26.8.2009 | 14:21
Þreyttur, reiður og illa fyrir kallaður
Sumir stjórnmálamenn segjast hafa prófað kannabisreykingar án þess að hafa tekið ofan í sig. Því eiga flestir erfitt með að trúa. Þeir flækjast í eigið net ósanninda og hefðu eflaust betur viðurkennt "syndir" sínar strax og þeir urðu uppvísir að þeim.
Sigmundur Ernir fer svipaða leið jafnvel þó að áfengisdrykkja sé alls ekki ólögleg. Með þessu hefur hann ekki einungis gert sig að athlægi í ræðustól Alþingis heldur líka að ótrúverðugri smásál sem ekki þorir að játa á sig tímabundið dómgreindarleysi.
Hvað títtnefnda "virðingu" Alþingis varðar mun þetta atvik litlu skipta. Einungis 13% þjóðarinnar báru virðingu fyrir löggjafarþinginu sl. vetur og sú tala hefur tæpast hækkað síðan þá. Kannski væri það athugunarvert að hafa vín í boði mötuneytis þingsins og sjá hvort það yki ekki á djörfung og dugnað þingmanna. Verra gæti það varla orðið.
Fékk sér léttvín með mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Athugasemdir
Sæll,
Hvernig líður þér með að vera svona beinn?
Hefurðu í alvöru ekki neitt betra við tímann að brúga en að skrifa svona ómerkilegt ''comment''?
Eins og þú kannski veist ekki, þá er stórskemmtilegt að fá sér í glas og alveg æðislegt að reykja cannabis.
Farðu bara inní helli þröngsýni Íslendingur.
VV. (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:31
Þó einungis 13% hafi borið virðingu fyrir þinginu, þá kusu samt 93% þjóðarinnar sömu flokkana yfir sig aftur í síðustu kosningum.
Annars sé ég þetta þannig að öll gerum við mistök og það er allt í lagi. Það er síðan hvernig við bregðumst við eftir mistökin sem sýnir okkar raunverulega karakter.
Sigmundur ákvað að ljúga. Þess vegna verður hann að víkja.
Björn I (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:32
Kæri nafnlausi VV. Ert þú virkilega svo boginn að eyða tíma þínum í marklausar athugasemdir eins og þessa?
Sigurður Hrellir, 26.8.2009 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.