6.3.2009 | 16:30
Hvað með 11% þjóðarinnar?
Það er athyglisvert að svo virðist sem fólk sé tilbúið í meira af því sama - sömu flokkana, sama fólkið, sama orðaskakið. Reyndar er nokkuð skrýtið að Íslandshreyfingin sé enn með í mælingum þó svo að hún sé gengin til liðs við Samfylkinguna á meðan að hvorki Borgarahreyfingin né L-listinn fær að vera með.
Svo er einn hópur fólks sem aldrei er spurður í skoðanakönnunum hvað það ætlar að kjósa. Það eru Íslendingar búsettir erlendis, 24.500 manns 18 ára og eldri, ca. 11% kjósenda. Fróðlegt væri að sjá tölur um það hvað landflótta Íslendingar vilja kjósa, varla það sama og hér hefur ráðið ríkjum sl. ár og áratugi.
Því miður eru skoðanakannanir stefnumótandi. Allt sem mælist um eða undir 5% prósentum er talað niður og reynt að afskrifa sem "dauð atkvæði". Með því móti verður líka engin endurnýjun, ekkert nýtt Ísland, ekkert gaman. Hversu mörg prósent kjósenda verða búsett erlendis í þarnæstu kosningum. 15%? 20%??
Fylgi Samfylkingar eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Athugasemdir
Ef þjóðin notar ekki þetta tækifæri til breytinga þá mun ég íhuga vel og lengi að finna mér nýtt föðurland.
En við skulum vona það besta og muna, lengi má manninn reyna ! Mér kæmi ekki á óvart þó hér gerðust merkilegir atburðir á kjördag.
Hjalti Tómasson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:47
Hjalti, ég ætla líka að vera vongóður. Það er ekki öll nótt úti enn.
Sigurður Hrellir, 6.3.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.