Bitlaus málsókn dótturfyrirtækis

Ég mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að hlýða á málflutning í mikilvægu máli Lýsingar gegn einum viðskiptavini sínum. Málið snýst um vaxtakjör af gengistryggðu bílaláni, en eins og Hæstiréttur hefur nýlega úrskurðað er það ólöglegt að gengistryggja lán í íslenskum krónum við erlenda gjaldmiðla.

Treystir þú þessum mönnum?Lögmaður sóknaraðila mætti með margar kröfur og varakröfur í farteskinu en lítið af haldbærum lagarökum. Helst bar hann fyrir sig sanngirnisrökum sem hlýtur að vera nýyrði hjá bílalánafyrirtækjum. Einnig brá hann fyrir sig pólitískum rökum (enda kvæntur inn í ríkisstjórnina) og sagði að niðurstaða óhagstæð fjármálafyrirtækjum gæti eyðilagt hér allt sem gert hefur verið síðan í hruninu.

Lögmaður varnaraðila mætti hins vegar vel undirbúinn og benti m.a. á það að Hæstiréttur hefði í nýgengnum dómi sínum nr. 153/2010 (sem sækjandi var einnig aðili að) staðfest það sem Héraðsdómur hefði áður úrskurðað, að umræddur samningur væri ekki ógildur í heild sinni þó svo að gegistryggingin væri ólögleg. Einnig vísaði hann til samningalaga, neytendaréttar og ESB tilskipunar máli sínu til stuðnings og fannst mér rökstuðningur hans vera góður og sannfærandi. Auk þess lýsti hann því hvernig Exista tók stöðu gegn krónunni og græddi á því himinháar upphæðir á meðan að dótturfyrirtækið Lýsing innheimti ört hækkandi afborganir af ólöglegum gengistryggðum lánum.

Nú er málið sem sagt á borði dómarans sem væntanlega lætur lagalegar forsendur ráða fremur en pólitískar, eða hvað?


mbl.is Exista leitar nauðasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nei ég treysti ekki þessum mönnum og hef aldrei gert og ég treysti heldur ekki enn dómstólum landsins né ráðamönnum.

http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/368572/

Níels A. Ársælsson., 7.7.2010 kl. 18:13

2 identicon

Gott að fá að heyra frá þeim sem mættu á svæðið til að hlíða á þruglið. Tek undir það sem sagt var hér að ofan að það er örugglega búið að hræða líftóruna úr dómarastéttinni.

Þú spyrð "Hvar í öllum heiminum voru stjórnendur FME, Seðlabankans og Neytendastofu þegar bankarnir fóru að bjóða gengistryggðu lánin?": Þorvaldur Gylfason sagði á Útvarpi Sögu í dag að einn af Seðlabankastjórunum hefði verið í nefndinni sem sömdu lög 38/2001 sem mikið er búið að karpa um og þess vegna vissi SÍ frá því fyrir setningu lagana að gengistryggð lán væru ólögleg. Ef þetta er ekki vanhæfni, ja þá er hún ekki til.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband