5.11.2008 | 15:21
Askja Pandóru
Það er gleðilegt að svo margir gefi sér tíma til að senda Gordon Brown félögum þessi skilaboð. Ef til vill væri ekki úr vegi að senda líka Geir Haarde og íslensku ríkisstjórninni skýr skilaboð um að þeim sé ekki treystandi til að koma okkur úr þeirri ömurlegu stöðu sem þeir sjálfir bera mesta ábyrgð á. Á hverjum degi sem líður opnar askja Pandóru sig meir og meir og rotið innihaldið gýs upp.
Ég kæri mig ekki um að innvígðir flokksbræður verði látnir rannsaka glæpsamleg undanskot siðlausra fjárglæframanna, mistök í lagasetningu, klúður Seðlabankans og eftirlitsstofnana. Ég treysti ekki lengur ríkisstjórninni til að taka skynsamlegar ákvarðanir fyrir þjóðina. Það er okkar eina von að fá nýtt fólk (sérstaklega konur) til að taka á þessu vandamáli með aðstoð óháðra erlendra sérfræðinga. Reynum að læra af eigin reynslu og annarra þjóða!
Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!
75 þúsund hafa skrifað undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr. Vér mótmælum allir!
Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2008 kl. 16:34
Þetta er því miður flóknara en að finna einhvern blóraböggul að kenna um. Ofurþenslan alls staðar hlaut einhvern daginn að springa. Nú er bara að gera eins og okkur íslendingum tekst best, standa saman og vinna saman að endurbyggingu. Finna og hugsa hvað getum við gert, en ekki kenna hinum eða þessum um. Það eru til skúrkar alls staðar, sem fara illa með fólk, heila þvo og allt. Þetta megum við ekki láta viðgangast. Stöndum saman sem heil þjóð og finnum vandann og sjáum hvað við getum gert saman. T.d. finnst mér Björk vera að gera góða hluti.
Kolbrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 00:37
Ég er sammála þér Kolbrún. Við verðum að standa saman og leita nýrra leiða eins og Björk hefur t.d. beitt sér fyrir. Hins vegar er óásættanlegt að sama fólkið og kom okkur í þetta klandur leiði okkur út úr vandanum. Ábyrgðin er að vísu víða en það verður að hafa trú á forystunni, bæði innan lands og utan.
Sigurður Hrellir, 6.11.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.