Misskilningur eða misnotkun

Misskilningurinn er ekki einungis bundinn við "lýðinn" eins og skilja má á orðum BB. Það vill svo til að 18% kjósenda flokksins í Reykavíkurkjördæmi suður strikuðu út nafn hans á listanum og við það færðist hann niður úr öðru sæti í það þriðja reglum samkvæmt. Engu síður misskildi Björn skilaboðin sem í þessu fólust og þáði áfram sæti dómsmálaráðherra í boði Geirs Haarde. Líklega mátti ekki persónugera vandann.

Ólafur Börkur (frændinn)Á ferli sínum hafa Björn og nánustu samstarfsmenn hans iðulega misskilið mikilvægi þess að ráða óháða menn í valdamiklar stöður innan lögreglu og dómskerfis. T.d. réði hann árið 2003 frænda Davíðs Oddssonar sem hæstaréttardómara þó að 3 aðrir væru metnir hæfari. Árið eftir réði hann (með aðstoð Geirs Haarde) einn besta vin Davíðs í samskonar embætti en 2 aðrir voru hæfari. Loks réði hann son Davíðs (með aðstoð Árna dýralæknis) í embætti héraðsdómara þar sem 3 voru metnir hæfari. Jón Steinar (vinurinn)Sjá hér umfjöllun um málin. Björn og fjölmargir aðrir þingmenn flokksins vörðu þessar ráðningar, jafnvel þegar virtir fræðimenn eins og Sigurður Líndal skrifuðu rökstudda gagnrýni. Með þessum gjörningum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokksins dregið mjög úr trúverðugleika dómskerfisins og verður það ærið verkefni að vinda ofan af því. 

Þorsteinn (sonurinn)Ráðherra dómsmála! Ekki meir, ekki meir!


mbl.is Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með þennan pistil frá G. Haarde?  Eru mennirnir að skoða kosti eða rannsaka mál og hver er munurinn?

IB (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 18:24

2 identicon

Björn dettur út í næstu kosningum það er engin spurning en held að hann viti það ekki. Því menn sem eru eins og hann að ég tel komin með alzheimer, það hlýtur að vera því þesir menn sem hann setti yfir rannsókn á sínum eigin sonum lýsir þá vanhæfa það er í lögum og Björn greyið er bara komin með gleymsku á háu stigi. Björn minn þér er fyrirgefið alltaf að vera góð við minni máttar

Guðrún (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband