Skilaboð úr skúffunni

Magma keypti HS-orku og fékk meirihluta kaupverðsins að "kúluláni" hér innanlands. Lánið er með óverulegum vöxtum (1,5%) og veð var einungis tekið í bréfunum sjálfum. Reiðufé var hins vegar greitt með "aflandskrónum".

Í sænskri skúffuNú vill bjargvætturinn í skúffunni hins vegar selja Íslendingum aftur 25% hlut, væntanlega til að fá til baka alla dollarana sína sem hann notaði til að kaupa aflandskrónurnar á sínum tíma. Þannig ætti hann 75% hlut í HS-orku án þess að hafa eytt í það neinu sem heitið getur. Ef enginn kaupandi finnst hér (hver vill fórna ærunni og eiga allt sitt undir RB?) hringir skúffan bara til Peking og býður þeim góðan díl.

Það er undir Íslendingum sjálfum komið að horfa á þetta gerast. En þeir munu seint geta kennt öðrum um og sagt að þeir hafi ekki verið varaðir við.

http://orkuaudlindir.is

mbl.is Íhuga að selja 25% í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband