14.11.2008 | 14:08
Bréf til RÚV
Ég sendi fyrir stuttu síðan eftirfarandi tölvupóst á Óðinn Jónsson <odinnj@ruv.is>, Pál Magnússon <pall.magnusson@ruv.is>, Sigrúnu Stefánsdóttur <sigruns@ruv.is> og Þórhall Gunnarsson <thorhallur.gunnarsson@ruv.is>:
Góðan dag,
Mig langar að forvitnast hvað þarf fjölmenna mótmælafundi til að RÚV-Sjónvarp sendi beint út frá þeim? Ég minni á að þegar vörubílstjórar mótmæltu við Geitháls var aukafréttatími sendur út beint þaðan.
Á morgun kl. 15 er reiknað með mörg þúsund óánægðum Íslendingum á Austurvöll. Hugsanlega verða þetta fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar. Ætlar Sjónvarp allra landsmanna að verja sjálfstæði sitt eða fylgja þöggunarstefnu stjórnvalda?
Svar óskast.
Með góðri kveðju,
Sigurður H. Sigurðsson.
Icesave skuldin 640 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef einmitt verið að blogga um þetta í dag!!! Flott framtak hjá þér Sigurður og réttmæt krafa finnst mér sem greiðandi afnotagjalda...Eitt af hlutverkum Rúv er að koma upplýsingum til landsmanna á neyðartímum. Nú eru neyðartímar og það minnsta sem þeir geta gert er að vera með beinar útsendingar í útvarpi og sjónvarpi frá Austurvelli.
p.s ...hefurðu fengið einhver viðbrögð við þessari fyrirspurn þinni???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 14:19
Ég skal láta vita hér á síðunni ef einhver viðbrögð berast.
Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 14:26
Við landsbyggðarfólkið myndum gjarnan þiggja beina útsendingu frá þessum mótmælum því eigum við þess kost að mæta. Gott framtak hjá þér Sigurður.
Haraldur Bjarnason, 14.11.2008 kl. 14:34
Nú er fréttastofa RÚV, Sjónvarp og Útvarp, búin að senda beint út frá blaðamannafundi í Valhöll. Nú bíð ég spenntur að sjá hvort þeir sýni Sjálfstæðisflokknum eða fólkinu á Austurvelli meiri hollustu. Ekkert svar hefur mér borist enn.
Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 15:16
Gott framtak. Áhugavert að sjá viðbrögð ef einhver verða.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.11.2008 kl. 17:30
Heyr, heyr!!
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:06
Stöð 2 stóð sig vel. Við sem ekki áttum heimangengt gátum þá fylgst með og hlustað á góðar ræður og fundið orkuna og samheldnina, þó við getum ekki mætt á staðinn. Það er mikils virði. Nú verður Rúv að taka sig á.
Bestu kveðjur í bæinn Siggi
Ragnhildur Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 16:46
Já það var magnað að vera á Austurvelli í dag.
Anna Karlsdóttir, 15.11.2008 kl. 18:51
Ekki fékk ég neitt svar frá RÚV frekar en við var að búast. Ég var ánægður að sjá þá mætta á Austurvelli með allar græjur og mannskap en vonsvikinn þegar ég komst að því að ekki var sent út beint nema í útvarpinu. Stöð 2 stóð sig allavega mun betur. Svolítið einkennilegt hjá RÚV-Sjónvarpi að senda mótmælafundinn út einum sólarhring síðar. Vegir RÚV eru órannsakanlegir!
Sigurður Hrellir, 17.11.2008 kl. 01:37
góð spurning hjá þér. mér fannst gott að geta líka spilað aftur útsendinguna hjá Stöð 2. Flott hjá þeim að bjóða upp á þetta. Magnaðir ræðumenn.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 18.11.2008 kl. 01:37
Gott framtak Sigurður Ég er líka stuðningsmaður RÚV, en vill eins og þú að hvorki auglýsendur né stjórnmálaflokkar ráði dagskrárstefnu og fréttamati og ég vil meira Íslenskt efni, frá grasrótinni, ungu fólki á Íslandi og öðru framsæknu fólki á öllum aldri.
Máni Ragnar Svansson, 18.11.2008 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.