Áfram sama sagan

Ef einhver heldur að VG og Samfylkingin muni velja hæfasta fólkið hverju sinni til mikilvægra starfa fremur en flokkshesta, hlýtur sá hinn sami nú að hugsa sig vel um. Steingrímur J. velur sinn gamla formann úr Alþýðubandalaginu, vel marineraðan úr áralangri sendiherrastöðu til að semja fyrir hönd íslensku þjóðarinnar um þrælahald næstu kynslóða á vegum IceSlave.

  • Finnst í alvöru ennþá fólk sem treystir íslenskum stjórnmálaflokkum?
  • VG vildi flýta kosningum svo að engin ný framboð gætu náð að bjóða fram.
  • Steingrímur J. ákvað að staðfesta hvalveiðar án þess að hafa siðferðilegt umboð kjósenda sinna til þess.
  • Formaður flokks sem stærir sig af jafnréttishugsjónum velur 7 karla og 1 konu í samninganefndina sem hér um ræðir.

Viljum við halda áfram að búa við flokksræði eða kjósa fólk á þing??? 

 --------------------------------------------------------

Iðnó fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00

Ríkisstjórnin lofaði persónukjöri og breytingum á kosningalögum. Er það mögulegt? Samstaða –bandalag grasrótarhópa boðar til almenns borgarafundar til að fá úr því skorið.
Ræður: Þorkell Helgason - útbjó núverandi kosningalög
Ómar Ragnarsson - talsmaður persónukjörs & breytinga á kosningalögum
Fundarstjóri: Magnús  Björn Ólafsson - ritstjóri

Fulltrúar flokkanna hafa verið boðaðir  á fundinn til að fá afdráttalaus svör varðandi þessi mál. Þessir fulltrúar hafa boðað komu sína:

Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki

Guðjón A. Kristjánsson Frjálslynda flokknum

Helgi Hjörvar frá Samfylkingu

Steingrímur J. Sigfússon frá VG

Hvaða flokkar ætla að verða við kröfum þjóðarinnar um persónukjör? Mikilvægt er að fólk fái skýr svör nú þegar. Nú er tækifæri fyrir almenning að fá svör við spurningum sínum.

Sýnum samstöðu og mætum öll


mbl.is Afdrifaríkasta nefnd ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband