11.11.2008 | 10:01
EKKI blogg
Ég finn hvernig reiðin kraumar inni í mér. Á hverjum degi berast fréttir af því hvernig ekki er staðið rétt að málum í stærsta áfalli þjóðarinnar á síðari tímum. Á meðan að flest hæfileikaríkasta fólk okkar Íslendinga er á fullu að ræða hugmyndir og koma með lausnir situr forsætisráðherrann og þykist hafa stjórn á hlutunum. "Það er ekki tímabært" segir hann og fréttamenn kinka kolli.
Finnar segja að nákvæmar áætlanir vanti, fulltrúi í stjórn IMF segir formlegt erindi ekki hafi borist og forsætisráðuneytið lætur ekki svo lítið að ansa fyrirspurnum frá Wall Street Journal. Á sama tíma hefur þjóðin ekki fengið upplýsingar um það hvaða skilyrði fylgja láningu sem ekki fæst afgreitt. Hvernig eigum við yfirleitt að trúa því að skilyrðin séu ásættanleg?
Veruleikinn er skýr. Bankarnir hrundu eins og spilaborg og fólk tapað eigum sínum. Gengi krónunnar hrundi sömuleiðis og verðbólgan geysist upp á við. Atvinnuleysi er orðið raunverulegt hjá stórum hópi fólks og greiðsluerfiðleikar fylgja í kjölfarið.
Martröðin er hins vegar að sitja uppi með óhæfa stjórnmálamenn sem halda heljartaki um stýrið og neita að gefa eftir stjórnina þrátt fyrir að kallað sé til þeirra víðs vegar úr þjóðfélaginu.
Það má ekki persónugera vandann. Við sitjum öll í sama bátnum.
Aðildarviðræður við ESB eru ekki á dagskrá.
Ekki stendur til að taka upp nýjan gjaldmiðil að svo stöddu.
Kosningar eru ekki áformaðar að svo stöddu.
Geir ætti að fara að horfast í augu við veruleikann og ríkisstjórnin að hætta að vera meðvirk. Það má ekki leggja Ísland í rúst. Fólkið sem kaus þessa flokka er vonsvikið og reitt. Alþingi Íslendinga er eins og leikhús fáránleikans þar sem Bjarni Harðarson stal senunni og var stjarna eitt lítið augnablik.
Finnar vilja meiri upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er frábært yfirlit hjá þér félagi og mætti draga meira til. Mér er eins innanbrjósts og tel að myntskiptingarleiðin sé sú eina út. Ég set aðildarviðræður aftast á listann af því að það er hvorki tími né fókus til að tala um það núna. Við þurfum að losna við Kverkatak IMF og ná klóm breta og hollendinga úr eignasafni bankanna, sem er upp a 283% af þjóðarframleiðsu og samanstendur af sjálfstæði okkar í stuttu máli.
Okkur standa til boða erlend lán, sem nota má til að skuldbreyta þessum kröfum, losa bankana, sem eru allt sem við eigum. Allt betra en að henda 6 milljörðum dollara á eftir krónunni og uppskera gjaldþrot.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 10:13
Listinn er langur Jón Steinar og vonandi verður honum haldið til haga. Bættu endilega við sjálfur eftir þörfum.
Ég er sjálfur spenntur fyrir myntskiptingarleiðinni en held að reyna ætti að ná sátt við ESB um hana og þá sem neyðarúrræði. Það yrði varla gert öðruvísi en að tilkynna um stefnu á aðildarviðræður. Hins vegar þyrfti örugglega þjóðaratkvæðagreiðslu áður en skrefið yrði gengið til fulls.
Sigurður Hrellir, 11.11.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.