Endurvinnsla

Ég horfði á svonefndar Leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi, fyrsta þáttinn af mörgum í kosningabaráttunni. Yfirleitt er ég hlyntur endurvinnslu en þó á það tæpast við í þetta sinn. RÚV notast við sömu leikmynd, hönnun, framsetningu og umsjónarmenn og fyrir 2 árum síðan. Meira að segja innihald og uppbygging var svipuð, rétt eins og ekkert hafi í skorist.

http://www.flickr.com/photos/vilhjalmurhallgrimssonhttp://www.flickr.com/photos/vilhjalmurhallgrimssonMaður hlýtur að klóra sér í kollinum yfir því að þrátt fyrir heilt efnahagshrun, gjaldmiðilshrun, trúverðugleikahrun og þjóðfélagshrun séu stjórnmálamenn enn að ræða sömu gömlu málin á sama hátt rétt eins og ekkert hafi breyst. Sömu spurningar og sömu svör. Eða voru það nokkur svör?

Ekki var minnst á nýtt lýðveldi, þjóðaratkvæðagreiðslur, faglega stjórnsýslu, gagnsæi, lýðræðisumbætur, stjórnlagaþing, persónukjör, þrískiptingu valds, rannsóknina á bankahruninu, skuldastöðu Íslands, uppgjörið við útrásina eða hvernig byggja á upp traust meðal annarra þjóða. Það var meira að segja skokkað létt yfir gjaldmiðilsumræðuna og ESB á svipaðan hátt og Sjálfstæðisflokkurinn og VG gerðu á landsfundum sínum. Þyrfti ekki að endurnýja stýrikerfið hjá hjá þessu fólki?

Eini maðurinn sem talaði mannamál var Þór Saari, talsmaður frá Borgarahreyfingunni sem svaraði spurningum fréttamanna skýrt og undanbragðalaust. Þannig fólk vantar inn á þing, ekki eintóma flokkshesta.

 

X-O Þjóðin á þing



mbl.is RÚV verður eitt um hituna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég horfði ekki á þennan þátt og hef takmarkaðan áhuga. Hinsvegar fylgist ég hryggur með skoðanakönnunum, þar virðist koma skýrt fram að íslendingar vilja aðeins merkjavöru, þ.e. gömlu flokkana. Byltingarsinnar og mótmælendur virðast hafa að mestu verið VG fólk, eins og DO benti á. Því eina sjáanlega breytingin er smá sveifla er í átt að jafnaðarmennsku. Meira að segja ónytj eins og Framsóknarflokkurinn er með álíka tölur og fyrr. Hvað þarf eiginlega að gerast til að almenningur vilji raunverulegar breytingar í stjórnarfarinu? ..CTRL-ALT-DEL. Í stað þess að láta sér nægja fjölmiðlavaselín og staðnað froðusnakk. 

Ég ætla þó samt að kjósa X-O hvað sem tautar og raular. Það er sá listi sem kemst næst mínum sannfæringum og vonandi fæ ég svo einhverntímann að kjósa einstaklinga í stað lista, hvort sem það verður fyrir tilstuðlan VG, XO eða annarra. 

Albert Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Eina sem var nýtt í þessum þætti var Þór Saari, hitt var gamalst vín á tja bættum belgjum, að vísu var gaman að heyra í Ástþóri en hann getur ekki talist nýr.

Arinbjörn Kúld, 4.4.2009 kl. 12:59

3 identicon

Þetta er besta úttekt á þættinum sem eg hef séð hingað til. Tek undir að einu nýmælin voru Þór Saari. Eftir þáttinn er eg sannfærður um að framboð Borgarahreyfingarinnar mun rjúfa 5% múr fjórflokksins og koma fólki á þing.

Óska Borgarahreyfingunni til hamingju með að afhjúpa undarnbröðg Samfylkingarinnar og Vg.  í sambandi við persónukjörið.

Framganga Jóhönnu og Steingríms í málinu eru ekki aðeins svik við kjósendur. Það er hreinlega hneyksli að láta útbúa fyrir sig rakalausa álitsgerð til þess að koma svikunum í kring:

http://www.borgarahreyfingin.is/2009/04/02/lyðræðiskrafa-borgarahreyfingarinnar-um-breytingar-a-kosningalogum-er-til-að-auka-ahrif-almennra-kjosenda-i-kosningum/

Rómverji (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 18:46

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þór Saari var góður í þættinum, hinir slakari og Ástþór eins og venjulega uppvöðslusamur.  Ég þoli hann ekki   Svo var einum frambjóðanda vísað burt, vegna ölvunar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2009 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband