5.2.2009 | 00:55
Á að láta stjórnmálaflokka draga úr völdum stjórnmálaflokka?
Það hvarflar nú helst að manni að þessi ríkisstjórn ætli alls ekki að breyta kosningalögum. Í núgildandi lögum, grein 82 stendur m.a.:
"Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til. Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans."
Þetta er eitt best geymda leyndarmál stjórnmálaflokkanna - aldrei minnst á það í kynningum fyrir kosningar. Mér sýnist að hugmyndir ríkisstjórnarinnar gangi nú ekki mikið lengra en núgildandi lög. Hvað með að geta kosið einstaklinga þvert á flokka? Hvað með 5% regluna og jafnræði framboða? Hvað með kjördæmaskipan og misvægi atkvæða? Hvað með ójafna styrki til stjórnmálaflokka? Ný framboð fá hreint enga styrki. Af hverju skyldum við treysta stjórnmálaflokkum til að setja lög um stjórnmálaflokka?
Hér má sjá öllu framsæknari hugmyndir um breytingar.
Opnað fyrir persónukjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.