Er það ekki brot á lögum að veita ólögleg lán?

Ég sé mig í anda hafa sótt um lán eins og þessi hjá Glitni haustið 2007. Það hefði verið horft á mann eins og hvern annan vanvita.

Ungur nemur - gamall temurNú er það svo að einhver forréttindaklúbbur fékk milljónalán út á börnin sín því að varla hafa börnin sjálf rekið það mjög stíft að taka margar milljónir að láni til þess eins að eyða þeim í eitthvað álíka óskemmtilegt og stofnfjárhluti í Byr. Þetta hlýtur að flokkast undir misnotkun á börnum.

Ég geri þá kröfu að fá upplýsingar um það hvaða fólk þetta er fyrst að skuldirnar á að fella niður. Sömuleiðis geri ég þá kröfu að fá að vita hvaða snillingar í Glitni samþykktu þessa lánastarfsemi sem hlýtur að vera eitthvað meira en lítið bogið við.

Sagt var í fréttum á RÚV á lánin væru ólögmæt og þess vegna hefði verið ákveðið að falla frá því innheimta þau. Hér er komið fordæmi fyrir því að fella niður gengistryggð lán sem klárlega eru ólögmæt samkvæmt laganna hljóðan. Eini munurinn er að það er venjulegt fólk sem tók gengistryggðu lánin, ekki "fyrirmyndarforeldrar" úr kúlulánaklíkunni.


mbl.is Hyggst ekki innheimta lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér virðist sem þessi ótrúlegi gerningur að lána smábörnum kúlulán í trássi við lög eigi bara að liggja hjá garði og það látið nægja að segja skamm og fella þau niður. Það á að vera hávær krafa um að menn verði sóttir til saka fyrir þetta og settir í grjótið.  Eiga bankastjórnendur í hruninu að komast upp með alla hluti? Eru það skilaboðin að bankastarfsemi geti ekki bara einatt starfað áfram siðlaust heldur í lögleysu? Að það sé engin þörf á fordæmi um aðhald?

Þetta er algerlega súrrealískt! Þetta er glæpastarfsemi og það á bara að sjá í gegnum fingur sér með þetta. Þetta getur alveg gert mann brjálaðann. Hvað er til ráða?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 22:57

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hvað er til ráða, segir þú. Bloggarar landsins gætu t.d. skorið niður tímann við tölvuna og farið að beita sér með beinum aðgerðum, t.d. fyrir framan þessar stofnanir. Heldur þú ekki að einn maður með gjallarhorn og annar með dreifibréf fyrir utan Byr og Íslandsbanka myndu hafa töluverð áhrif? Ég er sannast sagna orðinn nokkuð frústreraður yfir þessu gjammandi liði á Eyjunni og víðar sem virðist aldrei fara út undir bert loft með fúkyrðaflauminn.

Sigurður Hrellir, 29.10.2009 kl. 23:15

3 identicon

Þekki mann sem er kominn með skrítinn kæk. Hann snýr höfðinu til hægri og horfir til lofts, sveiflar síðan vinstri hendi lárétt frá sér. Hann vinnur í banka og uppá skrifborðið streyma skrautlegir og skítugir fjármálagerningar, ruslafatan er vinstra megin.

Það er bannað að selja börnum bjórdós, að viðlagðri refsingu, en að lána barni milljónir ....úps, bara smá mistök.

...hyggst ekki innheimta lánin ?! Minnir dálítið á þjóf sem er napppaður og ...ok ég skal þá skila þessu....málið dautt!

sigurvin (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband