16.10.2009 | 09:48
Stokkhólmsheilkennið?
Sjálfstæðisflokkurinn var tæp 20 ár við völd. Þeim kafla í stjórnarsögunni lauk með bankahruni og óeirðum. Mottóið var að hygla sér og sínum, nýjasta dæmið er Lambi ehf, "blönduð búfjárrækt" með útflutningi til ónefndra eyja í Karabíska hafinu.
Skyldi það vera afbrigði af Stokkhólmsheilkenninu sem þjakar rúman þriðjung þjóðarinnar sem virðist tilbúin að kyssa vöndinn eina ferðina enn?
Það segir líka sína sögu að stærsta skellinn hljóti sú hreyfing sem stofnuð var til að berjast gegn spillingu í stjórnmálum og beita sér fyrir lýðræðisumbótum.
Ríkisstjórnin rétt héldi velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Facebook
Athugasemdir
Siggi minn, hvers vegna heldur þú að þetta sé? Ég skal gefa þér smá hint: Evrópusambandsfanatík Samfylkingarinnar (alþjóðasamfélaið eins og Jóhanna kallar það) Það er í óþökk meirihluta þjóðarinnar og er að kalla yfir okkur mestu harma í skammri sögu lýðveldisins. Öllu skal fórnað á þeim stalli. Get a grip, for crying out loud.
Ef sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur að völdum, þá verður það í boði Samfylkingarinnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2009 kl. 10:04
Ég skal líka fullyrða að Samfylkingin mun fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, verði það kostur. Þar klígjar engum við neinum meðulum, sem tryggja þeim völd. Ég vona að þú áttir þig á þessu. Heill þjóðarinnar skiptir engu á þeim bæ.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2009 kl. 10:06
Sæll Jón. Heill þjóðarinnar snýst um að umbylta því kerfi frændsemis- og einkavinavæðingar sem orðið hefur okkur að falli. Það getur vel verið að ESB-aðild sé ekki nein draumalausn en hún myndi þó amk. opna íslenskum þegnum aðgang að sanngjörnum dómstólum til að leita réttar síns. Núverandi ástand er hreinlega brot á mannréttindum og margir leggja það hreinlega ekki á börnin sín að búa hér áfram upp á von og óvon.
Sigurður Hrellir, 16.10.2009 kl. 10:21
Ein spurning: Er einhver annar skárri kostur?
VG selur flest öll kostningarmál til að tryggja að engin meiri stóriðja fari fram.
Samfó setur ESB ofar hagsmunum þjóðarinnar.
Framsókn, ja sá hópur er eins of venjulega frekar mikið spurningamerki.
Hreyfingin, ja flugeldasýningin var ekki mjög heillandi.
Er Sjálfstæðisflokkurinn mikið verri heldur en einhver þessara kosta? Ég persónulega veit það bara ekki, er þakklátur að ég þurfi ekki að kjósa fyrr en eftir tæp 4 ár.
Gunnar T. (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 10:45
Gunnar, hvað gerir fólk sem missir tök á eigin lífi? Hvort er líklegra til árangurs, að bíta á jaxlinn og halda áfram á sömu braut eða leita sér aðstoðar og byrja upp á nýtt?
Nú er heilt ár liðið síðan að Guð var beðinn að blessa Ísland og fáir halda því fram að tímanum hafi verið vel varið. Hvers vegna hafa raddirnar sem töluðu um Nýtt Ísland og stjórnlagaþing að mestu þagnað? Er það vegna þess að umræðunni er stýrt af valdamiklum aðilum sem engu vilja breyta? Flokkarnir sem þú taldir upp eru flestir hluti af því kerfi sem þeir sjálfir tóku þátt í að móta, mismikið þó. Er ekki Morgunblaðið í dag skýrt dæmi um það hvernig viðhalda á óbreyttri misskiptingu og bjöguðu lýðræði?
Sigurður Hrellir, 16.10.2009 kl. 11:18
Þetta hefur alltaf verið svona. Íslendingar kjósa Sjálfstæðisflokkinn sama hverju líður. Ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins brytust inn á heimili fólks í landinu, nauðguðu konum og tækju börn í þrældóm myndu heimilisfeðurnir eftir sem áður kjósa þennan flokk.
Það skiptir engu máli hvað núverandi stjórn gerir við við þetta risavandamál sem Sjálfsstæðisflokkur hefur gefið þjóðinni. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka við stjórn í næstu kosningum, væntanlega með Davíð sem forsætisráðherra. Svo verður sagan endurskrifuð; þetta var allt þessari vinstri stjórn að kenna og Sjálfstæðisflokkurinn er bjargvætturinn. Gjörðu svo vel að kyssa vöndinn góurinn.
Svona eru íslendingar.
Jonni, 16.10.2009 kl. 11:51
Ég er ekki viss um að ég skilji þig. Ertu þá að biðja fólk um að segja í skoðanakönnunum eitthvað á við "Ég skila auðu"? Ef ég skil þig rétt þá ertu að tala um að breyta því hvernig Alþingi er stjórnað, en sú spurning "Hvern myndirðu kjósa ef þú gengir til kostninga núna?" inniheldur ekki þann svar möguleika.
Aftur á móti myndi ég jú vilja breyta stjórnarháttum innan Alþingis, þ.e. helst þessu ráðherravaldi(sem mér finnst gaman að hugsa um að VG gagngrýndi harðlega fyrir ári síðan).
En já, ég myndi sjálfur frekar vilja fá Geir í forsætisráðherrastólinn í stað Jóhönnu. Eins mislukkuð og forsætisráðherratíð hans var, þá treysti ég honum að því leyti að allavega berjast að einhverju leiti fyrir hagsmunum Íslendinga. Vinir sjálfstæðisflokksins eru að minnstakosti Íslendingar sem ég á einhverja sameiginlega hagsmuni með í stað ESB vina Samfó. Jóhanna er rúin öllu trausti, hvað þá Steingrímur sem ætlaði ekki einu sinni að sýna Alþingi Icesave.
Gunnar T. (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 12:22
Gunnar, þú spurðir í ath. 4 hvort væri einhver annar skárri kostur. Mitt svar við því er að það þarf stjórnlagaþing til að endurskilgreina hvernig grunnur er lagður að samfélaginu okkar. Það er forsendan fyrir því að hér fari ekki allt í sama farið aftur. Að því loknu gæti fólk kosið þann flokk eða þá einstaklinga sem það kærði sig um. Útkoman úr stjórnlagaþingi gæti meira að segja orðið með þeim hætti að ekki þurfi að kjósa neina fulltrúa þó svo að það væri ólíkleg niðurstaða.
Það er nánast því sama hvaða stjórn tæki við af Jóhönnu og co. - allir kostirnir í skoðanakönnun Fréttablaðsins voru slæmir. Eigum við alltaf að þurfa að kjósa illskársta kostinn þó svo að hann sé slæmur?
Sigurður Hrellir, 16.10.2009 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.