5.2.2009 | 14:04
Nýir möguleikar
Það er augljóst mál að við eigum hauka í horni á mikilvægum stöðum innan ESB. Ekki er alveg víst að svo verði ef beðið verður með ákvörðun um aðildarviðræður.
Andstæðingar ESB á Íslandi, Heimssýn og LÍÚ eru óþreytandi að benda á hugsanlegan fórnarkostnað ef Ísland fengi fulla aðild. Af hverju minnast þeir aldrei á kostina?
Nýlega var ég í fríi á Kanaríeyjum. Víða á eyjunum (Tenerife og La Palma) sá ég skilti sem sýndu framlag ESB til uppbyggingar á ýmsum sviðum. Ég tók nokkrar myndir af þeim til gamans sem hér má sjá fyrir neðan. Þar eru lagðir vegir og byggðir flugvellir með framlagi frá ESB. Þar eru þjóðgarðar og náttúruminjar sem styrkir frá ESB gera kleift að veita fólki aðgang að án þess að það beinlínis eyðileggi svæðin. Á hæsta toppi eyjunnar La Palma í 2400 metra hæð var meira að segja byggður stærsti stjörnusjónauki í Evrópu, William Herschel telescope með þátttöku ESB.
Einn vonarpeningur Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson sagði nýlega:
"Rekstur sem byggist á styrkjum hefur lítið frumkvæði og lítinn lífsvilja. Styrkir einfaldlega drepa í dróma. Áherslur sveitarfélaga eiga að vera skýrar. Þær snúast um að vernda hag fjölskyldna í landinu og skapa fyrirtækjum aðstæður til þess að vaxa og dafna."
Ég verð að játa að ég botna ekkert í svona málflutningi. Júlíus talar í tómum þversögnum og hefur greinilega lítið lært af afdrifaríkum mistökum Sjálfstæðismanna á undanförnum árum. Ef hann virkilega trúir enn að lögmálum markaðarins sé best treystandi fyrir allri atvinnusköpun og frumkvæði, til hvers situr hann þá sjálfur í borgarstjórn?
![]() |
Olli Rehn stendur fast á sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2009 | 12:12
Tákn um helsi?
Skyldi forstjóri Toyota hafa hugsað málið til enda áður en hann sagði Halldóri upp? Núna er hann búinn að skapa fyrirtækinu mjög illt umtal og ætti að sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar. Ég skora á fólk að senda tölvupóst til Toyota, forstjórans, starfmannastjórans og aðaleigandans.
Forstjóri: ulfar.steindorsson@toyota.is
Starfsmannastjóri: fanny.bjarnadottir@toyota.is
Aðaleigandi: magnus.kristinsson@toyota.is

![]() |
Bloggari rekinn fyrir skrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 00:55
Á að láta stjórnmálaflokka draga úr völdum stjórnmálaflokka?
Það hvarflar nú helst að manni að þessi ríkisstjórn ætli alls ekki að breyta kosningalögum. Í núgildandi lögum, grein 82 stendur m.a.:
"Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til. Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans."
Þetta er eitt best geymda leyndarmál stjórnmálaflokkanna - aldrei minnst á það í kynningum fyrir kosningar. Mér sýnist að hugmyndir ríkisstjórnarinnar gangi nú ekki mikið lengra en núgildandi lög. Hvað með að geta kosið einstaklinga þvert á flokka? Hvað með 5% regluna og jafnræði framboða? Hvað með kjördæmaskipan og misvægi atkvæða? Hvað með ójafna styrki til stjórnmálaflokka? Ný framboð fá hreint enga styrki. Af hverju skyldum við treysta stjórnmálaflokkum til að setja lög um stjórnmálaflokka?
Hér má sjá öllu framsæknari hugmyndir um breytingar.
![]() |
Opnað fyrir persónukjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 10:27
Að "snapa styrki"
Mér gengur illa að skilja það hvernig margir Sjálfstæðismenn hugsa. Minn ágæti gamli vinur Júlíus Vífill virðist ekki vera nein undantekning á því. Hann sér það sem galla að það skapist ný störf hjá sveitarfélögunum við að "snapa styrki í Brussel" eins og hann kýs að kalla það.
Nýlega var ég í fríi á Kanaríeyjum. Víða á eyjunum (Tenerife og La Palma) sá ég skilti sem sýndu framlag ESB til uppbyggingar á ýmsum sviðum. Ég tók nokkrar myndir af þeim til gamans sem hér má sjá fyrir neðan. Þar eru lagðir vegir og byggðir flugvellir með framlagi frá ESB. Þar eru þjóðgarðar og náttúruminjar sem styrkir frá ESB gera kleift að veita fólki aðgang að án þess að það beinlínis eyðileggi svæðin. Á hæsta toppi eyjunnar La Palma í 2400 metra hæð var meira að segja byggður stærsti stjörnusjónauki í Evrópu, William Herschel telescope með þátttöku ESB.
Mér finnst það hreinlega jaðra við forpokuðustu trúarbrögð að líta á markaðslögmálin sem upphaf og endi alls í jarðríkinu. Júlíus Vífill segir: "Rekstur sem byggist á styrkjum hefur lítið frumkvæði og lítinn lífsvilja. Styrkir einfaldlega drepa í dróma. Áherslur sveitarfélaga eiga að vera skýrar. Þær snúast um að vernda hag fjölskyldna í landinu og skapa fyrirtækjum aðstæður til þess að vaxa og dafna."
Ég fæ ekki betur séð en að Júlíus tali í tómum þversögnum og hafi lítið lært á afdrifaríkum mistökum Sjálfstæðismanna við stjórn landsins á undanförnum árum. Ef hann virkilega trúir enn að lögmálum markaðarins sé best treystandi fyrir allri atvinnusköpun og frumkvæði, til hvers situr hann þá sjálfur í borgarstjórn?
![]() |
Styrkir drepa í dróma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2009 | 16:45
"Óskiljanleg pólitísk heimska"
Ef svo margir Íslendingar telja réttlætanlegt að hefja hvalveiðar væri ekki úr vegi að þeir hugleiði það sem fram kemur í þessum ágæta pistli Arthúrs Björvins Bollasonar frá Þýskalandi um íslenska bankakerfið sem fluttur var á Rás 1 í gær. Í lokin sagði Arthúr:
"Því er svo við að bæta að það andaði raunverulega köldu í fyrsta sinn í gerð Íslendinga í þýskum fjölmiðlum þegar þær fregnir bárust að nú væri ætlunin að hefja hvalveiðar að nýju. Fjölmiðlar hér voru sammála um að þetta væri köld gusa framan í ýmsar vinaþjóðir Íslendinga og óskiljanleg pólitísk heimska, einkum við þær aðstæður sem nú ríkja."
Það er umhugsunarefni að svo stór hluti þjóðar sem misst hefur allt traust frændþjóða vilji halda áfram á svipaðri braut.
![]() |
Meirihluti fylgjandi hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2009 | 15:56
Ó-hreinsanir
Birgir Ármannsson er geirfugl. Hann er sú tegund stjórnmálamanna sem nú eru í bráðri útrýmingarhættu.
"Þetta er einsdæmi held ég í íslenskri sögu, allavega á síðustu árum, að ný ríkisstjórn komi til valda og tali um hreinsanir með þessum hætti og mér finnst það hafa svona frekar ógeðfelldan blæ á sér."
Ef það er hreinsun að setja af óhæfa pólitískt ráðna embættismenn hvað kallast það þá að koma þeim til valda? Óhreinkun eða óhreinsanir?
![]() |
Pólitískar hreinsanir og heift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)