Ögmundur fær prik

Ögmundur fær stórt prik fyrir að tala tæpitungulaust við fréttamann BBC. Fjárkúgun (blackmail) er rétta orðið yfir framferði Breta og Hollendinga með aðstoð AGS.

Á orðum Össurar mátti líka skilja að líf ríkisstjórnarinnar væri við það að fjara út. Utanþingsstjórn segi ég enn eina ferðina.


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Er búið að gleyma rót vandans, hinni taumlausu græðgi íslenskra auðmanna? Umfjöllunin um Icesave er komin í hálfgert rugl. Stefnir í allar áttir og sumar óskynsamlegar. Mbk, G 

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.10.2009 kl. 00:44

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Gunnlaugur. Fæstir hafa gleymt rót vandans. Fjárkúgun, það er það sem forsvarsmenn Landsbankans stunduðu hvar svo sem þeir báru niður. Hins vegar réttlætir það á engan veginn aðgerðir Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum núna. Réttlát málsmeðferð er það sem við eigum skilið.

Ef þú ættir náinn ættingja sem hefði gerst sekur um alvarleg afbrot, myndir þú samþykkja að taka út refsingu fyrir hans hönd? Myndir þú ekki leita réttar þíns fyrir dómstólum ef þú ert órétti beittur?

Sigurður Hrellir, 3.10.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband