1.3.2009 | 10:22
Bréf til fréttastofu RÚV og lögreglustjórans í Rvk.
Góðan dag,
Í gær kom m.a. eftirfarandi fram í fréttum RÚV:
Með ósk um útskýringar og kröfu um bætt vinnubrögð,
Sigurður Hr. Sigurðsson.
Ég vil gera athugasemd við vinnubrögð fréttastofu RÚV og lögreglunnar í Reykjavík í sambandi við útifundi "Radda fólksins" á Austurvelli.
Í gær kom m.a. eftirfarandi fram í fréttum RÚV:
- "Áhugi á mótmælum virðist þó fara dvínandi hér á landi."
- "Mjög fámennt var á mótmælafundi á Austurvelli klukkan 3 í dag að sögn lögreglu."
- "Að sögn lögreglu var þátttakan einnig lítil í lýðveldisgöngu frá Hlemmi og að Austurvelli fyrir fundinn."
Hér virðast vera settar fram staðhæfingar án þess að fréttamaður frá fjölmiðlinum hafi mætt á staðinn. Orð lögreglunnar eru tekin trúanleg þó svo að margsinnis áður hafi "talning" á hennar vegum verið dregin í efa og kvartað yfir því við fjölmiðla.
Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi var á fundinum að dreifa út blöðum með upplýsingum frá VG. Hann sagði mér eftir fundinn að hann hefði afhent fólki 300 eintök og að fundarmenn hefðu verið mun fleiri, u.þ.b. 500.
Ég vil benda á að það hefur komið fram að kostnaður lögreglunnar vegna mótmæla síðustu vikur og mánuði sé kominn yfir 50 milljónir. Þetta er mikið fé og væntanlega þungur baggi fyrir starfsemi hennar. Lögreglan hefur því beina fjárhagslega hagsmuni af því að draga úr mótmælum eins og hægt er.
Það er algjörlega óásættanlegt að vandaður fjölmiðill eins og RÚV flytji ekki nákvæmari fréttir en þetta og leyfi sér að halda því fram að áhugi á mótmælum virðist fara dvínandi. Ég fullyrði að mun fleiri voru á fundinum í gær en voru þar á fundum tvo laugardaga á undan. Og síðan hvenær telst 500 manna útifundur í Reykjavík vera mjög fámennur?
Ég hringdi inn á fréttastofu RÚV með þessar upplýsingar Þorleifs um kl. 18.20 í gær og var mér lofað að þessu yrði breytt á Netsíðunni. Það loforð hefur ekki enn verið efnt núna á sunnudegi auk þess að ég heyrði í fréttum á miðnætti að sama vitleysan var borin á borð við hlustendur.
Það verður að segjast að fréttastofa Stöðvar 2 / Vísir hafði þó bæði fyrir því að senda myndatökumann á staðinn og var einnig með réttar tölur um þátttöku. Mbl.is var hins vegar með sömu röngu upplýsingar og RÚV.
Með ósk um útskýringar og kröfu um bætt vinnubrögð,
Sigurður Hr. Sigurðsson.
Fáir þátttakendur í mótmælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Áróðursmaskínurnar RÚV og mbl.is standa sig vel fyrir flokkinn núna!
Þór Jóhannesson, 1.3.2009 kl. 10:53
ORÐ I TIMA TÖLUÐ!!!!
Við erum orðin þvi svo vön að hægri slagsiða fylgi frettaflutningi og frettatengdu efni, sbr. þegar starfsfolk siðdegisutvarpsins reðist að einstaklingum (gjarnan unglingum) inni i miðjum motmælahop með mikrofon og spurði: "Hverju ert þu að motmæla, ertu með lausn".
Hægri slagsiðan er lika raðandi þegar Bogi Agustsson segir um riki S-Am. sem ekki eru þoknanleg BNA að þau troði illsakir við Bandarikin. Myndin sem synd var a föstudagskvöldið a ruv (loksins goð föstudagsmynd) http://dagskra.ruv.is/nanar/1575/ Saklausar raddir, syndi svo ekki varð um villst hversu goðir "vinir" BNA eru.
Kolla (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.