Sóknarfæri

Háhitasvæði við LeirhnjúkÞó svo að vonbrigði margra á Húsavík séu skiljanleg ættu þeir ekki að beina gremju sinni gegn umhverfiráðherra eða fólki úr náttúruverndarsamtökum. Það er augljóst að fjármálakreppan víða um heim og hrun á álverði er helsta ástæða þess að Alcoa heldur nú að sér höndum. Einnig sýnir þetta að nóg er komið af álverum á Íslandi því að ekki má gera efnahag landsins of háðan sveiflukenndu markaðsvirði áls, svo ekki sé talað um ímynd landsins!

 

Heilsubað í MývatnssveitNú ættu menn að hugsa sinn gang og skoða í alvöru uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu á svæðinu. Í ljósi breyttra aðstæðna er skiljanlega ekki hægt að reikna með mjög fjárfrekum framkvæmdum enda verður lánsfé af skornum skammti á næstunni. Það er einna helst orðstír náttúru Íslands sem minnsta hnekki hefur borið að undanförnu og hljóta menn að líta á það sem sóknarfæri þegar annað bregst.

Algjör náttúrupottur

 


mbl.is Dregur úr líkum á álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Nei, þú er alveg úti á þekju, því nú er það ekki "heilsutengd ferðaþjónusta", heldur "sprotastarfsemi", sem á að bjarga okkur!

Hvað það nákvæmlega er skiptir ekki máli, en orðið sem slíkt er glæsilegt - nákvæmlega eins og heilsutengd ferðaþjónusta.

Það er kannski bara betra að engin almennileg skilgreining sé til á fyrirbærinu, því þá þarf maður að nota rök og velta fyrir sér smáatriðum á borð við hvort hlutirnir séu arðbærir, þ.e.a.s. hvort hægt er að draga fram lífið á þeim.

Það misstu á þriðja þúsund manns vinnuna í hópuppsögnum og ekki ólíklegt að 10-15.000 manns verð atvinnulaus á næstu mánuðum.

Nú er komið að ykkur, sem aðhyllist að fólki vinni við "eitthvað annað", að finna fyrir allt þetta fólk vinnu!

Þú færð hjálp frá Andra Snæ, Þórunni og Björk, sem eru heldur ekki par hrifin af álverum og eru með ráð undir rifi hverju.

Tækifærið er komið - spreytið ykkur!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.11.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Guðbjörn minn, reyndu að tala af skynsemi eins og þú ert vanur. Heilsutengd ferðaþjónusta gæti vafalaust flokkast sem sprotastarfsemi ef bryddað væri upp á nýjungum, orka háhitasvæðanna nýtt, samspil manns og náttúru.

Þið Sjálfstæðismenn með drauma um stóriðju hljótið að sjá að eitthvað hefur ekki gengið upp hjá ykkur sl. 17 ár. Þó svo að ég ætli ekki að kenna Kárahnjúkavirkjun um allar ófarir Íslendinga er það nú svo að hún bjargar okkur ekki úr klípunni þessa dagana.

Það er líka undarlegt hjá þér að segja að nú sé komið að "okkur" að finna vinnu fyrir alla þá sem misst hafa störfin á síðustu vikum. Ég hef ekki heyrt að formaðurinn þinn hafi sagt af sér ennþá þó svo að meirihluti landsmanna vilji kjósa aftur sem fyrst. Væri ekki eðlilegt að hann kynnti einhverjar hugmyndir og aðgerðir sjálfur eða ríkisstjórnin?

Íslendingar eru dugmikið fólk með mikla sjálfsbjargarviðleitni. Ef þeir færu almennt að hugsa skynsamlega og af ábyrgð til langs tíma væri hægt að byggja upp fjölbreytta atvinnustarfsemi út um allt land. Algjör forsenda er að vísu að taka upp annan gjaldmiðil = sækja um ESB aðild. Það er algjör tímaskekkja og í raun stórhættulegt að setja öll eggin í sömu stóriðjukörfuna. Slíkt kallar líka á miklar lántökur sem ekki standa okkur til boða núna af skiljanlegum ástæðum.

Sigurður Hrellir, 3.11.2008 kl. 14:08

3 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

"Hrun á álverði" =  álverð er nú 20% hærra en þegar farið var í álver á Grundartanga og Reyðarfirði...þetta bull um lágt álverð er aðeins óskhyggja svartstakka.

Er þinn málflutningur "ímynd landsins"? =  Þá er ekki nema von að Ísland sé litið hornauga...öfgafólk með sérgæsku að leiðarljósi. Aðrir eiga borga þeim laun og sjá fyrir þeim. Það er ykkar sjálfsbjargarviðleitni

"Nú ættu menn að hugsa sinn gang og skoða í alvöru uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu á svæðinu" = Af hverju ferð ÞÚ ekki  í þessa heilsutengda ferðaþjónustu kallinn minn. Þú virðist vera búinn að ætla öðrum að fara þann veg, þú hefur örugglega reiknað það í botn og kannað markaðinn og möguleikana?!! Flott orð þetta sprotaeitthvað. En hvað táknar það í höndunum á forsjárhyggjunni þinni?

Sigurjón Benediktsson, 5.11.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband