Um tvöfalt siðgæði

Hinn ljóðelski náttúruunnandi Huang Nubo virðist eiga erfitt með að sætta sig við að fá ekki undanþágu frá íslenskum lögum til að kaupa hér 300 ferkílómetra lands. Að hans mati sýnir það tvöfeldni að fá ekki að fjárfesta eins og honum lystir á meðan Vesturlandabúar fjárfesti í Kína. Hann skautar þó fimlega framhjá þeirri staðreynd að miklar takmarkanir eru á erlendri fjárfestingu í hans heimalandi þar sem slík sala á jarðnæði er með öllu óheimil og fjárfesting í atvinnurekstri getur aldrei orðið að meirihlutaeign. Gæti hugsanlega verið að sú staðreynd grundvallist á tortryggni í garð annarra en Kínverja? 

En það má örugglega segja ýmislegt um tvöfeldni okkar Vesturlandabúa og viðhorf gagnvart Kínverjum. Við kaupum kínverskar vörur eins og enginn sé morgundagurinn en kærum okkur ekki um að vita of mikið um framleiðsluaðferðirnar og fólkið sem býr til varninginn. Þeir sem hyggjast kaupa jólagjafir mættu að skaðlausu velta því fyrir sér hvort það samræmist þeirra hugmyndum um barnauppeldi að börn séu látin vinna í verksmiðjum 7 daga vikunnar, 17-18 tíma á sólarhring.

 


mbl.is Huang: Tvöfeldni Vesturlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband