Enn vilja kaupmenn ráða

Ég velti því fyrir mér hvort að það sé ekki löngu tímabært að setja spurningarmerki við hagsmuni þessa óánægðu kaupmanna við Laugaveginn. Það eru jú þeir sem vilja viðhalda bílaumferð við helstu miðbæjargötu Reykjavíkur. Þeim finnst alveg í lagi að takmarka hljólreiðar. Það eru sumir kaupmenn sem vilja rífa gömul hús og byggja stærri, líklega til að auka verðmæti fasteigna sinna. Það eru kaupmenn sem telja sig ráða því hvernig miðbærinn okkar er skipulagður. 

Það er einfaldlega kominn tími til að gera Laugaveginn að göngugötu. Það á að leggja áherslu á endurbyggingu eldri húsa og leggja drög að því að alls konar skemmtileg verslun og önnur starfsemi þrífist í húsunum. Það þarf hugsa um að skapa betri aðstæður fyrir miðbæjarmannlíf, bæði íbúum, ferðamönnum og öðrum borgurum til ánægju. Hverjum dettur í hug að stanslaus bílaumferð dragi að sér iðandi mannlíf?

Varðandi grunninn að Laugavegi 74 er það ljóst að þarna eru svokallaðir niðurrifsverktakar enn eina ferðina að fara ósvífna leið til að ávaxta sitt fé. Þeir þóttust ætla að byggja nýtt hús í stað þess gamla sem væri útlitslega mjög svipað en talsvert stærra inn í lóðina. Nú er hins vegar ljóst að þetta var fyrirsláttur til að fá leyfi til að fjarlægja gamla húsið. Áður en við vitum verður búið að samþykkja þarna nýbyggingu á fjórum hæðum sem líklega verður meira í stíl við Landsbankahúsið hinum megin við götuna.


mbl.is „Grafhýsi“ við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband