Dabbi kóngur vs. Robert Wade

Ég geri það að tillögu minni að þegar Dabba kóngi hefur verið vísað út úr Svörtuloftum verði Robert Wade boðið að taka hans stöðu. Auk þess:

Gylfa Magnússon eða Vilhjálm Bjarnason í Fjármálaeftirlitið.


mbl.is Mótmælt við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilhjálm Bjarnason, ekki spurning.

Baldvin Björgvinsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Já, hann hefur í raun rekið sitt eigið Fjármálaeftirlit og gerir enn.

Sigurður Hrellir, 25.1.2009 kl. 23:33

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þér er getur ekki verið alvara með Robert Wade Siggi minn. Hefurðu einhverja hugmynd um hvað þú ert að tala eða ertu bara að éta þetta upp eftir einhverjum öðrum??

Hér eru stikkorðin á síðunni hans:

Experience keywords:

East Asian development; economic growth; globalisation; industrial and technology policy; inequality; international environmental politics; International Monetary Fund; international NGOs; multilateral economic organisations; World Bank; World Trade Organisation

Veistu hvað þetta þýðir? Ég er ansi hræddur um að það sé einhver flugumaður í ykkar röðum, sem heldur svona tröllaukinni þvælu fram. Þú villt þó ekki ganga beint í gin ljónsins í öllum æsingnum er það?

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2009 kl. 23:41

4 Smámynd: Aliber

Úff,

Villhjálmur Bjarnason í fjármálaeftirlitinu væri eins og að setja Sveppa sem menntamálaráðherra... Þeir kunna að koma fram og vera með læti en voða lítið undir froðunni sem máli skiptir.  Fjármálaeftirlitið þarf fagmann sem getur unnið vel og hefur sérhæfingu á því sviði, ekki trúð.

Jón Steinar: Leiðinlegt að benda þér á en orð eins og globalisation eru einmitt þau sem urðu til þess að þú situr einmitt við tölvu núna í stað þess að sauma skinnskó á lappirnar á þér við dauft ljós frá tólgarkerti. Vörum okkur á kommúnismanum og sjálfsþurftarbúskapnum, hann hljómar vel úr fjarlægð (og þó ekki) en í raun hefur hann ekkert gott fram að færa. Þessar stofnanir sem þú þylur upp eru allar mjög mikilvægar og ættum við að tileinka okkur öll þau ráð sem menn á borð við RW og þessar stofnanir geta gefið okkur. Nýtt reynslu þeirra til að koma okkur á braut meðalhófs og skynsemi - ekki öfga, hvora áttina sem þeir ganga vinstri eða hægri.

Robert Wade er eflaust ekki besti maðurinn í stól seðlabankanns þó hann væri mjög góður kostur. Seðlabankar þurfa menn sem hafa þekkingu á staðháttum hvers svæðis, því er mikilvægt að Íslendingur, aðili sem starfað hefur á Íslandi eða í nánu samstarfi við landið fari á toppin í seðlabanka. 

Aliber, 25.1.2009 kl. 23:59

5 Smámynd: Aliber

Ath, Villhjálmur hefur sýnt mikinn dugnað í að benda á margt sem betur mátti fara og fær hann hrós fyrir það. Stend samt við athugasemdina hér á undan.

Aliber, 26.1.2009 kl. 00:01

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er athyglisvert að sjá hvað fólk er alltaf sammála um að vera ósammála.

Jón Steinar, ég apa yfirleitt ekki upp eftir öðrum en tjái mig stundum um hluti sem ég hef takmarkaða þekkingu á. Gerir þú það aldrei? Ert þú einn af þeim sem eru með ESB fóbíu? Wade yrði örugglega margfallt betri seðlabankastjóri en DO. Af hverju stingur þú ekki upp á einhverjum sjálfur? Ég vil ekki sjá að Íslendingar (ég þ.m.t.) þurfi áfram að þjást með eigin gjaldmiðil, einangrunarstefnu, haftastefnu, forsjárhyggju og stjórnmálamenn sem þykjast vita allt betur en kjósendur þeirra.

Varðandi Fjármálaeftirlitið þá teldi ég líka best að fá erlendan aðila í það verkefni, einhvern sem alls engin tengsl hefur við íslenskt viðskiptalíf eða stjórnmálaflokka. Ef ekki þá dettur mér líka í hug Indriði Þorláksson fv. ríkisskattstjóri.

Sigurður Hrellir, 26.1.2009 kl. 01:18

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt að þú skulir setja tækniframfarir í bein tengsl við globalistion Aliber. Víst er það stríðsrekstur og stuldur auðlinda sem þar liggur til grunns. Ég gæti alveg neitað mér um þennan munað í skiptum fyrir slíkan munað. Gleymdu því ekki vinur að Globalisation er líka ástæða þess sem við erum að berjast við núna: Glatað sjálfstæði og upptaka eigna okkar. Syngdu þennan söng annarstaðar. Þú ert síðasti móhíkaninn í þessum trúarbrögðum.

Það ætti að segja þér eitthvað Siggi að maður á borð við Aliber, er ekki afundinn slíkum manni í seðlabankann. Hann vildi máske aðeins meiri neocon radical þarna inn.  Ég er bara að segja þér að kanna bakgrunn þeirra manna, sem menn eru að nefna í þessu sambandi og hvað þeir hafa staðið fyrir. Kurteislega. Í svona ástandi er víst að græðgis og spillingaröflin berjist á hæl og hnakka við að koma sínum að. Við skulum ekki vera nytsamir sakleysingjar þeirra.

Hinsvegar eru það augljós meðmæli með Vilhjálmi að Aliber á ekki til nægilega sterk orð til að níða hann. Það eitt sannfærir mig um að Vilhjálmur er ekki slæmur kostur. Gaman að beita kremlológíunni á svona höfðingja eins og Aliber. Það er eiginlega of auðvelt.

Ég hef velt þessu fyrir mér líka með ráðgjafann. Joseph Stiglitz kom til hugar, en honum var vikið  úr IMF fyrir að gagnrýna aðferðafræði sjóðsins og Alþjóðabankans. Hann þekkir til íslands og hefur gert skýrslur um efnahagsmál hér fyrir seðlabankann. Einhvernveginn mátti ekki nefna hann í kjölfar hrunsins, sem mér þykja líka meðmæli. Annars, svona þér að segja, þá stendur mér stuggur af Gyðingaættuðum bankamönnum, einhvernveginn er sagan vörðuð af þeirra stórveldisbrölti. Þetta má þó ekki´segja í skinhelgi sósíaldemókrasíunnar, svo þú heldur þessu fyrir þig. Hafðu í huga nöfn eins og Bernake og Greenspan auk Friedman og fleiri. Það er einhver skortur á rauntengingu og sýn á stærra samhengi hjá þessum mönnum, eða þá að þeir eru ótýndir glæpamenn.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.1.2009 kl. 04:33

8 Smámynd: Aliber

Jón Steinar, þú segir "Annars, svona þér að segja, þá stendur mér stuggur af Gyðingaættuðum bankamönnum, einhvernveginn er sagan vörðuð af þeirra stórveldisbrölti." Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða hreinlega verða skelkaður.

Auðvitað hefur alþjóðavæðing opnað fyrir tækniframfarir. Lestu bara sögu tækniframfara í kjölfar iðnbyltingarinnar og hversu hratt tækninni fleygði fram meðfram því að samskipti á milli landa auðvelduðust og fjarlægðir styttust. Eða ertu kannski einn af þeim sem étur upp Zeitgeist myndirnar óritskoðaðar og trúir því sem þar kemur fram í barnslegri einlægni? Staða okkar í dag er ekki alþjóðavæðingunni að kenna.

Varðandi Vilhjálm þá er ekki nóg að hafa verið kjaftfor upp á síðkastið. Það eru til menn upp í Háskóla t.a.m. sem hafa betri menntun og þekkingu á fjármálamörkuðum, en það virðist einhvernveginn vera svo í þessari upphrópunar og alhæfingar umræðu sem tröllríður öllu þessa dagana að sá sem hæst lætur hefur sjálfkrafa rétt fyrir sér. Sbr. borgarafundinn síðasta í Háskólabíói, þar sem fróðlegt erindi ítalska hagfræðingsins hjá Straumi í London þótti bara leiðinlegt (allavega miðað við umræðuna hér á bloggheimum) og fulltrúa viðskiptaráðs var ekki einu sinni gefið hljóð til að koma sínu máli á framfæri. Sýndarréttarhöld, fólk ekki komið til að skilja heldur til að öskra.

Aliber, 26.1.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband