Nafnlaus áróður

BáxítnámaFyrirbærið atvinnuskopun.net á Suðurnesjum hefur sent frá sér pistil þar sem mótmælt er nokkrum fullyrðingum náttúruverndarsamtaka um fyrirhugað álver í Helguvík og orkuöflun fyrir það. Hjá fyrirbærinu kveður við kunnuglegan tón þar sem lítið er gert úr varnaðarorðum vísindamanna og talað niður til náttúruverndarfólks í niðrandi tón. Undir þennan pistil skrifar "Stjórn atvinnusköpunar.net" en við leit á heimasíðunni þeirra kemur ekkert fram um það hverjir standa á bak við fyrirbærið.

Það er ekki laust við að þetta rifji upp óskemmtilegar endurminningar í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar og álversins á Reyðarfirði. Þar var markvisst gert lítið úr öllum sem gagnrýndu framkvæmdirnar og jafnvel gert áhlaup á fundi náttúruverndarsamtaka til að hindra þau í að senda frá sér ályktanir. 


mbl.is Segja yfirlýsingu náttúruverndarfólks furðulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Geirsson

Sama gamla aðferðafræðin.
Ef þú ert ekki sammála þá ert þú asni og reyndu að afsanna það.

Meðan verið var að brjóta niður lög í Californiuríki sem gerðu kröfu á bílaframleiðendur að bjóða uppá rafmagnsbíla . . Já 1996 - 2003 buðu nánast allir bílaframleiðendur uppá rafmagnsbíla en bara í Calf. því lögin voru bara þar  þá gerðu olíufélögin og bílaframleiðendur út samtök sem voru að gagnrína rafmagnsbílinn, rafmengun osfrv. . . flottir þessir kallar eða hvað.

Þorvaldur Geirsson, 20.11.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband