Erfiðum fundi lokið

Jæja, þá er erfiðum landsfundi Borgarahreyfingarinnar lokið og niðurstaða fengin um nýjar samþykktir og stjórn. Sjálfur er ég sáttur við þann stuðning sem ég fékk í kjöri til stjórnar en að sama skapi hryggur yfir því að þingmenn hreyfingarinnar og ýmsir aðrir skuli hafa gengið á dyr eftir að hafa gefið í skyn að þau myndu ekki sætta sig við niðurstöður fundarins.

Sumarið var þingmönnum erfitt og á góðviðrisdögum máttu þau sitja á löngum nefndarfundum meðan ég og margir aðrir gátu sleikt sólskinið. Þau stóðu sig oftast vel og munu vonandi gera það áfram í anda stefnuskrár Borgarahreyfingarinnar hvort heldur sem þau kjósa að starfa undir nafni hennar eða sem óháðir þingmenn.

Því miður hlaut að koma til uppgjörs því að í stórum hópi voru skemmd epli og eins og flestir vita skemma þau út frá sér. Á heimasíðu XO seint í nótt má lesa nafnlausa athugasemd frá einum slíkum sem greinilega er innanbúðar í hreyfingunni og svífst einskis til að koma höggi á mig. Þar segir m.a.

"Hverjir eru ” yfirtökumen”, Borgarahreyfingarinnar ?

Jamann, svo sannarlega ekki þingmennirnir en ég veit ekki alveg, með t.d Sigurð Hrellir og fyrirtæki hans sem han áhvað að gefa ekki upp í framboðinu?
fyrirtæki’ heitir : Uff.ehf með Páli Skúlasyni,prófessór og Samfylkingarformanni…..NO? fasteignabrakskara með 40 fasteignaskúffufyrirtæki, ( Man ekki til þess að Siggi hefði svarað því en nægur var áhugi Sigga til að henda okkur þingmönnum út eftir að Páll Skúla sagði til í anda Samfó) og fasteignasmala og Gandra ………eru með þvílíka slóð kennittöluflakkara að það hálfa væri hellingur. …og talandi um hagsmuni od gróðafíkan.?"

Sá sem þetta skrifar gefur í skyn að hann sé einn af þingmönnum hreyfingarinnar en sjálfur tel ég mig þekkja þau öll nógu vel til þess að fullyrða að svo sé ekki. Auk þess skrifa þau öll rétta íslensku og eru ekki haldin lesblindu. En vegna þess að ýmsu röngu er haldið fram um mig og mína hagi þá neyðist ég til að benda á rangfærslurnar.

Ég átti hlut í fyrirtækinu Uss! ehf sem er hljóðfyrirtæki. Ég seldi minn hlut þar fyrir 3 árum síðan og líklega hefur kaupandinn ekki látið breyta skráningunni í fyrirtækjaskrá. Uss! ehf var skuldlaust fyrirtæki og ég seldi minn hlut án hagnaðar. Páll Skúlason heitir lögfræðingur sá sem aðstoðaði Uss! ehf við stofnun og skráningu. Það er ekki sá hinn sami og talað er um í athugasemdinni og minnist ég þess ekki að hafa hitt prófessorinn persónulega. Ég á ekki eitt einasta fyrirtæki, hvorki skúffufyrirtæki né fasteignafyrirtæki. Ég á að vísu 4 íbúðir í Reykjavík sem ég tók fram á framboðssíðu XO en allar eru þær á eigin kennitölu. Ég stend ekki í fasteignabraski en setti arf og sparifé í þessi kaup sem nú eru lítils virði.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já Siggi það er ljótt þegar fólk fer í svona "leiki" ! til hamingju með "Sigurinn" :) og meigi Hreyfingunni ganga sem best þótt hún sé ekki lengur ÞJÓÐIN Á ÞING ! hefur hreyfinginn enþá mjög mjög margt fram yfir hin hefðbundna stjórnmálaflokk ! en mér fannst nálgun við "en einn flokkinn en" vera alllllllllllllllllltof mikil ! vonum bara að "erjur" séu nú að baki svo fólk geti einbeitt sér við hið GRÍÐARLEGA erviða starf sem nú fer í hönd fyrir okkar þjóð

EN uppgjör var nauðsinnlegt hefur graserað alla tíð frá fyrsta degi eftir kosninngar með persónuárásum og öðrum "ekki réttum" aðferðum ! EN uppgjör hefur farið fram þar sem greinilega kom fram grundvallar hugsjónamunur um stefnu Hreyfingarinnar ! allavegna er ég FRJÁLS (þótt tillagana sem ég studdi væri feld) EN svona ernú lífið  fullt af uppgjörum en alltaf hefst það uppánýtt með sólrisi að morgni og gærdaginn til að læra af og í minninngunni !

LIFI BYLTINGINN og allar þær hvundagshetjur sem hún hefur alið af sér  við erum ÖLL sigurvegarar

Grétar Eir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 12:48

2 identicon

Ég er sorgmæddur, Siggi. Það er allt sem ég ætla að segja um þennan fund í bili.

Skorrdal (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 13:58

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Nú hef ég fengið upplýsingar um það hver setti inn þessar ósmekklegu dylgjur um mig. Það mun vera eiginmaður konu í hreyfingunni sem mér vitanlega ég hef aldrei átt neitt sökótt við. Fólk á víst ekki marga góða vini í pólitík.

Grétar, eigum við ekki að snúa bökum saman frekar en að eyða meira púðri í deilur um reglur og samþykktir? Ég er sannfærður um flest okkar eru nokkuð sammála um það sem mestu máli skiptir.

Skorrdal, það er töluverður léttir að þessi fundur er yfirstaðinn. Það kemur í ljós á næstu vikum hvort að Borgarahreyfingin er lífs eða liðin. Sjálfur ætla ég að vera bjartsýnn.

Sigurður Hrellir, 13.9.2009 kl. 23:20

4 identicon

Þessi yfirtaka ykkar á Borgarahreyfingunni í gær með smölun á Landsfundinn minnir mann óneitanlega á þegar að þú og þínir félagar buðu okkur í að yfirtaka Frjálslynda flokkinn sl. vetur. Aðferðafræðin var nú ekki beint ólík þessari sem beitt var í gær, smölun og baktjaldamakk, eða ertu kannski líka búinn að gleyma því að við afþökkuðum það og eftir þann fund hef ég aldrei treyst ykkar vinnubrögðum í pólitík. Ég reikna með að þú munir kalla þetta "dylgjur" en þá vil ég bara minna þig á við vorum ekki eina hreyfingin sem fengu þetta tilboð frá ykkur félögum, heil stjórnmálahreyfing fékk gott tilboð á undan okkur sem hún reyndar hafnaði enda voru menn orðlausir þar af undrun líkt og við.

Myndi það ekki kallast næg ástæða til þess að fjarlægjast Borgarahreyfinguna sem þér hefur tekist að breyta í flokk, eitthvað sem lá efst á óskalistanum sl. vetur, hvað er þá betra en að yfirtaka heila hreyfingu og breyta henni bara í flokk? Losa sig við þingmennina með öllum átyllum, bara af því að þeir munu aldrei samþykkja það að breyta hreyfingunni í flokk? 

Hver átti hugmyndina að "hit and run" framboðinu annars?  Jú, það vorum við sem vildum ekki taka þátt í óheiðarlegum vinnubrögðum ykkar og kjósum nú að halda okkur sem lengst frá þessari yfirtöku ykkar á Borgarahreyfingunni. 

Síðan gerir þú lítið úr fólki með lesblindu og ásakar aðra um leið fyrir heigulshátt.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 00:53

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæl vertu Sigurlaug Ragnarsdóttir. Þó það sé að vissu leyti spor í rétta átt að þú skulir tjá þig undir þínu rétta nafni þá held ég að þér væri nær að láta hér staðað numið og biðjast afsökunar frekar en að fara enn og aftur með staðlausa stafi til þess eins að sverta mannorð samherja þinna. Þú gerir hvorki Borgarahreyfingunni né þingmönnum hennar neitt gagn með svona skrifum.

Sigurður Hrellir, 14.9.2009 kl. 03:04

6 identicon

Sæll Siggi. Það er vissulega spor í rétta átt að þú skulir leggja það til að meðlimir hreyfingarinnar stundi heiðarleg vinnubrögð og sverti ekki mannorð annara og leggja til að fólk biðji aðra afsökunar. Það hefur nú litið borið á afsökunarbeiðnum úr ykkar herbúðum eftir að hafa hringt alla norður á Akureyri, í Bjarka Hilmarsson sem nú situr í stjórn Borgarahreyfingarinnar og borið upp á mig þær lygar að ég væri að yfirtaka Borgarahreyfinguna með aðstoð Frjálslynda Flokksins. Þetta símtal fékk ég síðan staðfest frá skrifstofu ykkar þar sem reynt var að þræta fyrir þetta en Rakel fékk þetta einnig staðfest frá honum Bjarka.  Þetta kalla ég að kasta bjargi út úr glerhúsi.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 09:55

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Silla mín, ég er að hugsa um að láta hér við sitja. Ég get bara sagt það eitt að ég hef hreina samvisku og mun héðan í frá einbeita mér að þvi að vinna að málum Borgarahreyfingunnar á uppbyggilegan hátt. Reyndu að gera slíkt hið sama.

Sigurður Hrellir, 14.9.2009 kl. 10:32

8 identicon

Siggi minn, ég hef hingað til ekki gert neitt annað en að vinna að uppbyggilegum málum síðastliðið ár ef það hefur farið fram hjá þér. Ég hef einnig  reynt að halda mér frá öllum deilum eftir fremsta megni innan Borgarahreyfingarinnar. En þegar að lygar af þessu tagi voru bornar upp á mig frá skrifstofu Borgarahreyfingarinnar var mér nóg boðið. Kannski skilur þú betur núna hvernig það er að vera skotspónn lyga sem varða mannorð manns og ég vona svo sannarlega að skrifstofa hreyfingarinnar verði ekki misnotuð á þennan hátt í framtíðinni. Ég vona síðan að ykkur takist að setja upp skýrar verklags og - siðareglur fyrir alla stjórnarmenn hreyfingarinnar.

Hef engu við þetta að bæta og gangi þér vel.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:01

9 Smámynd: Sigurður Hrellir

Takk Silla og sömuleiðis.

Sigurður Hrellir, 14.9.2009 kl. 11:24

10 identicon

Í nærri 20 ár hef ég engan stjórnmálaflokk - eða afl - stutt. Það var mjög meðvituð ákvörðun og eftir margra ára (nærri áratugar) innra starf hjá einum fjórFlokkanna. Þar kynntist ég hvernig lýðræðið er fótum troðið, vanvirt og lítilsvirt; síðan kom Borgarahreyfingin. Mér finnst ég sjaldan hafa verið blekktur eins mikið. Samt, enn í dag, styð ég amk. einn þeirra þingmanna sem þar er - en hreyfinguna get ég ekki stutt sem slíka. Slík eru vinnubrögðin.

Mér þykir það leitt. En ég fer samt ekki í persónulegt skítkast á neinn einstakling; heildinni er um að kenna. Það er sárast...

Skorrdal (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:43

11 identicon

Heyr Skorrdal ! engan flokkin hef ég stutt heldur röflað síðan maður hætti að pissa í bleyju og byrjaði að pissa á sig um að hér VERÐI að breyta stjórnkerfinu ! og núna áratugum síðar upplifir maður SAMHLJÓM í þjóðinni ! ÞJÓÐINN hefur fengið trúna á að HVER OG EIN RÖDD getur vetur verið RÖDDIN sem dugar til að FYLLA MÆLINN !!!!!!!!! og það er fallegt þegar fólk hefur fengið trúna á að EINSTAKLINGURINN HEFUR ÁHRIF !!!!

EN nú hefur BH verið yfirtekinn af flokksvæðingar öflum með Gunnar sig (sem sagði á félagsfundi að hann ÆTTI hreyfinguna, reyndar ásamt Herbert og að BorgarHreyfinginn YRÐI alvuru Stjórnmála FLOKKUR), Sigurð Hrelli .................. Guðmund Andra (meðeigandi Sveins Andra "Stjörnulögfræðins") og góðvinar Sigurjóns Þórðar F-FLOKKUR ! 

nú hefur BH verið breytt í FLOKK og það er svo sannarlega ekki það sem ég kaus ! og því KÝS ég að halda BYLTINGUNNI áfram og finna mér ANNAN vetvang en innan "en eins miðstýrða" StjórnmálaFLOKKSINNS !

Grétar Eir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 07:54

12 Smámynd: Sigurður Hrellir

Andiði aðeins rólega félagar. Ég ætla að vera svo bjartsýnn að halda því fram að BH geti loksins farið að koma einhverju í verk. Ég geri skýran greinarmun á þinghópi BH og hreyfingunni sjálfri og sé alls enga ástæðu til að óttast miðstýringu eða ægivald nýkjörinnar stjórnar. Ef þið sjáið slíka tilburði þá skulið þið ekki hika við að láta í ykkur heyra, annað hvort við mig eða á stjórnarfundum sem öllum félögum er frjálst að mæta á.

Sigurður Hrellir, 15.9.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband