21.9.2009 | 20:47
Af hverju ekki Franco?
Það þarf víst ekki að koma hugsandi fólki á óvart að Ólafi Þ. Stephensen hafi verið vikið úr ritstjórasæti Moggans. Fyrst að útgerðarmenn voru svo áhugasamir að leggja fjármuni í óarðbært dagblað hlut einhver góð ástæða að búa að baki.
Þann dag sem frændi minn Davíð Oddsson tekur við ritstjórn Moggans þarf fólk að sýna með skýrum hætti að því sé gjörsamlega misboðið. Nema auðvitað náhirð Davíðs sjálfs sem mun væntanlega fara mikinn í að upphefja sinn gamla foringja. Hannes Hólmsteinn slær upp grillveislu, svo mikið er víst.
En voðalega hljóta þessir nýju eigendur Moggans að vera taktlausir ef þeir fara þá leið að velja Davíð sem ritstjóra. Helmingur þjóðarinnar mun annað hvort hætta að lesa blaðið eða sleppa alfarið að taka mark á því. Hinn helmingurinn les bara íþróttasíðurnar hvort eð er eða les bara alls ekki neitt. Sjálfur mun ég flytja bloggið mitt annað, þó fyrr hefði verið.
Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.