Heyannir

Ýmsar spurningar vakna í tengslum við þessa frétt. Ásmundur hefur talað skýrt gegn aðild að ESB og jafnvel gefið í skyn að leiðbeinandi "þjóðaratkvæðagreiðsla" myndi engu breyta þar um. Nú vill hann sem sagt fá slíka skoðanakönnun þó svo að hann þurfi ekki að taka mark á henni.

HeyannirÁsmundur selur ekki sannfæringu sína svo glatt sem er auðvitað ótvíræður kostur en hins vegar metur hann tilvist ríkisstjórnarinnar meir en eitt stærsta mál hennar og vekur það upp spurningar um forgangsröðun og verðmætamat hins unga alþingismanns.

En það væri fróðlegt að heyra hvort að fyrirhuguð fjarvist Ásmundar í umræðum um ESB þurfi ekki nánari útskýringa við. Varla ætlar hann að kalla inn varamann fyrir sig? Ætlar Ásmundur að heyja tún sín á fullum launum frá Alþingi?


mbl.is Ásmundur farinn í heyskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Maðurinn bað um að verða þingmaður hann verður veskú að vera í vinnunni. Annars á hann að segja af sér.

Finnur Bárðarson, 10.7.2009 kl. 14:36

2 identicon

Það er líka önnur hlið á þessu máli og það er hagsmunagæsla. Það er ástæða fyrir því að ákveðið var að setja þingmönnum reglur þess efnis að þeir gæfu upp hagsmunatengsl sín svo almenningur gæti áttað sig á því að gjörðir þeirra væru ekki litaðar af eiginhagsmunum heldur að ákvarðanir þessara manna væru með almannaheill í huga. Þarna tók þessi ungi maður ákvörðun um að sinna sínum eigin hagsmunum sem óðalsbóndi frekar en að taka afstöðu til ESB út frá því hvað er best fyrir almenning í þessu landi.

 Tveir þingmenn gengu á dyr í þessu tilfelli, það voru umræddur bóndi og Ásbjörn óttarsson kvótaeigandi. Það segir allt sem segja þarf. Eru þessir aðilar ekki vanhæfir alveg eins og menn gera kröfur um að Þorgerður Katrín hafi verið vanhæf í að taka ákvarðanir í málefnum KB banka? Veltið þessu fyrir ykkur.

Valsól (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband