Ekkert verið að tala undir rós

Max Keiser á ÍslandiMax Keiser talaði skýrt og skorinort í þessu stórfína Skype-viðtali við okkar besta fjölmiðlamann. Hann bendir beint á glæpinn og glæpamennina en talar ekki undir rós eins og misvitrir stjórnmálamenn gera til að fela eigin vanmátt.

Það eru orðnir nokkuð margir áhrifamiklir fjölmiðlamenn erlendis sem ræða um Icesave málið á þessum nótum þó svo að fæstir komi sér eins beint að efninu og Max Keiser. Það væri stórkostlegt klúður að nýta ekki þennan óvænta meðbyr til að koma þjóðinni aftur á réttan kjöl og í leiðinni að vekja athygli á því hvernig siðspilltir fjármálamenn eru að spila með fjármálakerfi á vesturlöndum og víðar.

Einnig er athyglisvert að velta fyrir sér samanburðardæmum Þórðar Magnússonar í þættinum og spá í siðferði íslenskra banka- og stjórnmálamanna nú rúmu ári eftir hrunið. Ætlum við sem þjóð að halda áfram á sömu braut eða ætlum við að sýna sjálfum okkur og umheiminum að við séum lýðræðisþjóð með sterka réttlætiskennd?


mbl.is Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Max Keiser talar mjög hreina og beina íslensku... svo góða að það þurfti vart að texta viðtalið !

Hressandi :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband