Framboðsræður á Alþingi

Mér er nóg boðið. Ég vil moka út þessu fólki á Alþingi sem eyðir tíma sínum í innihaldslitlar framboðsræður á meðan að þjóðfélaginu er að blæða út.

Sjálfstæðisflokkur: Í guðanna bænum dustið rykið af gömlum gildum flokksins og finnið einhverja trausta manneskju sem komin er til vits og ára til að leiða flokkinn út úr hugmyndafræðilegum rústum og morfískeppnisræðumennsku. Ég sting upp á Ragnari Önundarsyni.

Öskur að næturþeli - samsett myndSamfylkingin: Í guðanna bænum losið ykkur við Össur Skarphéðinsson og aðra gamla stóriðjudurta. Þeir eiga fremur heima í Framsóknarflokknum og nú þarf heldur betur endurnýjun til að jafnaðarmenn treysti Samfylkingunni til áframhaldandi stjórnarsetu.

Varðandi Evrópumálin þá hefur Samfylkingin svikið kjósendur sína tvívegis með því að taka sæti í  ríkisstjórn án þess að málið sé sett á dagskrá. Það er auðvitað reginhneyksli að ekki skuli kannaður hugur kjósenda til aðildarviðræðna nú þegar að gengið verður til kosninga í apríl. Hvenær á þá að kjósa um það??


mbl.is Eitt hænufet til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband