Hvað þarf marga þingmenn til að ...??

Sjóður 9Ég sé að það þykir fréttnæmt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér saman um nýjan þingflokksformann. Skyldi það vera það eina sem 16 þingmenn hans á fullum launum hafa komið í verk síðan 25. apríl?

Þinghópur Borgarahreyfingarinar var tilneyddur að velja sér þingflokksformann en taldi það ekki fréttaefni. Lesið hér um álit okkar fólks á óþörfum yfirstéttar- og hirðsiðum á nýjum vinnustað.

Borgarahreyfingin með sína 4 þingmenn virðist allavega frá mínum bæjardyrum séð fara mun öflugri af stað en Sjálfstæðisflokkurinn með sína 16:

www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/04/furda_sig_a_ummaelum_radherra

www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/05/05/adgerdir_rikisstjornar_ganga_of_skammt

www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/06/kvarta_til_esa_vegna_orkuverds 

www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/06/setja_thrju_skilyrdi_fyrir_esb_vidraedum 

Til hvaða örþrifaráða skyldi Sjálfstæðisflokkurinn annars grípa til að tefja ESB umræðuna og lýðræðisumbætur?

 


mbl.is Illugi þingflokksformaður sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Komdu sæll nafni

Ég við óska þér velfarnaðar í því nýja starfi sem þú hefur tekið að þér og vona að  starf þessa minnsta þingflokks á Alþingi eigi eftir að verða til farsældar fyrir land og lýð. Við höfum ekki verið sammál um ýmislegt frá því að leiðir okkar lágu saman fyrst og ég get ekki annað en glott aðeins framan í skjáinn að þá var það takmark þitt að lesa aldrei stafkrók eftir mig og vinna að því öllum árum að aðrir færu að dæmi þínu. En eins og við vitum báðir þá varð framvindan önnur.

Ég var að vona að þetta nýja þing með alla sína nýju þingmenn og sumir með nýja foringja leggðu til hliðar gömlu baráttuaðferðirnar, að grafa sig í skotgrafir og reyna að koma höggi á andstæðinginn. Þetta hélt ég að hinir nýju foringjar Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mundu víkja til hliðar og taka upp heilbrigðari vinnubrögð. En hver eru þeirra viðbrögð við stjórnarsáttmála og einstökum málum nýrrar ríkisstjórnar sem þeir þó vita nánast ekkert um?

Það lofar ekki góðu en ég vona, og hef ekki ástæði til annars, en að þið í Borgarahreyfingunni haldi fast við gildi góðrar og heiðarlegrar stjórnmálbaráttu.

Sæll að sinni 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 21:25

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Komdu sæll Sigurður og takk fyrir hlýleg orð.

Þó svo að við séum iðulega ósammála um ákveðin mál verð ég þó að segja að ég sakna "Lagnafrétta". Það er ánægjulegt að sjá að þú skrifar nú í þessum miðli og ábyggilegt að engir ritstjórar eða lesendur ritskoði það sem þú hefur fram að færa.

Varðandi Borgarahreyfinguna þá vonast ég til að við getum látið gott af okkur leiða þó svo að þinghópurinn sé fámennur. Hrossakaup og skotgrafir eru allavega ekki okkar ær og kýr. Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð eru báðir í þeirri ömurlegu aðstöðu að verja sérhagsmuni flokkseigendafélaga á meðan að Borgarahreyfingin stendur ekki fyrir neitt annað en hún lítur út fyrir að vera. Ég mun allavega gera það sem ég get til að halda hvers konar sérhagsmunum frá.

Með kærri kveðju, 

Sigurður Hrellir, 6.5.2009 kl. 22:25

3 identicon

Ég fylgist með - og er hrifinn af því sem ég hef séð hingað til. "Gerið allt vitlaust!" er mín upphrópun, þegar ég sé vilja til að breyta þessari leiðinlegu stofnun eiginhagsmunapotaranna og færi í nútímanlegt horf. Styð ykkur heilshugar - en gagnrýni, ef á þarf að halda.

Með mínum stuðningi!

Skorrdal

Skorrdal (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:21

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hlakka til þess að sjá þingmennina okkar að störfum í þinginu.  Ég hef trú á því að eftir þeim verði tekið, af alþjóð.  Áfram Borgarahreyfing. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.5.2009 kl. 00:43

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sjálfstæðisflokkurinn gæti, ef hann vildi, rænt völdum, það gæti verið eitt af hans örþrifaráðum. Pældu í því!

Arinbjörn Kúld, 7.5.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband