Af hverju taka ekki fleiri þátt í áskoruninni?

Sannur ÍslendingurÞað er vissulega umhugsunarvert að 70% þjóðarinnar vilji þjóðaratkvæðagreiðslu en undirskriftirnar séu þó ekki fleiri en 32.500 enn sem komið er. Er ef til vill stór hluti þjóðarinnar gungur sem aldrei setja nafn sitt undir neitt af "prinsippástæðum"? Er fólkið með tölvuólæsi eða engan aðgang að Netinu? Eða hefur fólkið ef til vill enga trú á að forsetinn neiti að undirrita?

mbl.is Meirihluti vill kjósa um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll nafni og takk fyrir síðast.

Það eru sjálfsagt margar ástæður og þú nefnir sumar. Því miður eru alltof margir sem kunna ekki að sortera hafrana frá sauðunum, taka meira mark á stjórnmálamönnum en fræðimönnum.  Rannsóknir sýna að einungis 5% lesa greinar en eitthvað fleiri lesa fyrirsagnir. 

Ég velti líka fyrir mér af hverju stjórnvöld höfðu hvorki fræðimann í evrópurétti né þjóðarrétti í Svavarsnefndinni?    Þá hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að kynningarmálum í Bretlandi hafi verið klúðrað  illilega af utanríkisþjónusunni  en íslenskættaður  PR fagmaður  hafi í sjálboðavinnu bjargað því sem bjargað varð.

Sigurður Þórðarson, 10.12.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll nafni.

Fyrst þú nefnir þetta með Svavarsnefndina og klúðrið í kring um hana, þá virðist reynslan af því ekki hafa skilað miklu. ESB samninganefndin er að töluverðu leyti skipuð embættismönnum úr ráðuneytunum en ætti að mínu mati fyrst og fremst að vera skipuð okkar reyndustu stjórnmálamönnum og færustu fræðimönnum. Hvar er t.d. Jón Baldvin? Hvar eru okkar fremstu sérfræðingar í Evrópurétti, þjóðhagfræði og stjórnsýslu? Er verið að vinna undirbúningsvinnuna og skoða hverjir sitja hinum megin við borðið? Af hverju í ósköpunum er ekki verið á fullu í að fylgja þessu máli eftir hérlendis og erlendis? Ætli það séu einhverjir í sjálfboðavinnu við það? Maður hefur það helst á tilfinningunni að það sé búið að gefa þetta upp á bátinn fyrirfram.

Sigurður Hrellir, 10.12.2009 kl. 13:13

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll aftur, sjálfur er ég löngu búinn að gefa þetta upp á bátinn og vona að hætt verði við aðildarumsókn sem fyrst.  Við Íslendingar stöndum núna frammi fyrir miklum erfiðleikum, sem við þurfum að vinna okkur út úr og megum síst við því að dreifa kröftunum með einhverju umsóknarferli þar sem hagsmunir landsins verða augljóslega fyrir borð bornir.

Það er háalvarlegt mál að fríverslunarsamningi við Kína sem lá á borðinu var ýtt út af því vegna ESB sýndarviðræðna, sem auk þessa hagstæða fríverslunarsamnings mun kosta milljarð og dýrmætan tíma. 

Það er eins og stjórnvöld forðist færustu sérfræðinga eins og konuna þína nema þau fái mikinn þrýsting frá almenningi. Þau hlusta heldur ekki á aðra færa lögmenn eins og Stefán Má, Sigurð Líndal, Magnús Thoroddsen og Herdísi Þorgeirsdóttur. 

Í dag eru okkar stærstu markaðir í Evrópu. Hagsmunir Íslands í tollamálum liggja í að lækka tolla á sjávarafurðum t.d. í Asíu en Samfylkingin má ekki heyra á það minnst af því að það passar ekki fyrirfram ákveðnu módeli þó það sé ekki að ganga upp þessa stundina. 

Sigurður Þórðarson, 10.12.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband