Réttlæti eða flokksræði?

Nokkuð skrýtin þessi umræða að ná þurfi sátt meðal "gömlu" flokkanna um þetta sjálfsagða réttlætismál.

Þau grasrótarsamtök sem eru í framboðshugleiðingum hljóta að krefjast þess að leggja fram óraðaða lista fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar gætu eftir sem áður haldið sínu ólýðræðislega striki og verið með raðaða lista að eigin vild. Ef þessi breyting næði ekki fram að ganga yrði það að skoðast sem enn ein aðförin að lýðræðislegum leikreglum. Eftir sem áður væri 5% lágmarksreglan í gildi og grófleg mismunun hvað varðar opinberar fjárveitingar til kynningarmála og innra starfs. Þessu yrði varla þegjandi tekið.

 

lydveldisbyltingin-400x70.gif
mbl.is Persónukjör í kosningunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Finnst þér prófkjör ólýðræðisleg aðferð?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.2.2009 kl. 16:58

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnar, prófkjör eru vissulega umdeild enda hefur visst þagnarbindindi ríkt um það hvernig þau eru fjármögnuð. Mergurinn málsins er að leyfa þarf óuppraðaða lista svo að kjósendur geti forgangsraðað fólki í kjörklefanum.

Sigurður Hrellir, 17.2.2009 kl. 18:26

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En það er hægt við núverandi kosningalög að breyta uppröðuðum lista, auk þess höfum við útrstrikunarreglu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.2.2009 kl. 23:40

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Prófkjör skila sér eingöngu í valkostum til flokksbundinna aðrir kjósendur fá ekki að taka þátt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2009 kl. 23:49

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnar, þú veist sem sagt ekki að það hefur sama og engin áhrif að breyta uppröðuninni miðað við núgildandi lög. Vægi þeirrar uppröðunar sem flokkurinn gerir er einfaldlega allt of mikið. Að strika út nöfn er ögn áhrifaríkara en samt þarf mjög margar útstrikanir á sama frambjóðandann til þess að hann lækki um eitt sæti, hvað þá meir. Það voru vissulega 2 frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum sem fengu stóran skammt af útstrikunum en báðir komust samt á þing og annar meira að segja í ráðherrasæti. Segir það ekki eitthvað um máttleysi núgildandi reglna?

Sigurður Hrellir, 18.2.2009 kl. 00:35

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það er spurning hvenær lýðræðið snýst upp í andhverfu sína. Það má heldur ekki vera þannig að smá áróðurstrikk í blöðum, daginn fyrir kosningar, geti skemmt möguleika eins, um leið og það eykur möguleika annars í kosningunum. Tæpur sólarhringur getur verið of skammur tími til að leiðrétta og hefja yfir allan vafa meðal almennings. Sagði ekki einhver, einhverntíma að vika væri langur tími í pólitík. Sumir segja að sólarhringur sé yfirdrifið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband