Danska þjóðarsálin

Ég var í skóla í Kaupmannahöfn í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Danir reyndust mér yfirleitt vel og voru mjög jákvæðir í garð Íslendinga.

Danskurinn veifar og veifarÁ þessum árum gekk kreppa yfir Færeyjar og margir Færeyingar fluttust til Danmerkur. Ég man hvað ég var hissa þegar ég fór að heyra Danina tala illa um Færeyingana. Það var talað um þá sem afætur sem flyttust til Danmerkur og færu þar á atvinnuleysisbætur þegar að þeir væru búnir að setja allt í kalda kol heima fyrir. Samt voru Færeyjar hluti af danska konungsríkinu!

Ég held að Íslendingar ættu ekki að búast við góðu af Dönum núna. Sérstaklega ekki eftir allt kaupæðið sem hljóp á íslensku útrásarvíkingana í Kaupmannahöfn.


mbl.is Danir vildu ekki bjarga Íslendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumingja Danskurinn, er hann nú alveg að fara yfirum. Þaða er ljóst að minnimáttarkend þeirra gagnvart okkur Íslendingum er mikil. Enda erum við farnir að taka þá í gegn í flestum íþróttum og fleiru. Hverjir haga sér svona nema þeir sem eru með minnimáttarkend og njóta þess að sparka í liggjandi mann. En þegar hann stendur upp míga þeir í buxurnar og hlaupa í burtu.

Hilmar Pálsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég er nú staddur úti í Danmörku að leita mér að vinnu eins og er. Það fer að verða spurning um að fara að ljúga til um þjóðerni í atvinnuumsóknunum :)

En annars var ég að lesa grein um Ólaf Ragnar í 2 blöðum í gær og þennan fræga fund sem hann átti með sendiherrum norðurlandanna. Þar mátti lesa á milli línanna háð dönsku blaðana af forseta vorum.

En annars lenti ég af tilviljun í viðtali við norskt dagblað og norska útvarpsstöð í gær, hvernig sem nú á því stóð.

Líklega er bæld reiði Dana að koma upp á yfirborðið núna. Enda Íslendingar hagað sér hreint ótrúlega hér úti í Danmörku í sýndarmennsku og stórmennskubrjálæði og keypt upp allt steini léttara sem hægt var og að sjálfsögðu allt með lánum.

Það er ekki gaman að lesa í dagblöðum fréttir um fall Sterlings (1.100 Danir missa vinnuna), fall Nyhedsavisen, hrun Merling verslananna og svona má lengi telja.

Það sem Íslendingar fatta ekki er að Danir hafa lært að fara vel með peninga ólíkt því sem hægt er að segja um Íslendinga.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.11.2008 kl. 10:15

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sjálfsagt hafa margir Danir verið haldnir minnimáttarkennd gagnvart þeim nýríku Íslendingum sem ekki vissu aura "sinna" tal. Það breytir því ekki að flest okkar verða varla ásökuð um fjárglæframennsku og þess vegna er það lítilmótlegt ef Danir hæðast að frændþjóðum sínum í erfiðri aðstöðu.

Kjartan, ef það er eitthvað sem Íslendingar gætu lært af Dönum, þá er það helst um meðferð peninga. Danir eyða ekki um efni fram en eru sjaldan nískir. Það er sumt í dönsku þjóðarsálinni sem  ég dáist að og annað sem ég þoli illa. Ég þurfti að ákveða á sínum tíma hvort ég vildi lifa og starfa í Danmörku en komst að þeirri niðurstöðu að ég myndi aldrei samsvara mig með Dönum.

Gangi þér vel að finna vinnu og láttu ekki háðsglósur draga úr þér kjarkinn.

Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 10:42

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sammála Skorrdal. Aldrei má dæma heila þjóð út frá einstaka vitleysingjum. Það er því miður okkar vandamál núna. Sjálfur á ég góða vini og kunningja meðal Dana.

Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 11:51

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sæll Sigurður..vona að mér leyfist að nota efni sem þú settir í athugasemdir hjá Láru Hönnu með áskorun á Rúv um að vera með beina útsendingu á Austurvelli á morgun. Setti það inn í mínar athugasemdir og vonast til að sem flestir taki undir þessa áskorun.

Kærar þakkir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 14:10

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Að sjálfsögðu Katrín. Ég vona að sem flestir sendi póst til RÚV.

Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband