Ó-hreinsanir

GeirfuglBirgir Ármannsson er geirfugl. Hann er sú tegund stjórnmálamanna sem nú eru í bráðri útrýmingarhættu.

"Þetta er einsdæmi held ég í íslenskri sögu, allavega á síðustu árum, að ný ríkisstjórn komi til valda og tali um hreinsanir með þessum hætti og mér finnst það hafa svona frekar ógeðfelldan blæ á sér."

Ef það er hreinsun að setja af óhæfa pólitískt ráðna embættismenn hvað kallast það þá að koma þeim til valda? Óhreinkun eða óhreinsanir?


mbl.is Pólitískar hreinsanir og heift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það sem þjóðin þráði var auðvitað að nýja ríkisstjórnin segði að hér væri allt svo hreint og fínt að tiltekt væri algjör óþarfi 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 16:15

2 identicon

Hvaða brot hafa þessir embættismenn framið? Hvað skyldi BSRB forystan segja um svona hreinsanir á umbjóðendum sínum?

Palli (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:29

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Biturðin er bara svo langlíf í Sjálfstæðisflokknum. Hún síðan breytist í hatur og síðan í ofsóknir eins og hefur sýnt sig.  Nei í alvöru þá held ég að þeir eigi bágt. Hvers vegna vill fólk breytingar strax og knýja á um það með kröftugum mótmælum: Jú, vegna þess að fólkið vill breytingar, hreinsa út og einmit gera það með þeim hætti sem sjálfstæðisstrákunum geðjast ekki.   Barnalegir eru þeir. Maður skammast sín fyrir að hafa haft svona fólk í forsvari fyrir íslenskum stjórnmálum.

http://www.formosus.blog.is/blog/formosus/entry/793670/

Baldur Gautur Baldursson, 4.2.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband