Er stefna Vigdísar sú sama og stefna Framsóknarflokksins?

Vigdís Hauksdóttir hefur lýst sig mjög andsnúna því að þjóðin greiði atkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs að endurskoðaðri stjórnarskrá. Hún lítur svo á að alþingismenn eigi einir að fara með það hlutverk þó svo að tilraunir til þess í næstum 67 ár hafi takmörkuðum árangri skilað. Þess vegna hefur hún reynt að spyrna við þeirri viðleitni að leita álits þjóðarinnar á umræddum tillögum. Vigdís hefur hins vegar ekki mér vitandi tilgreint þau atriði í tillögunum sem eru henni svo mjög á móti skapi.
 
Þetta er sérlega einkennilegt í ljósi þess að Vigdís var kosin á þing á grundvelli kosningastefnuskrár þar sem segir í undirfyrirsögn: "Íslendingar þurfa að setja lýðveldinu nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem tryggir sjálfstæði Alþingis og setur framkvæmdavaldinu skorður." Einnig segir í sama plaggi: "Við viljum að ný og nútímaleg stjórnarskrá verði samin af stjórnlagaþingi þar sem eiga sæti þjóðkjörnir fulltrúar."
 
Vonandi sér Vigdís sér fært að mæta á fundi Stjórnarskrárfélagsins sem almennur borgari og segja álit sitt, t.d. á 34. gr. frumvarpsins sem verður tekið sérstaklega fyrir á fundi í kvöld.

Fyrsti fundurinn verður haldinn í Iðnó í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20.00:

Kvótakerfið og nýja stjórnarskráin - Hvaða áhrif hefði ný stjórnarskrá á fiskveiðistjórnunarkerfið?

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Þórir Baldursson tónlistarmaður leikur stjórnlög af fingrum fram á Hammond-orgel meðan fundargestir koma sér fyrir.


Frummælendur og þátttakendur í pallborðsumræðum:
  • Friðrik Friðriksson, lögfræðingur LÍÚ
  • Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður
  • Örn Pálsson, framkv.stj. Landssamband smábátaeigenda
  • Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur
  • Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður

Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir, lögmaður og fulltrúi úr Stjórnlagaráði.


Til grundvallar yfirskrift fundarins er 34. gr. frumvarps Stjórnlagaráðs að endurskoðaðri stjórnarskrá.

Í brennidepli er sem sagt fiskveiðistjórnunarkerfið eins og það gæti litið út, yrði frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá að veruleika.

mbl.is Neitar að hafa brotið þingsköp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklega á engin orðabók á neinu tungumáli orð yfir fólk eins og Vigdísi Hauksdóttur. Gott og rétt að fjalla um veiðistjórnunarkerfið. Allir eru sammála um að það þurfi að hafa stjórn á fiskveiðum. Ágreiningurinn stendur um tvennt. Í fyrsta lagi um hina vísindalegu hlið, sbr. annarsvegar kenningar Hafró og hinsvegar Jóns Kristjánssonar og annarra, sem eru svipaðrar skoðunar. Í öðru lagi hvernig eigi að ráðstafa leyfum til að veiða það magn, sem menn komast að raun um að skynsamlegt sé að veiða. Það á kannski ekki við að nefna það hér, að það er meiri þörf á að í nýrri stjórnarskrá séu ákvæði um fjölskipaðan stjórnlagadómstól og hvernig fólk sé valið í hann, heldur en hvort við höfum forseta og hvaða valdheimildir hann hefur.

Quinteiras (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 15:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú, jú mikil ósköp Quinteiras, flestar orðabækur eiga helling af orðum sem dekka heilastarfsemi þessarar konu.

Í Íslenskum orðabókum er t.d. orðið -kjáni- vægasta brúklega orðið yfir Vigdísi. Margir telja það of væga skilgreiningu, og engin hörgull er á sterkari orðum, kjósi menn svo.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2012 kl. 16:34

3 identicon

Það er vissulega sérlega einkennilegt að beina kastljósi að manneskju sem er ekki stjórn. En kannski þægilegt fyrir suma.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 12:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er stjórnarandstöðu þingmenn yfir gagnrýni hafnir Vigdís? En þar fyrir utan þá þarf enginn að beina kastljósinu að Vigdísi, það sér hún um sjálf .....og baða sig í því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2012 kl. 08:59

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vigdís þessi er og verður einhvert furðulegasta fyrirbæri sem tekið hefur sæti á Alþingi.

Hún er einn versti gallagripur sem valist hefur sem þingmaður eða væri kannski viðrini betri lýsising á fyrirbæri þessu?

Guðjón Sigþór Jensson, 15.3.2012 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband