Allt í ó-lagi

Mikil er ábyrgð allra þeirra hjá VG sem hrópuðu hátt um persónukjör, stjórnlagaþing og þjóðaratkvæðagreiðslur fyrir einungis ári síðan. Frumvarp um breytingar á kosningalögum var tvívegis lagt fram af dómsmálaráðherra á árinu 2009 og hefði undir eðlilegum kringumstæðum átt að renna áreynslulítið í gegn um þingið. Tregðan var hins vegar mikil innan VG og því þurfum við enn að horfa upp á lýðræðið troðið niður í skítinn.
 
Einföld samlagningSömuleiðis er ábyrgðin mikil hjá Sjálfstæðisflokknum sem hamaðist í ræðustól Alþingis sl. vor til að koma í veg fyrir allar hugsanlegar breytingar í átt að auknu lýðræði og reyndi m.a. að halda því fram að einfaldur meirihluti væri ekki nægur til að gera breytingar, sjá hér.
 
Gerið ykkur grein fyrir því að fimm af sjö núverandi borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eru öruggir með áframhaldandi setu í borgarstjórn? Þrír af fjórum fulltrúum Samfylkingarinnar eru það sömuleiðis og svo eflaust báðir fulltrúar VG, Sóley og Þorleifur. Og það er enn rúmur ársfjórðungur til kosninga!

Reyndar gæti þetta þaulsetna fólk sem svo gjörsamlega brást íbúum Reykjavíkur á yfirstandandi kjörtímabili með sínum 4 borgarstjórum hæglega myndað nýjan meirihluta nú strax í febrúar! Er allt í lagi?

mbl.is Úrslit í forvali VG óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband