Stór tækifæri eða mikil áhætta?

Tekjuskapandi og sjálfbær nýting hvalaEf svo margir alþingismenn telja æskilegt að hefja hvalveiðar væri ekki úr vegi að þau hugleiði það sem fram kemur í þessum  pistli Arthúrs Björvins Bollasonar frá Þýskalandi um íslenska bankakerfið sem fluttur var í Speglinum á Rás 1 fyrir viku síðan. Í lokin sagði Arthúr:

"Því er svo við að bæta að það andaði raunverulega köldu í fyrsta sinn í garð Íslendinga í þýskum fjölmiðlum þegar þær fregnir bárust að nú væri ætlunin að hefja hvalveiðar að nýju. Fjölmiðlar hér voru sammála um að þetta væri köld gusa framan í ýmsar vinaþjóðir Íslendinga og óskiljanleg pólitísk heimska, einkum við þær aðstæður sem nú ríkja."

Í umræddri þingsályktunartillögu stendur m.a.: "Stóru tækifærin felast hins vegar í útflutningi enda er innanlandsmarkaður afar takmarkaður." En ef svo stór tækifæri bíða virkilega erlendis (sem er algjörlega órökstutt) af hverju er þá leyfunum úthlutað til ákveðinna innlendra vildarvina en ekki boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu?

Það er áhyggjuefni að svo mörgum kjörnum fulltrúum okkar sé  ekki ljóst að orðstír þjóðarinnar hefur beðið gífurlegt tjón. Ekki hefur umfjöllun síðustu daga um orð Ólafs Ragnars hjálpað mikið til. Að láta sér hvalveiðar í léttu rúmi liggja er beinlínis að skvetta olíu á eldinn. Og hvaða gjaldeyristekjur höfum við svo af þessum veiðum? Eru alþingismenn örugglega með réttu ráði?


mbl.is 36 þingmenn vilja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Amen! Enn ein yfirlýsing sjálfstæðisflokksins um eigin heimsku að taka ákvörðunina svona fáránlega bláttáfram. Ég er persónlega fylgjandi nýtingu, en það er hægt að gera hlutina rétt eða rangt og sjálfstæðisflokkurinn fórnaði þarna þjóðarhagsmunum fyrir flokkshagsmuni þ.s. hann vissi ósköp vel að þeir gætu þarna búið til mál sem hægt væri að nota sem fleyg fyrir heimska framsóknarmenn, sem láta orð og gjörðir sjálfstæðismanna stýra sér eins og fyrri daginn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 11.2.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Karl Þór Baldvinsson

Við lifum ekki á orðsporinu einu saman,þurfum gjaldeirir til að borga erlendar skuldir.Ég hef trú á vinir okkar í EU vilji frekar fá gjaldeyri heldurenn þjóð með geislabaug

Karl Þór Baldvinsson, 11.2.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sammála þessu Rúnar. Ég tel að hér sé fyrst og fremst um aumkunarvert pólitískt trix að ræða. Vonandi fær þetta fólk til að hugsa um raunverulegt eðli Framsóknarflokksins sem lítið hefur breyst með tilkomu Sigmundar Davíðs, Guðmundar Steingrímssonar eða fleiri skilgetinna eða óskilgetinna afkvæma Framsóknarmanna.

Sigurður Hrellir, 11.2.2009 kl. 16:26

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Karl, gerðu mér þann greiða að sýna með tölum fram á það að hvalveiðar skili okkur gjaldeyristekjum umfram kostnað. Ef þér tekst að sýna fram á að þær skili meiri gjaldeyristekjum en hvalaskoðun þá skal ég taka ofan fyrir þessum alþingismönnum og lofa að blogga ekki meira um hvalveiðar að sinni.

Sigurður Hrellir, 11.2.2009 kl. 16:30

5 Smámynd: MacGyver

Ég er nú bara nokkuð viss um flestallir íbúar í nágrannalöndum eru gjörsamlega skítsama um hvort við veiðum hvali eða ekki, en auðvitað fordæma útlenskir stjórnmálamenn þessu því það er ekki hægt að tapa neitt á þessu (þeir hrífa þá litla dýravinahópa sem eru til og hafa hvorki já/neikvæð áhrif á þá kjósendur sem eru eftir því þeir eru bara algjörlega sama).

Ég held svo að hvalskoðunar-rökum ganga ekki upp heldur. Ég get ekki séð fyrir mig fullt af fólk í útöndum hugsandi "ó nei, þeir veiða hvalir, skellum okkur aldrei til íslands", ég held frekar að auglýsing á besta tima (í miðju fréttum) á það til með að vekja meiri áhuga á ferðum til Íslands og sérstaklega setur fram hvalskoðunarmöguleikar hér á landi.

MacGyver, 11.2.2009 kl. 16:31

6 Smámynd: MacGyver

"Karl, gerðu mér þann greiða að sýna með tölum fram á það að hvalveiðar skili okkur gjaldeyristekjum umfram kostnað."

Ég veit eila ekkert um þetta per se, en kaupa ekki einkafyrirtæki réttindin til að veiða? Ef það væri engin hagnaður í þessu þá væru einkafyrirtæki varla að kaupa þau réttindi? 

MacGyver, 11.2.2009 kl. 16:33

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Var að lesa frétt á mbl í dag eftirfarandi tölfræði varðandi veiðarnar: "Gjaldeyristekjur af útflutningi á hvalaafurðum voru rúmar 95 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt svari sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingar sagðist hafa upplýsingar um að kostnaður við að flytja langreyðakjöt með flugfrakt til Japans hafi numið 112 milljónum króna." Við fáum semsagt enga aura fyrir blessaðar skepnurnar heldur þurfum að borga með... er þetta á þjóðina bætandi?

Birgitta Jónsdóttir, 11.2.2009 kl. 17:26

8 identicon

Samkvæmt skýrslu sem ParX viðskiptaþjónusta gerði fyrir forsætisráðuneytið og var gefin út árið 2008 kemur fram að hvalveiðar eru talin hafa lítil áhrif á ferðaþjónustu og:

"Þar að auki er markhópurinn (þeir sem geta hugsað sér að heimsækja Ísland; insk AJ) síður neikvæður gagnvart hvalveiðum en þeir sem telja ólíklegt að þeir ferðist til Íslands."

Komið með tölfræðileg rök ef þið ætlið að halda því fram að ferðamönnum fækki.  Öll tölfræði frá því Ísland hóf hvalveiðar að nýju árið 2003 hafa sýnt aukningu ferðamanna til landsins. 

Bara í framhaldi á því að Íslendingar hófur veiðar á langreyði í október árið 2006 jókst fjöldi ferðamanna um 18,6% í október það ár og fjölgunin var 36,4% í nóvember m.v sömu mánuði árið 2005.

Arnfinnur Jónasson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 17:36

9 Smámynd: Sigurður Hrellir

Arnfinnur, þú virðist hafa einhverjar tölur á hraðbergi varðandi fjölda ferðamanna. Getur þú ekki komið með einhverjar tölur um gjaldeyristekjur af sölu hvalkjöts líka? Hvað segir þú um það sem stendur í athugasemd #7? Ég vil sjá tölur, ekki ágiskanir.

Sigurður Hrellir, 11.2.2009 kl. 18:53

10 Smámynd: MacGyver

"Við fáum semsagt enga aura fyrir blessaðar skepnurnar heldur þurfum að borga með... er þetta á þjóðina bætandi?"

Dettur þetta ekki á einkafyrirtækið? Og mér skilst að aðstæður á Japanska markaðinum hafa breyst?

MacGyver, 11.2.2009 kl. 18:55

11 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Sæll Sigurður Hrellir.

Árið 2003 hófust hvalveiðar aftur eftir langt hlé. Þegar það gerðist var Sturla Böðvarson ferðamálaráðherra, og lét hann gera rannsóknir og skýrslur á tímabilinu 2003 - 2007 um áhrif hvalveiða á ferðamannastraum til íslands. Heildar kostnaðurinn var um 18 milljónir við þessar rannsóknir, þannig að það var lagt mikið í að rannsaka þetta.

Niðurstaðan var alltaf sú sama, hvalveiðar hafa engin áhrif á ferðamannastraum til íslands. Þú getur fengið þetta staðfest hjá Sturlu.

Það er staðreynd að útfluttningur hvalaafurða yrði 2-3% af öllum útfluttningi sjávarafurða, ef við færum að veiða samkvæmt núgildandi reglugerð. Þetta gæfi okkur nokkra milljarða í gjaldeyriskassan (ég er ekki með nákvæma krónutölu) - og enga mínusa svo ég viti um (amk ekki fækkandi ferðamönnum, það er sannað). Svo má ekki gleyma sirka 200 störfum í plús kladdann.

Veist þú um einhverja aðra meinta mínusa Sigurður?

Stefán Gunnlaugsson, 11.2.2009 kl. 21:24

12 identicon

Tölurnar sem ég bendi á um ferðamenn eru opinber gögn og finnast m.a. á vef ferðamálastofu. Skýrslan er til hjá forsætisráðuneytinu.

Í umræðum á þingi í dag kastaði Mörður Árnason fram tölum sem hann hefur eftir dýraverndunarsamtökum en Jón Gunnarsson segir Mörð hins vegar ekki reikna rétt og kemur með allt aðrar tölur - en vísar ekki í heimildir. 

Sjávarútvegsráðherra boðar hins vegar: "ýtarlegt talnaefni, svo sem um kostnað, sem væri samfara veiðunum."

Við hljótum að fagna því - ég og þú sem og aðrir sem hafa áhuga á þessum málum. Þú veist það jafnvel og ég að tölurnar sem þú biður um eru ekki til - einungis áætlanir því við höfum ekki verið að flytja út hvalkjöt undanfarin ár.

2-3% af útflutningi sjávarafurða myndi leggja sig á u.þ.b. 4 milljarða.  Ég veit ekki hversu nálægt sú tala er.

Arnfinnur Jónasson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 21:52

13 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég er sjálfur ekki að fullyrða neitt um áhrif hvalveiða á hvalaskoðun eða erlenda ferðamenn, en fyrirtækin sem gera út á hvalaskoðun hafa augljóslega áhyggjur af því að hvalveiðar muni hafa neikvæð áhrif.

Engar haldbærar tölur eru til um gjaldeyristekjur af útflutningi hvalkjöts. 2-3% af útflutningi sjávarafturða segja Stefán og Arnfinnur, eða u.þ.b. 4 milljarðar. Er þá ekki verið að miða við að markaður skapist sem ekki er fyrir hendi? Og talandi um mínusa þá er augljóst að einhver rekstrarkostnaður verður á þessari útgerð, t.d. olía. Að veiða hvali og flytja yfir hálfan hnöttinn er auðvitað mínus í bókhaldinu.

Orðspor Íslands og Íslendinga er hins vegar erfiðara að meta í beinhörðum peningum. Ég trúi því að við þurfum að treysta á velvilja annarra Evrópuþjóða á næstu árum til að vinna okkur út úr kreppunni og hugsanlega að gerast aðilar að ESB. Hvalveiðar í óþökk nágrannaþjóða er væntanlega eins og að skjóta sig í fótinn.

Atvinnusköpun, já, hvalveiðar eru atvinnuskapandi svo lengi sem þær eru arðbærar og ryðja ekki burtu annars konar starfsemi.

Að lokum enn og aftur þetta sem enginn hefur nefnt: Af hverju fá vissir aðilar leyfi til að veiða hvali endurgjaldslaust??? Hvers vegna er þetta ekki boðið út fyrst það er svo arðbært?

Sigurður Hrellir, 11.2.2009 kl. 22:38

14 Smámynd: Sigurður Hrellir

Tilfinningarleg sjónarmið eru svo sér kapítuli út af fyrir sig. Hvalir eru mjög skynsöm dýr. Enginn sem horft hefur á vel þjálfaða höfrunga getur andmælt því.

Sigurður Hrellir, 11.2.2009 kl. 22:43

15 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Sæll Sigurður Hrellir.

Það er staðreynd að það er sölumarkaður fyrir hvalkjöt, og hvalaafurðir yrðu 2-3% af útfluttningi sjávarafurða. Hvað þarftu að vita meira?? Auðvita er rekstarkostnaður af þessum veiðum eins og öðrum rekstir. Ég tek það ekki með sem mínus við að hefja hvalveiðar. Einnig er stór möguleiki á að hægt sé að bræða hvalafitu til að framleiða olíu á fiskveiðiskip. Þannig yrðu veiðarnar sjálfbærar á olíu og gott betur en það.

Það er líka staðreynd að hvalveiðar skaða ekki ferðamannaþjónustuna eða orðspor íslands, þess vegna skil ég ekki afhverju þú staglast alltaf á því. Það er fáránlegt að halda því fram að hvalveiðar riðji burtu annari starfsemi, enda rökstiður þú það ekkert.

Ég skal segja þér af hverju þessi leyfi eru ekki boðin upp. Þannig er mál með vexti að hérna áður fyrr stunduðu nokkrir bátar þessar veiðar og aðeins vegna þess að þessi furmkvöðlar voru að veiða hér við land, þá fékk ísland úthlutað hvalveiði kvóta byggðan á veiðireynslu. Ef þessi menn hefði ekki verið að veiða værum við ekki að tala um hvalveiðar í dag við íslandsstrendur.

Síðan var þessum aðilum bannað að stunda sína atvinnu (hvalveiðar) árið 1985 og fengu ekkert í staðinn, vegna þess að þeim var lofað að þetta yrði bara 4 ára bann. Síðan liðu 18 ár þangar til að þeir fengu að byrja aftur.

Hvaða réttlæti væri það að leyfin yrðu boðin upp núna, þegar þessir aðila hafa barist allan þennan tíma fyrir þessu og þar að auki unnið íslendingum veiðirétt hér áður fyrr. Krisján loftsson á stórt hrós skilið fyrir alla hans þolinmæði, við þurfum fleiri svona menn.

Þú ert greinilega drifin áfram á tilfinningum gagnvart hvölum, sem er alveg virðingar vert. En hvalir eru því miður ekkert skinsamari skeppnur en svínið sem þú étur á jólunum eða beljan sem þú borðari síðast á mac donalds. Það er líka hægt að þjálfa nautgripi til að gera ótrúlegustu hluti.

Stefán Gunnlaugsson, 12.2.2009 kl. 09:41

16 Smámynd: MacGyver

"Að lokum enn og aftur þetta sem enginn hefur nefnt: Af hverju fá vissir aðilar leyfi til að veiða hvali endurgjaldslaust??? Hvers vegna er þetta ekki boðið út fyrst það er svo arðbært?"

Því fólk fær vinnu af þessu og þannig er hagnaðurinn búinn til. 200 manns fær vinnu, fær peninga, borgar skatta og kaupir vörur af öðru fólki.

MacGyver, 12.2.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband