hin breiðu spjótin
![]() |
Þráinn fer hörðum orðum um Þorgerði Katrínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2011 | 19:00
Hvorki Vinstri né Grænir
Ég ætla nú ekki að hafa mörg orð um skoðanir míns gamla félaga, Þráins Bertelssonar á nýjum vinum sínum í fjórflokknum. Þráinn sýndi kjósendum sínum fingurinn þegar hann gekk til liðs við "Hvorki Vinstri né Græna". Það kæmi mér því varla á óvart þótt hann byði villuráfandi félögum sínum í VG upp á svipaðar trakteringar.
VG er orðið að skrípi sem skreytir sig með fölskum fjöðrum. Það geta engir róttækir vinstri menn eða raunverulegir umhverfissinnar með sjálfsvirðingu kosið þetta lygabandalag. Þó tók steininn úr þegar umhverfisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni að villtir ísbirnir í friðlandi á Íslandi væru réttdræpir. Mikil er virðing þessa fólks fyrir villtri náttúru á norðurslóðum!
![]() |
Styður ekki Jón sem ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2011 | 13:00
Það birtir upp um síðir
Það verður líklega ekkert áhlaupaverk hjá starfsmönnum ESA að setja sig inn í stöðu neytendalána á Íslandi. Flækjustigið er hátt og margir opinberir aðilar hafa blandað sér með einum eða öðrum hætti í framvindu málsins. Einnig má búast við því að embættismenn í Brussel trúi vart sínum eigin augum þegar þeir sjá hvernig íslensk stjórnsýsla fer með vald sitt og hvaða lánakjör eru í boði fyrir íslenskan almenning.
Það eitt að Eftirlitsstofnun EFTA tók sér ekki nema viku til að skoða eðli kvörtunarinnar og fallast á að hefja rannsókn, hlýtur að gefa ástæðu til aukinnar bjartsýni hjá þeim mikla fjölda fólks sem virðist forsmáð af fjármálafyrirtækjum, stjórnvöldum og opinberum stofnunum hér á landi.
Svarbréf ESA má kynna sér hér.
![]() |
ESA svarar hagsmunasamtökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2011 | 10:17
Delirium ministerium
Í fréttum Stöðvar 2 sl. þriðjudag var Árni Páll Árnason spurður út í mögulega skaðabótaskyldu ríkisins vegna hinna ólögmætu gengistryggðu lána í tilefni þess að um 1.000 einstaklingar höfðu staðið að mjög ítarlegri kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA):
Fréttamaður: "Óttastu niðurstöðu ESA?"
Ráðherra: "Nei, ég eiginlega fæ það nú ekki alveg til að ganga upp hvað verið er að horfa til þar því að kvörtunin hún snýr að ákvörðunum Hæstaréttar um það með hvaða hætti vextir voru ákvarðaðir, og niðurstöðu Hæstaréttar að því leyti. Ég get ekki fengið það til að ganga upp að það eigi að baka ríkinu bótaskyldu. Löggjafinn á ekkert val um neitt annað en að fylgja fordæmi Hæstaréttar. Það er ekki þannig að löggjafinn geti tekið aðrar ákvarðanir en Hæstiréttur tekur."
Ég leyfi mér að vitna í ágætan lögmann sem horfði furðu lostinn á þetta viðtal og skrifaði að því loknu:

"Svo að lokum talar hann um að ákvörðun Hæstaréttar geti ekki bakað ,,ríkinu" bótaskyldu ------ veit maðurinn ekki að dómsvaldið sé einn af þremur örmum ríkisvaldsins?"
![]() |
Gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)